Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Halldór Gunnarsson með vænan fisk á veiðislóðum í Veiðivötnum.
Halldór Gunnarsson með vænan fisk á veiðislóðum í Veiðivötnum.
Í deiglunni 8. nóvember 2018

Einn af hápunktum sumarsins

Höfundur: Gunnar Bender
Veiðivötn eru án efa einn af mínum uppáhaldsstöðum yfir sumarið og reyni ég að fara sem oftast,“ segir Halldór Gunnarsson þegar hann ræðir um veiðisumarið í sumar.
 
„Við ákváðum þetta sumarið að fara öll í fjölskyldunni saman yfir verslunarmannahelgina til að reyna fyrir okkur, en dóttirin hefur sýnt mikinn áhuga á að kíkja eitthvað í veiði með gamla. Það var búið að vera tiltölulega rólegt yfir hjá okkur þennan afskaplega fallega dag, utan nokkra af minni gerðinni úr Stóra Hraunvatni, og Litlasjó. Þá þurfti ég að lenda í því óhappi að slíta flugulínuna við Stóra Hraunvatn, en í staðinn fyrir að gefast upp þá var línan bara hnýtt saman með tvöföldum naglahnút og haldið áfram.
Í hverjum túr í Veiðivötn er alltaf stoppað um stund við Rauðagíg, þennan flotta gíg sem geymir svo marga risana.
 
Hér ætlaði ég að reyna að láta dótturina fá einn stóran. En eftir töluverðan tíma og mörg köst án þess að verða var við nokkuð ákváðum við að segja þetta gott og hendast niður að Litlasjó. Dóttirin arkaði af stað en ég ákvað að taka 2 köst í lokin og viti menn.  – Þegar flugan var að sökkva í síðasta kastinu er rifið í af offorsi og þessi tignarlegi hængur tekur stökkið með agnið í kjaftinum. Brösuglega náðist þessi 10,5 punda höfðingi á land í góðri samvinnu við dótturina. Var þetta án efa einn af hápunktum sumarsins hjá okkur, og klárlega borgaði sig að hnýta löskuðu flugulínuna saman. 
 
Rauðigígur gefur kannski ekki marga ár hvert, en stórir eru þeir sem þarna dvelja,“ sagði Halldór að lokum.

Skylt efni: Veiðivötn

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...