Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Haustverkin í garðinum
Á faglegum nótum 1. nóvember 2017

Haustverkin í garðinum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eftir að búið er að setja niður haustlaukana er gott að raka fallið lauf af grasflötinni svo að vel lofti um hana. Tilvalið er að setja laufið í beð undir limgerði, tré og runna eða í safnhauginn. Laufið brotnar mjög fljótt niður og verður mold strax árið eftir.

Ekki er gott að slá grasflötina seint á haustin enda grasið ekki í miklum vexti á þeim tíma. Betra sé að hafa það svolítið loðið yfir veturinn til að það hlífi rótinni.

Ekki klippa á haustin

Ekki skala klippa trjágróður á haustin vegna aukinnar hættu á sveppasýkingu í gegnum sárin sem myndast við klippinguna. Heppilegasti tíminn til að klippa flestar tegundir trjágróðurs seinni part vetrar og snemma á vorin, frá febrúar og alveg fram í byrjun maí og eftir laufgun á sumrin.

Haustið og tíminn fram að fyrsta snjó er góður tími til að gróðursetja og flytja trjáplöntur og flytja og skipta fjölærum plöntum.

Séu tré orðin meira en einn og hálfur metri á hæð við gróðursetningu er nauðsynlegt að setja staur niður með þeim sem stuðning fyrstu árin á meðan þau eru að ræta sig og koma sér fyrir í jarðveginum. Best er að binda trén með gúmmíi.

Að skýla viðkvæmum plöntum

Eitt af haustverkunum í garðinum er að skýla viðkvæmum plöntum. Yfirleitt nægir að raka laufi og mold yfir rótarhálsinn á fjölærum plöntum en einnig er gott að leggja yfir þær greinar.

Runnum og rósum má skýla með því að búa til lítið tjald úr striga eða akrýldúk og setja utan um plönturnar. Auk þess sem hægt er að fá í garðvörubúðum sérhannaða poka til að setja utan um þær.

Viðkvæmar plöntur í pottum má setja í kalt gróðurhús eða koma í skjól sé þess kostur.

Flest tré þroska fræ á haustin og best er að safna því eins fljótt og hægt er eftir að það hefur náð þroska. Annars er hætt við að það fjúki burt eða að fuglar éti það.

Best er að safna könglum, reklum og berjum í þurru veðri og setja í striga- eða bréfpoka. Ef notaðir eru plastpokar verður að tæma þá eins fljótt og hægt er til að koma í veg fyrir að fræið mygli.

Þegar velja skal plöntu sem á að safna af fræi verður að gæta þess að hún sé þróttmikil og heilbrigð. Varast skal að tína fræ af lélegum og sjúkum einstaklingum.

Að söfnun lokinni verður að þurrka fræið. Auðveldast er að breiða það á pappír á gólf eða borð, við 20 til 25°C hita, til dæmis nálægt ofni. Síðan verður að hreinsa burt öll óhreinindi, svo sem lauf, nálar og sprota.

Í mörgum tilfellum er nauðsynlegt að geyma fræ yfir veturinn og sá því að vori. Yfirleitt nægir að geyma það á köldum og þurrum stað, en best er að geyma það í kæli við 0 til 4°C eða í vægu frosti. Fræið þarf að vera í þurrum og loftþéttum umbúðum.

Í góðri geymslu getur fræ flestra tegunda haldið eiginleikum sínum í nokkur ár.

Skylt efni: Stekku | haust | garðurinn

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...