Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Allt saman tilfinning og túlkun
Mynd / Ragnar Hólm Ragnarsson
Í deiglunni 15. júní 2018

Allt saman tilfinning og túlkun

Höfundur: Gunnar Bender
Ragnar Hólm Ragnarsson er kunnur fyrir skrif sín um fluguveiði. Fyrir röskum áratug gaf hann út bókina „Fiskar & menn“ sem fjallaði um ýmsa afkima veiðinnar. Hann er annar ritstjóra veftímaritsins Flugufrétta en skrifar að auki fyrir blöð og tímarit, til að mynda Sportveiðiblaðið.
 
Á síðasta ári ræddi Bændablaðið við Ragnar um samtvinnun veiða og vatnslita en nú hefur hann tvinnað þetta enn betur saman með því að vatnslita veiðimenn. Vatnið er Ragnari hugleikið. Hann veiðir úr því fiska og málar úr því myndir. „Vatnslitirnir verða sífellt fyrirferðarmeiri í lífi mínu á kostnað vatnafiskanna,“ sagði Ragnar Hólm þegar við hittum hann á Akureyri í síðustu viku.
 
Ragnar Hólm í veiði með dóttur sinni, Aðalheiði Önnu, núna í vor.
„Auðvitað hef ég enn þá gaman af því að veiða fisk á flugu en það er ekki síður gaman að veiða þokkalega vatnslitamynd. Ég hef verið mest í landslaginu en nú er ég farinn að blanda aðeins inn í það veiðimönnum.“ 
 
– Ertu þá með pensilinn á lofti þegar vinirnir veiða?
 
„Nei, það er sjaldnast hægt því menn fara hratt yfir og færa sig ótt og títt þannig að ljós og skuggar breytast hratt á fígúrunum. Ég hef frekar gert þetta þannig að leggjast kannski í grasið og horfa á félagana, reynt að sjá fyrir mér mótífið og síðan tek ég nokkrar myndir og miða við þær þegar ég mála um kvöldið eða einhvern tímann síðar.“ 
 
– Eru veiðimenn þekkjanlegir á myndunum?
 
„Nei, það vona ég ekki. Enda hef ég engan áhuga á því að mála smáatriðin. Ég er líklega impressjónisti fram í fingurgóma. Ég reyni að fanga tilfinningu, hreyfingu og hughrif. Það eru aðrir í því að taka ljósmyndir af veiðimönnum og veiðigræjum. Ég er meira í stemningunni, litbrigðum vatnsins, íhygli veiðimannsins.“
 
– Hefur þér þá ekki dottið í hug að mála þekkta veiðistaði?
 
„Einhvern tímann þegar ég var unglingur fór ég með föður mínum í Langá á Mýrum og litaði myndir af nokkrum þekktum veiðistöðum þar með pastelkrít. Það voru ágætar myndir sem foreldrar mínir eiga uppi á vegg. Ég held að þær séu fjórar eða fimm. Og nýlega skoraði útséður veiðimaður á mig að mála vatnslitamyndir af helstu veiðistöðum í þekktustu laxveiðiám landsins og selja ríkum útlendingum.
 
Gallinn er bara sá að þótt mér þyki gaman að selja eina og eina mynd þá er þetta enginn bisness hjá mér – þetta er ástríða líkt og fluguveiðin. Ég mála það sem kveikir í mér en fæ hálfgert kvíðakast ef ég er beðinn að mála ákveðið mótíf. Þetta er allt saman tilfinning og túlkun beint frá hjartanu.“
Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...