Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hulin skilaboð í tónlist
Skoðun 19. mars 2015

Hulin skilaboð í tónlist

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umræðuefni mitt að þessu sinni er ekki nýtt en sjálfur hef ég alltaf jafn gaman af því og læt því vaða.

Sterkir trúarmenn margra trúarbragða hafa oft haldið því fram að finna megi hulin skilaboð í hljómsveitarnöfnum, textum og á plötuumslögum rokktónlistarmanna.

Til dæmis á nafn glansrokk­hljómsveitarinnar Kiss að standa fyrir Knights in Satan's Service og ef ákveðnir hlutar af gömlum hljómplötum með Led Zeppelin eða Black Sabbath eru spilaðir aftur á bak á að heyrast flutningur á mögnuðum djöflamessum. Því miður er til fólk sem trúir svona löguðu og stundum hefur trúin leitt til þess að hljómplötur hafa verið bannaðar eða brenndar í stórum stíl.

Fólk virðist reyndar til í að trúa hverju sem er því til eru ótal sögur um hulin skilaboð sem tengjast útgáfu hljómplatna og geisladiska. Rifjum nokkrar upp.

Skömmu eftir að poppgoðið Michael Jackson gaf út Thriller komst sú saga á kreik að sjö fyrstu tölurnar í strikamerkjanúmeri umslagsins væru símanúmer kappans. Það eina sem aðdáendur þurftu að gera var að finna rétt svæðisnúmer og þá myndi Michael taka upp tólið þegar þeir hringdu.

Lucy in the Sky of Diamonds

Því hefur lengi verið haldið fram að John Lennon hafi gefið laginu Lucy in the Sky of Diamonds nafn sitt vegna þess að hægt var að skammstafa það LSD. Lennon neitaði því og hélt því staðfastlega fram að hann hefði fengið hugmyndina að nafninu þegar sonur hans sýndi honum mynd sem hann teiknaði í leikskóla. Teikningin var af konu sem barnið sagði að héti Lucy og sveif á himni innan um marglita gimsteina.

Það er aftur á móti satt að ein elsta beinagrind af manni, eða öllu heldur konu, sem fundist hefur heitir Lucy vegna þess að mannfræðingarnir sem grófu hana upp voru að hlusta á lagið Lucy in the Sky of Diamonds í útvarpinu þegar þeir fundu beinagrindina.

Í lokin er rétt að minnast þess að skömmu fyrir 1970 trúðu margir því að Paul McCartney hefði látist í bílslysi þrátt fyrir að orðróminum væri staðfastlega neitað. Aðdáendur Bítlanna sáu sannanir úti um allt. Paul er til dæmis sá eini af Bítlunum sem er með lokuð augu og berfættur á myndinni sem prýðir umslagið á Abbey Road. Hann gengur ekki í takt við hina og heldur á sígarettunni í hægri hendi en ekki þeirri vinstri, Paul er örvhentur. Menn voru vissir um að þetta væri ekki Paul á myndinni heldur staðgengill hans og það sem meira var, einhver hafði lagt líkbíl við götuna.

Skylt efni: Stekkur

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...