Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Herðaslá
Hannyrðahornið 11. nóvember 2014

Herðaslá

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir

Mér fannst þetta dásamlega garn sem heitir Kramer, sem er til í 5 litasamsetningum, svo tilvalið í herðaslá eða jafnvel stóra lufsupeysu.

Frábært að prjóna úr því og gaman að sjá hvernig það munstrar sig sjálft.

Garnið fæst í Fjarðarkaupum, Verslun Grétars í Vestmannaeyjum, Hlín á Hvammstanga og Snotru á Akranesi, Bjarkarhóli í Kópavogi  og á www.garn.is.

Prjónar: Hringprjónn nr 7–8 .

Heklunál nr. 5.

Prjónfesta: 15 l og 20 umferðir gera  10x10x sm á prjóna nr 7.

Stærðir s-m-l en síddin á minnstu stærð er 25 sm að aftan , þannig að ef við viljum hafa slána síðari þarf að fitja upp fleiri lykkjur sem því nemur. T.d. fyrir vel síða slá þurfa lykkjurnar í uppfitjun að vera helmingi fleiri.

Garn: Kramer  í þessa slá og húfu fóru 2 , 100 gr  dokkur af blágrænu út í brúnt nr krd 19.

Slá ( Poncho)

Sláin er prjónuð fram og til baka á hringprjón nr 7.

Fitjið laust upp 38-50-54 L eða bætið við 15 L fyrir hverja 10 sm sem þið viljið hafa slána síðari. Gætið þess samt að hún verður alltaf helmingi síðari að framan.

Gott að mæla frá hálsi að aftan og niður bakið hvað þið viljið hafa hana síða.

Prjónið nú 4 umf garðaprjón fram og til baka (2 garðar).

Prjónið síðan áfram eftir munstrinu en teljið kantlykkjuna ekki með í munstrið, þangað til stykkið mælist 110-136-144 sm. prjónið þá 2 umferðir sléttar og fellið svo laust af.

Gangið frá endum og saumið affellingararkantinn kant við kant við aðra langhliðina þannig að  horn myndist við miðju að framan.

Heklið nú fastapinna meðfram hálsmáli og neðra kantinum allan hringinn.

Húfa:

Húfan er prjónuð úr sama garni og með sömu prjónum en hún er prjónuð í hring.

Fitjið upp 60-64-68 L og prjónið sléttprjón í hring 10 umferðir. 

Prjónið síðan eftir munstri þar til komin eru 8-10-10 munstur eða 28 -32 sm.

Takið nú úr þannig að prjónaðar eru 2 umferðir 2 sl 2 br því næst eru þessar 2 sl og 2 br prjónaðar saman þannig að þær verða 1 sl 1 br. Síðan eru prjónaðar 2 umferðir 1 sl og 1 br slitið frá og bandið dregið í gegnum L sem eftir eru. Dregið þétt saman og gengið frá endanum.

Góða skemmtun.

Inga Þyri Kjartansdóttir 

2 myndir:

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...