Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hamborgarhryggur með appelsínu- og sinnepsgljáa og ferskum ananas.
Hamborgarhryggur með appelsínu- og sinnepsgljáa og ferskum ananas.
Matarkrókurinn 5. janúar 2015

Hátíðarmatur úr sveitinni

Það er af mörgu að taka þegar velja skal jólamatinn. Íslendingar eru nýjungagjarnir að mörgu leyti og eru ekki alltaf með það sama í jólamatinn eins og margar aðrar þjóðir. Þó svo að nær allir borði hangikjöt einhvern af hátíðisdögunum þá er nóg svigrúm til þess að prófa eitthvað nýtt.

Rjúpurnar eru af skornum skammti en nóg er til af flestum öðrum veisluveigum. 

Hamborgarhryggurinn og kalkúnninn verða fyrir valinu í ár í Matarkróknum. Það er hægt að leika sér með gljáann á hamborgarhryggnum án þess að brjóta fjölskylduhefðirnar og fyllingin í kalkúninn skiptir öllu máli. Í eftirmat tökum við snúning á „ris a la mande“.

Hamborgarhryggur með appelsínu- og sinnepsgljáa og ferskum ananas
Gljái
2 msk. appelsínumarmelaði
2 msk. Dijon-sinnep
2 msk. mosvado sykur (eða púðursykur)
1 tsk. saxað engifer
Ferskur ananas (má sleppa)

Aðferð
Eldið hamborgarhrygginn eftir leiðbeiningum framleiðenda. Léttsaltaða hryggi á t.d. að setja beint í ofn en venjulega hrygginn er gott að láta í pott, láta suðuna koma upp og leyfa honum að liggja í soðinu. Eftir það er hryggurinn smurður með appelsínu-sinnep-gljáa sem gott er að hræra saman kvöldið áður.
Eftir um helming eldunartímans er ananasinn lagður ofan á hrygginn í þunnum sneiðum. Ekki er ráðlagt að hækka hitann í botn því þá brennur hryggurinn og ananasinn. Best er að setja hann örstutt undir grillið fyrir framreiðslu.

Peru-, osta- og engiferfylltur kalkúnn með salvíu og íslensku smjöri

Hráefni
Fyrir 6-8
1 stk. kalkúnn eða kalkúnabringa
150 g smjör
salt og pipar
ferskar kryddjurtir eftir því hvað er til hverju sinni

Fylling
2 saxaðir skarlottulaukar
2 rif saxaður hvítlaukur
1 hnúður saxað engifer
½ poki söxuð þurrkuð epli
1 stk. hvítmygluostur, t.d. Dímon
1 kassi brauðteningar (tilbúnir í pakka eða ferskir)
3 stk. saxaðar perur
5 lauf söxuð salvía

Aðferð
Fyllingunni er allri blandað saman og hnoðuð til með höndunum (í hanska) gott að láta standa yfir nótt í kæli.

Skerið smjörið í báta og frystið. Gerið göt á bringur og læri. Stingið frosnu smjöri, hvítlauk og salvíu í götin, troðið fylllingu inn í kalkúninn bæði að aftan og í hálsinn.

Kryddið með salti og pipar. Penslið með bræddu smjöri út allan eldunartímann, sem fer eftir stærð. Best er að byrja á 150° C í 1 klst. og svo lækka niður í 120° C þar til lærin eru fullelduð og hafa náð 65–70° C í miðju, þá er kalkúnninn látinn standa í 10 mín. fyrir skurð.

Það er líka hægt að brúna bringu á pönnu í vel af smjöri og ausa yfir. Þegar bringan er hálfelduð er hún sett í ofnfast fat ofan á fyllinguna sem búið er að setja í botninn á fatinu. Þegar þessi aðferð er notuð skal passa að brenna ekki fyllinguna og elda bringuna á vægum hita við um 120° C þar til hún er tilbúin.

Ris a la mande með hvítu súkkulaði og smjörristuðum möndlum

Sumir tala um að það séu ekki jólin nema „ris a la mande“ sé á jólaborðum. Hér er auðveld uppskrift sem er búið að setja í sparifötin með því að smjörrista möndlurnar og bæta hvítu súkkulaði í grautinn.


Hráefni
Fyrir 6-8
700 ml mjólk
100 g hrísgrjón
10 g kalt smjör
1 stk. vanillustöng
100 g hvítt súkkulaði
250 g rjómi
50–100 g flórsykur
Eftir smekk: Smjörristaðar möndlur
Kirsuberjasósa til skrauts og bragðauka


Aðferð
Penslið pottinn með smjöri svo mjólkin brenni ekki við. Leyfið suðunni að koma upp á mjólkinni og bætið í hrísgrjónum.
Hrísgjónin eru soðin með vanillustöng í 30–40 mínútur eða þar til þau eru mjúk undir tönn, hrærið hvítu súkkulaði saman við og kælið.
Rjóminn er þeyttur og flórsykri blandað út í hann. Rétt fyrir framreiðslu er þeyttum rjóma og ristuðum möndlum bætt í ásamt kirsuberjasultu. 

3 myndir:

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...