Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hvers vegna poppar maís?
Á faglegum nótum 17. febrúar 2015

Hvers vegna poppar maís?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Einfaldasta skýringin á því hvers vegna poppmaís popp­ar er að inni í korninu er örlítið af vatni, tæp 15%, sem breytist í gufu þegar það hitnar. Gufan leitar inn í sterkj­una í korninu og þegar hún þenst út sprengir hún utan af sér harða skelina sem umlykur kornið.

Aðrar tegundir af maís hafa ekki eins harða skel utan um sterkjuna og poppa því ekki þrátt fyrir að inni­halda vatn. Kornið poppar þegar þrýstingurinn inni í korninu nær hámarki við um 180 °C.

Ekki er vitað hver „fann“ upp poppkorn en neysla þess er þekkt langt aftur í aldir í Mexíkó og Mið-Ameríku. Í Nýju-Mexíkó í Norður-Ameríku hafa fundist áhöld sem hugsanlega hafa verið notuð til að poppa í og ríf­lega 4.000 gam­all poppmaís sem reyndist auðvelt að ­poppa þrátt fyrir háan aldur.

Í dag er vinsælt að fá sér popp í bíó eða fyrir framan sjónvarpið á kvöldin. Frásagnir um fyrsta landnám Evrópu­búa þar sem popp stóð til boða segja að þeir hafi borðað það í morgunmat með ávöxtum, sykri og rjóma. 

Skylt efni: Popp Korn | maís

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...