Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Greinargerð um kvótaviðskipti - veffundur á miðvikudag
Mynd / TB
Fréttir 18. desember 2018

Greinargerð um kvótaviðskipti - veffundur á miðvikudag

Höfundur: Ritstjórn

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) hefur skilað greinargerð sinni um sölu og kaup á greiðslumarki mjólkur sem unnin var fyrir Bændasamtök Íslands og Landssamband kúabænda. Höfundar skýrslunnar eru fjórir, þau Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, Helga Einarsdóttir, Hjalti Jóhannesson og Vífill Karlsson.

Kynning á Netinu miðvikudaginn 19. des. kl. 13.00 - leiðbeiningar um innskráningu

Miðvikudaginn 19. desember kl.13:00 munu höfundar greinargerðarinnar kynna vinnuna á veffundi sem er öllum aðgengilegur. Áhorferndur fá tækifæri til að spyrja út í vinnuna og niðurstöður á fundinum.

Hægt er að fylgjast með kynningunni með því að skrá sig inn hér. Opnað er fyrir innskráningar kl. 12:45 og hefst kynningin kl. 13:00. Hægt er að senda inn skriflegar spurningar með því að smella á hnappinn „chat” fyrir miðju neðst á síðunni. Spurningarnar birtast einungis þeim sem fara með kynninguna og munu þau svara þeim í þeirri röð sem þær berast.

Athugið að einungis er pláss fyrir 100 tengingar á meðan kynningunni stendur. Fari fjöldinn yfir það berst viðkomandi tilkynning um að ekki sé hægt að tengjast fundinum. Upptaka verður gerð aðgengileg á vefnum eins fljótt og hægt er í framhaldi fundar.

Horft til miðlægs kvótamarkaðar

Verkefni RHA fólst í því að skoða mögulegar útfærslur á viðskiptum með greiðslumark og gera grein fyrir líklegum kostum og göllum hverrar leiðar fyrir sig. Bæði er átt við kosti og galla út frá hagfræðilegu og samfélagslegu sjónarhorni. Í greinargerðinni eru reifaðir helstu kostir og gallar fyrrverandi kerfa og þau áhrif sem leiðirnar hafa haft í för með sér á fjölda og stærð býla, mannfjöldaþróun, verðlag á greiðslumarki o.fl. Í greinargerðinni er litið yfir þau viðskiptaform sem hafa verið með kvóta hérlendis, sem og hvernig þessum málum er háttað í ESB, Svíþjóð, Noregi og Nýfundnalandi og Labrador (Kanada).

Tillaga RHA gerir ráð fyrir kvótamarkaði líkt og þeim sem var starfræktur frá 2010-2016. Hins vegar er gert ráð fyrir ákveðnu þaki á greiðslumarki til hvers og eins. Einnig eru skoðaðar þrjár nánari útfærslur; a) kvótamarkaður með þaki og svæðisskiptingu, b) kvótamarkaður með þaki, svæðisskiptingu og kröfum um eignarhald og c) tvö aðskilin kerfi; stór- og fjölskyldubú.

Greinargerðin er aðgengileg hér í heild sinni:

Greiðslumark mjólkur - Tillögur og leiðir vegna sölu og kaupa

Skylt efni: kúabúskapur | greiðslumark | LK |

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...