Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hugleiðingar á túnaslætti
Lesendarýni 18. ágúst 2017

Hugleiðingar á túnaslætti

Höfundur: Gunnar Þórisson
Í vetur kom fram reglugerð frá ESB um að þeir sem byrjuðu með skepnuhald skyldu gangast undir könnun hvort viðkomandi væri fær um að annast skepnur, bæði andlega og líkamlega. Þetta er gott því dýrin eiga erfitt með að verja sig þó Matvælastofnun sjái um velferð þeirra.
 
Gunnar Þórisson.
Nú í seinni tíð frá hruni og jafnvel fyrr hefur sá sem sér um velferð öryrkja og aldraðra ekki staðið sig sem skyldi eins og alþjóð veit og sér, því oft skýlir heilbrigðisráðherra sér á bak við Alþingi sem ber við peningaleysi. Ef ráðherra væri skylt að fara í gegn um sambærilegt mat og búfjárhaldarar á ESB-svæðinu kæmi ýmislegt í ljós. Víðast hvar þarf fólk að hafa lágmarks réttindi á hitt og þetta en í raun er raunreynsla besta kunnáttan.
 
Á fundi LS í vor hældi landbúnaðarráðherra borgarbörnunum starfsmönnum sínum fyrir ágæti og ekki efaði ég gæði þeirra þá, því fólk í stöðu ráðherra skrökvar varla að þjóð sinni. Að þessu voru 50 vitni. Landbúnaðarráðuneytið virðist ekki ofhaldið fjárhagslega og hlýtur því að sækjast eftir arði af jörðum sínum. Allir þeir sem umgangast grasbíta og hafa viðurværi sitt af þeim vita að vorið er sá tími sem startar afkomu framtíðar búsins. Því hlýtur eitthvað að vanta í þekkingu þessara ágætu borgarbarna ráðherra að auglýsa ekki bújarðirnar strax að vori við losun ábúðar. Eða á að leggja niður búskap án samráðs við sveitarfélög eða aðra er búskap varðar?
 
Samgöngumálaráðherra nefnir aldrei þá skatta er hafa verið lagðir á og eru enn á eldsneyti, gúmmíi, innflutningstolla bifreiða og vsk af ökutækjum og varahlutum þeim viðkomandi. Í hvað fara allir þessir skattar og gjöld? Í vegina? Opinberlega segir enginn að svo sé. Hefur eitthvað verið lagt niður af þessum gjöldum og hversu mikið þá? Spyr sá sem ekki veit.
 
31. júlí 2017
Gunnar Þórisson
 
Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...