Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Grímsstaðir
Bóndinn 21. október 2021

Grímsstaðir

Sama ættin hefur búið á Gríms­stöðum síðan árið 1871 þegar Hannes Guðmundsson og kona hans, Kristín Magnúsdóttir, kaupa jörðina. Núverandi ábúendur, Jóhanna Sjöfn og Hörður, tóku yfir 2017 og eru þau fimmti ættliður sem býr á Grímsstöðum.

Býli: Grímsstaðir.

Staðsett í sveit: Reykholtsdal í Borgarfirði.

Ábúendur: Jóhanna Sjöfn Guðmunds­­dóttir og Hörður Guðmunds­son. Einnig búa hér foreldrar Jóhönnu, Guðmundur Kristinsson og Jóhanna Steinunn Garðars­dóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Á Grímsstöðum búa Hörður, Jóhanna, Elías Andri (en hann er í námi í Reykjavík), Tómas Orri og Adda Karen. Hjá okkur eru líka hundurinn Kátur og kötturinn Krummi. Sigrún Harpa og Birgir Örn, börn Harðar, búa í Grindavík. 

Gerð bús? Kindur og allnokkrir hestar og merar og Guðmundur og Steinunn eiga nokkrar hænur.

Fjöldi búfjár og tegundir? Við búum með 370 kindur og svo eigum við um 50 blóðmerar sem gefa af sér væn folöld.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hörður er alltaf fyrstur á fætur og er farinn í vinnu sem smiður áður en aðrir vakna. Húsmóðirin sér svo um að koma krökkum í skólabílinn áður en hún sjálf fer í vinnu í Hönnubúð sem hún rekur. Eða að hún fer í vinnu í kjötvinnslunni okka, Grímsstaðaket, sem við byggðum hér á bænum árið 2020. Á veturna sér pabbi um að gefa fyrir okkur í fjárhúsunum og hrossum, ásamt því að ganga í öll störf sem til falla á bænum með Herði.

Krakkarnir koma svo heim úr skóla og íþróttum og ganga sjálfala þar til við foreldrarnir komum heim úr vinnu um klukkan 17. Þá tekur við þetta venjulega, þvo og elda mat og Hörður hefur undanfarið nýtt allar stundir eftir vinnu í að klára sláturhúsið.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður er alltaf skemmtilegur, sérstaklega þegar vel gengur. Leiðinlegast er að smala rollum sem ekki vilja heim. 

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við sjáum búskapinn fyrir okkur í svipaðri mynd og hann er í dag. Ekki stærri en ekki mikið minni heldur.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Okkar skoðun er að helstu tækifæri felist í að fullvinna eigin framleiðslu.

Árið 2020 byggðum við kjötvinnslu og nú í ár bætum við sláturhúsi við.

Með tilkomu Kjötvinnslunnar Grímsstaðaket og nú sláturhússins, þá sjáum við fyrir okkur að við munum geta unnið meira heima á búinu og minnkað við okkur vinnu utan búsins. Það er mikill virðisauki fyrir okkur að hafa fengið tækifæri til að byggja upp þessa starfsemi sem gefur okkur ótal möguleika og ekki er leiðinlegt heldur að geta boðið neytendum upp á gæða kjötafurðir beint frá bónda.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur og smjör.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Folaldasteik, hrossalund og lambakjöt, erfitt að velja. 

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við fengum leyfi fyrir kjötvinnslunni okkar í fyrra, 22. september.

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...