Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hlýtt og mjúkt um hálsinn
Hannyrðahornið 29. janúar 2015

Hlýtt og mjúkt um hálsinn

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir
Veturinn hefur verið kaldur og snjóþungur og veitir ekki af að eiga hlýja, mjúka flík um hálsinn,
ekki skemmir ef hún er falleg og óvenjuleg.
 
Við notuðum tvöfalt mohair í hana.
Fífa frá garn.is er til í 6 litum og er á tilboði í janúar á www.garn.is og í Fjarðarkaupum.
Þetta er rauði liturinn og það þarf 3 dokkur 50 gr.
 
Ein stærð.
Lengd: 148 sm.
Breidd: Um 32 sm.
Hringprjónn: Nr. 4.
 
Aðferð:  Prjónað fram og til baka 2 sléttar 2 brugðnar.
Fitjið laust upp 50 L og prjónið fram og til baka 2 sl og 2 br . 
Þegar komir eru 24 sm mega líka vera ca 17 sm ef þið viljið hafa flíkina styttri er lykkjunum skipt upp þannig að 10L eru í hverju stykki. Gott að setja á hjálparprjóna þá sem bíða.
 
Nú eru þessar 10 L prjónaðar fram og til baka með 2 sl og 2br hver fyrir sig 32 sm. Geymt á meðan allar 5 lengjurnar eru prjónaðar. Þegar allar 5 eru fullprjónaðar  eru þær aftur settar allar saman á prjóninn og prjónað 50 sm  frá þeim stað, þar sem þið setjið lengjurnar saman á einn prjón, ef þið viljið hafa flíkina víðari í hálsinn hafið það þá 55 sm.
 
Nú er lykkjunum skipt upp á sama hátt og áður og prjónaðar 5 lengjur fram og til baka 32 sm.
Þegar þessar 5 lengjur eru tilbúnar eru þær fléttaðar undir og yfir fyrri 5 lengjurnar þannig að myndist falleg flétta. 
 
Síðan eru þessar 5 lengjur settar upp á hringprjóninn og prjónað yfir allar lykkjurnar jafn langt og frá uppfitjuninni að fléttunni. Fellt laust af og gengið frá endum.
Þreyjum svo þorrann með því að prjóna út í eitt.
Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...

40 þúsund notendur í 24 löndum
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hef...

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum
Fréttir 4. júlí 2025

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum

Hitabylgjan hér á landi í maí hefði ekki orðið jafnmikil og raun bar vitni nema ...

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjö...

Hættir með Klausturkaffi í árslok
Fréttir 3. júlí 2025

Hættir með Klausturkaffi í árslok

Veitingahúsið Klausturkaffi í Skriðuklaustri í Fljótsdal fagnar 25 ára afmæli í ...