Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hrossabændur taka yfir hlut BÍ í Landsmóti
Fréttir 21. nóvember 2018

Hrossabændur taka yfir hlut BÍ í Landsmóti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Aðalfundur Félags hrossabænda fór fram 26. október sl. í Samskipahöllinni í Kópavogi. Stjórn félagsins var endurkjörin með einni breytingu. Magnús Jósefsson hætti í stjórn en Heiðrún Eymundsdóttir kom inn í hans stað.
 
Meðal þess sem lá fyrir fundinum var boð Bændasamtaka Íslands um að taka hlut þess í Landsmóti ehf. Aðalfundurinn samþykkti tillöguna og verður Félag hrossabænda því þriðjungs eigandi í Landsmóti ehf. frá næstu áramótum. 
 
Landsmót ehf  var stofnað árið 2001 til að standa að rekstri og utanumhaldi á Landsmóti hestamanna. Eignahlutafélagið er að 2/3 hluta í eigu Landssambands hestamannafélaga. Í erindi BÍ til FHB kom fram að með breyttu fyrirkomulagi á ráðgjafarþjónustu í landbúnaði hafi BÍ ekki neina beina aðkomu að rekstri landsmóta og telja eðlilegt að búgreinin sjálf hafi þessa aðkomu. Buðu þeir því FHB yfirtöku 1/3 hlutar BÍ fyrir 1 krónu.
 
„Landsmótið er hrossaræktar-starfinu mikilvægt og ætlum við því að taka þessu verkefni fagnandi og sjá tækifæri í því. Allir fundarmenn voru þó á því að félagið muni ekki taka á sig fjárhagslegar skuldbindingar,” segir Sveinn.
 
Félagar fá aðgang að myndbanka WorldFengs
 
Þá liggur fyrir samkomulag milli Worldfeng, Landsmóts ehf. og BÍ um að félagar í FHB fái aðgang að mynd- og myndbandabanka Worldfengs. Vonast Sveinn eftir að aðgangurinn verði opnaður sem fyrst.
 
Innleiðing á gjaldtöku af hrossaafurðum
 
Mikil aukning hefur orðið á framleiðslu á folaldakjöti, sér í lagi vegna aukins blóðmerabúskapar. Sveinn segir hrossabændur hafa áhyggjur því við blasi erfiðleikar við afsetningu folalda og jafnvel lækkun afurðaverðs. 
 
Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossa­bænda, á Landsmóti 2018.
 
„Það þarf að gera betur í markaðsmálum. Félagið hefur m.a stutt við markaðsvinnu gagnvart Japansmarkaði en við bindum vonir við að sá markaður styrkist og geti einnig tekið við folaldaafurðum. Nauðsynlegt er að til séu góðir farvegir fyrir allar hrossaafurðir og því er mikilvægt að stunduð sé vöruþróun og markaðsstarf þar sem fjölbreytni afurða og nýting sé í fyrirrúmi,“ segir Sveinn.
 
„Félaginu berast reglulegar styrkbeiðnir vegna markaðsmála hrossakjöts, til dæmis til að hefja sókn á nýja markaði. Félagið gat beint svona fyrirspurnum í ákveðinn farveg, til verðskerðingasjóðs en hann var lagður niður í lok árs 2015. Þegar hans nýtur ekki lengur við, þá skortir tekjustofn til að styðja þetta mikilvæga markaðsstarf.“
 
Til að bregðast við þessu samþykkti aðalfundurinn ályktun þess efnis að stjórn myndi hefja vinnu gagnvart stjórnvöldum við að taka upp gjald af hrossaafurðum. 
 
Gæti gjaldtakan verið á bilinu 2–3% af afurðaverði og yrði safnað í sjóð sem hefði það skilgreinda markmið að styðja við markaðssetningu hrossaafurða.
 
Upptaka á kynbótasýningum í farvatninu
 
Í samræmi við samþykkt frá aðalfundi FHB 2017, þar sem stjórn félagsins var falið að vinna að málinu, hafa Sveinn og Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML, kannað möguleika þess að hafnar verði upptökur á kynbótasýningum. 
 
„Við lítum svo á að upptökur af hrossum í sýningu séu viðbótar dómaupplýsingar.  Nú þegar höfum við tölulegar niðurstöður og umsagnir en með því innleiða sjónrænar upplýsingar byggjum við að ótrúlegum heimildum um íslenska hrossastofninn,“ segir Sveinn.
 
Í ályktun frá aðalfundinum segir að hugmyndin og möguleg útfærsla hafi verið rædd við forsvarmenn WorldFengs og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og er af þeirra hálfu ekkert tæknilegt sem ætti að koma í veg fyrir að þetta verði að veruleika, auk þess sem búið er að áætla kostnað við upptökuna.
Þótt fjölbreyttar umræður hafi farið fram um kosti nýjungarinnar og galla var samþykkt að halda áfram með verkefnið. Næsta skref er að setja upp prufusýningu á næsta ári. Ef vel tekst til má búast við að þetta verði innleitt í framtíðinni, en farið verður yfir málin að nýju á næsta aðalfundi félagsins og þá frekari ákvarðanir teknar.
 
Vel heppnaðar sölusýningar
 
Góður rómur var gerður að tveimur sölusýningum sem FHB stóð fyrir bæði sunnan- og norðanlands í október, en streymt var beint frá báðum sýningum á vefnum og hafa sýningarnar samtals verið skoðaðar 9.000 sinnum. Sveinn Steinarsson, formaður FHB, segir að stefnan sé að gera slíkar sýningar að viðtekinni venju.
 
Meginstarf FHB gagnvart reiðhestamarkaði er unnið í gegnum markaðsverkefnið Horses of Iceland. Jelena Ohm verkefnastjóri kynnti stöðu verkefnisins á aðalfundinum og þær áherslur sem fram undan eru. „Við bindum mikla vonir við verkefnið, sem er vissulega langhlaup,“ segir Sveinn.
 
Af öðrum samþykktum má nefna að stjórn var falið að vinna áfram að því að hægt verði að skrá fylskoðanir með rafrænum hætti og fylgja eftir þeirri kröfu FHB um að félagið fái beina aðild að búvörusamningnum milli ríkis og bænda við endurskoðun samingsins á næsta ári. 
Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...