Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hurlimann – svissneskur gæðatraktor
Fræðsluhornið 3. júní 2016

Hurlimann – svissneskur gæðatraktor

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svissneski bóndasonurinn Hans Hurlimann ól ungur með sér þann draum að létta föður sínum lífið við bústörfin. Hans lærði vélaverkfræði og stofnaði fyrirtæki og hóf framleiðslu á dráttarvélum.

Fyrirtækið sem var stofnað 1929 fékk ættarnafnið Hurlimann og með heimilisfesti í Wil, St. Gallen í Sviss. Fyrstu traktorarnir voru með ein strokka bensínvél og alls 416 slíkir framleiddir. Margar af fyrstu týpunum voru hannaðar fyrir svissneskt landslag og margar hverjar með fjórhjóladrifi löngu áður en slíkt varð almennt meðal dráttarvélaframleiðenda.

Rekstur fyrirtækisins fór vel af stað og dráttarvélarnar urðu vinsælar hjá bændum, í iðnaði og ekki síst hjá hernum. Orðspor vélanna barst til nágrannalandanna og innan nokkurra ára var fyrirtækið farið að flytja út traktora.

Stefnt á alþjóðlegan markað

Árið 1937 setti fyrirtækið á markað týpu sem fékk heitið 4DT45. Dráttarvélin sú var með fjögurra strokka dísilvél og ætluð til útflutnings á alþjóðlegan markað. Seinni heimsstyrjöldin setti strik í reikninginn og vegna skorts á dísil og bensíni var mótor Hurlimann dráttarvélanna breytt þannig að þær gengu fyrir kolagasi.

Framleiðslan dróst saman en á sama tíma var unnið að endurbótum á gírkassanum og tilraunir gerðar með loftfyllta gúmmíhjólbarða til að gera dráttarvélarnar þægilegar.

Að styrjöldinni lokinni jók fyrirtækið framleiðsluna að nýju og náði fljótlega fyrri markaðshlutdeild og hóf útflutning að nýju. D600 týpan naut feikimikilla vinsælda, sérstaklega í Argentínu, í lok fimmta áratugarins. Reyndar seldist D600 týpan svo vel um alla Suður-Ameríku að stór hluti framleiðslunnar var eyrnamerktur heimsálfunni.

D-týpur

Árið 1959 setti Hurlimann á markað D90 týpuna sem átti eftir að verða allra vinsælasta dráttarvélin sem fyrirtækið framleiddi. Traktorinn þótti í alla staði fyrirtak. Hann var þægilegur í akstri, vélin sterk og gírkassinn lipur. D90 týpan var að öllu leyti hönnuð og smíðuð af Hurlimann-verksmiðjunni.
Í byrjun sjötta áratugarins var D 800 vélin sett í framleiðslu en hún var einungis ætluð til útflutnings.

Gæði fram yfir magn

Sagan segir að Hans Hurli­mann hafi verið fyrsta flokks sölumaður og hann hafi fremur lagt áherslu á gæði en magn þegar kom að framleiðslu dráttarvéla undir hans nafni.

Ákveðinn fjöldi ársframleiðslunnar var einungis ætlaður fyrir markað í Sviss og var einstaklega vel til þeirra vandað og voru þær á sínum tíma sagðar bestu dráttarvélar í heimi.

Sameinað SAME

Árið 1976 keypti ítalski dráttarvélaframleiðandinn SAME framleiðsluréttinn á Hurlimann og varð fyrirtækið hluti af S-L-H, eða  SAME-Lamborghini-Hurlimann. Í dag er það fyrirtæki hluti af SAME Deutz-Fahr.

Hurlimann-traktorarnir voru upphaflega gráir á litinn, síðan grænir en dráttarvélarnar sem kallast Hurlimann í dag eru silfurlitaðar.

Skylt efni: Gamli traktorinn | Hurlimann

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...