Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hanomag – fyrsti traktorinn í Hnífsdal
Skoðun 17. mars 2015

Hanomag – fyrsti traktorinn í Hnífsdal

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þýski vélaframleiðandinn Hannoversche Maschinen­bau AG eða Hanomag hóf framleiðslu á gufuvélum fyrir járnbrautarlestir og skip árið 1835. Sjötíu árum síðar setti fyrirtækið á markað trukka og herbíla og 1912 steig fyrirtækið fyrsta skrefið í átt til landbúnaðar og hóf framleiðslu á vélknúnum plógi og tæki til að taka upp rófur í Þýskalandi.

Gufuvéla- og lestarvagnar Hanomag þóttu góð smíð og voru nánast einráðar á markaði víða í Evrópu fyrstu tvo áratugi 20. aldar.

Einn af fyrstu dísiltraktorunum

Fyrsta dráttarvélin frá Hanomag kom á markað skömmu eftir heimsstyrjöldina fyrri, 25 hestafla bensínvél sem var fáanleg bæði á hjólum og beltum. Vélinni var fljótlega skipt út fyrir 40 hestafla dísilvél og var Hanomag einn af fyrstu framleiðendunum til að knýja dráttarvélar með díselolíu. Vélarnar voru traustar og biluðu sjaldan og framleiðsla þeirra hélst nánast óbreytt í 35 ár.

Fyrirtækið var lengi leiðandi í framleiðslu á gírkössum og frá árinu 1942 bauð Hanomag traktora með fimmskiptum gírkassa.

Litlir og stórir traktorar

Á sjötta áratug síðustu aldar setti fyrirtækið á markað nýja línu hjóladráttarvéla, 19 til 55 hestöfl og 90 hestafla beltavél. Fram að þessu höfðu allar dráttarvélar frá Hanomag verið fjögurra strokka en auk fyrrnefndra véla prófaði fyrirtækið sig áfram með minni 12 hestafla traktor með tveggja strokka vél.

Rekstur fyrirtækis­ins gekk vel og árið 1954 hafði það selt eitt hundrað þúsund dráttarvélar um allan heim.

Yfirtökur og eigendaskipti

Þrátt fyrir gott gengi tók Rheinstal samsteypan Hanomag yfir árið 1961. Árið 1967 kom á markað nýgerð Hanomag-dráttarvél, að þessu sinni voru vélarnar fjórhjóladrifnar og með háu og lágu drifi. 250 þúsund slíkar vélar voru framleiddar en seldust illa og var framleiðslu þeirra hætt árið 1971. Hanomag hefur verið hluti að Komastu-samsteypunni frá 1989.

Hanomag á Íslandi

Á vef Fornvélafélags Íslands er að finna skemmtilega sögu um fyrstu dráttarvélina sem kom í Hnífsdal og var af gerðinni Hanomag og árgerð 1958.

„Vélin var að ýmsu leyti merkilegur gripur, t.d. var hún með sérstöku vökvakerfi. Þannig var vökvatjakkur notaður til að lyfta beislinu að aftan, en ekki innbyggður gírbúnaður. Með henni fylgdu ámoksturstæki með malarskóflu, sömuleiðis vökvaknúin, heykvísl og sláttugreiða. Þá var byggingarlag hennar frábrugðið öðrum að því leyti að hún var byggð á grind. Vél og gírkassi voru skrúfuð í grindina, gírkassinn var 2 x 3ja gíra og vélin var eins strokks tvígengis-dísilvél, átján hestöfl, byggð með skolloftsblásara og öðrum þeim búnaði sem tilheyrði þess háttar vélargerð.
Allmargir Hnífsdælingar stunduðu smábúskap meðfram fullri vinnu, og um árabil sló þessi Hanomag dráttarvél allt sem slá þurfti og véltækt var í dalnum, Vélin olli því sannkallaðri byltingu í búskaparháttum í dalnum, létti störf og stytti verktíma.“

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...