Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Greinargerð um kvótaviðskipti - veffundur á miðvikudag
Mynd / TB
Fréttir 18. desember 2018

Greinargerð um kvótaviðskipti - veffundur á miðvikudag

Höfundur: Ritstjórn

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) hefur skilað greinargerð sinni um sölu og kaup á greiðslumarki mjólkur sem unnin var fyrir Bændasamtök Íslands og Landssamband kúabænda. Höfundar skýrslunnar eru fjórir, þau Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, Helga Einarsdóttir, Hjalti Jóhannesson og Vífill Karlsson.

Kynning á Netinu miðvikudaginn 19. des. kl. 13.00 - leiðbeiningar um innskráningu

Miðvikudaginn 19. desember kl.13:00 munu höfundar greinargerðarinnar kynna vinnuna á veffundi sem er öllum aðgengilegur. Áhorferndur fá tækifæri til að spyrja út í vinnuna og niðurstöður á fundinum.

Hægt er að fylgjast með kynningunni með því að skrá sig inn hér. Opnað er fyrir innskráningar kl. 12:45 og hefst kynningin kl. 13:00. Hægt er að senda inn skriflegar spurningar með því að smella á hnappinn „chat” fyrir miðju neðst á síðunni. Spurningarnar birtast einungis þeim sem fara með kynninguna og munu þau svara þeim í þeirri röð sem þær berast.

Athugið að einungis er pláss fyrir 100 tengingar á meðan kynningunni stendur. Fari fjöldinn yfir það berst viðkomandi tilkynning um að ekki sé hægt að tengjast fundinum. Upptaka verður gerð aðgengileg á vefnum eins fljótt og hægt er í framhaldi fundar.

Horft til miðlægs kvótamarkaðar

Verkefni RHA fólst í því að skoða mögulegar útfærslur á viðskiptum með greiðslumark og gera grein fyrir líklegum kostum og göllum hverrar leiðar fyrir sig. Bæði er átt við kosti og galla út frá hagfræðilegu og samfélagslegu sjónarhorni. Í greinargerðinni eru reifaðir helstu kostir og gallar fyrrverandi kerfa og þau áhrif sem leiðirnar hafa haft í för með sér á fjölda og stærð býla, mannfjöldaþróun, verðlag á greiðslumarki o.fl. Í greinargerðinni er litið yfir þau viðskiptaform sem hafa verið með kvóta hérlendis, sem og hvernig þessum málum er háttað í ESB, Svíþjóð, Noregi og Nýfundnalandi og Labrador (Kanada).

Tillaga RHA gerir ráð fyrir kvótamarkaði líkt og þeim sem var starfræktur frá 2010-2016. Hins vegar er gert ráð fyrir ákveðnu þaki á greiðslumarki til hvers og eins. Einnig eru skoðaðar þrjár nánari útfærslur; a) kvótamarkaður með þaki og svæðisskiptingu, b) kvótamarkaður með þaki, svæðisskiptingu og kröfum um eignarhald og c) tvö aðskilin kerfi; stór- og fjölskyldubú.

Greinargerðin er aðgengileg hér í heild sinni:

Greiðslumark mjólkur - Tillögur og leiðir vegna sölu og kaupa

Skylt efni: kúabúskapur | greiðslumark | LK |

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...