Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hlýtt og mjúkt um hálsinn
Hannyrðahornið 29. janúar 2015

Hlýtt og mjúkt um hálsinn

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir
Veturinn hefur verið kaldur og snjóþungur og veitir ekki af að eiga hlýja, mjúka flík um hálsinn,
ekki skemmir ef hún er falleg og óvenjuleg.
 
Við notuðum tvöfalt mohair í hana.
Fífa frá garn.is er til í 6 litum og er á tilboði í janúar á www.garn.is og í Fjarðarkaupum.
Þetta er rauði liturinn og það þarf 3 dokkur 50 gr.
 
Ein stærð.
Lengd: 148 sm.
Breidd: Um 32 sm.
Hringprjónn: Nr. 4.
 
Aðferð:  Prjónað fram og til baka 2 sléttar 2 brugðnar.
Fitjið laust upp 50 L og prjónið fram og til baka 2 sl og 2 br . 
Þegar komir eru 24 sm mega líka vera ca 17 sm ef þið viljið hafa flíkina styttri er lykkjunum skipt upp þannig að 10L eru í hverju stykki. Gott að setja á hjálparprjóna þá sem bíða.
 
Nú eru þessar 10 L prjónaðar fram og til baka með 2 sl og 2br hver fyrir sig 32 sm. Geymt á meðan allar 5 lengjurnar eru prjónaðar. Þegar allar 5 eru fullprjónaðar  eru þær aftur settar allar saman á prjóninn og prjónað 50 sm  frá þeim stað, þar sem þið setjið lengjurnar saman á einn prjón, ef þið viljið hafa flíkina víðari í hálsinn hafið það þá 55 sm.
 
Nú er lykkjunum skipt upp á sama hátt og áður og prjónaðar 5 lengjur fram og til baka 32 sm.
Þegar þessar 5 lengjur eru tilbúnar eru þær fléttaðar undir og yfir fyrri 5 lengjurnar þannig að myndist falleg flétta. 
 
Síðan eru þessar 5 lengjur settar upp á hringprjóninn og prjónað yfir allar lykkjurnar jafn langt og frá uppfitjuninni að fléttunni. Fellt laust af og gengið frá endum.
Þreyjum svo þorrann með því að prjóna út í eitt.
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...