Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Greinargerð um kvótaviðskipti - veffundur á miðvikudag
Mynd / TB
Fréttir 18. desember 2018

Greinargerð um kvótaviðskipti - veffundur á miðvikudag

Höfundur: Ritstjórn

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) hefur skilað greinargerð sinni um sölu og kaup á greiðslumarki mjólkur sem unnin var fyrir Bændasamtök Íslands og Landssamband kúabænda. Höfundar skýrslunnar eru fjórir, þau Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, Helga Einarsdóttir, Hjalti Jóhannesson og Vífill Karlsson.

Kynning á Netinu miðvikudaginn 19. des. kl. 13.00 - leiðbeiningar um innskráningu

Miðvikudaginn 19. desember kl.13:00 munu höfundar greinargerðarinnar kynna vinnuna á veffundi sem er öllum aðgengilegur. Áhorferndur fá tækifæri til að spyrja út í vinnuna og niðurstöður á fundinum.

Hægt er að fylgjast með kynningunni með því að skrá sig inn hér. Opnað er fyrir innskráningar kl. 12:45 og hefst kynningin kl. 13:00. Hægt er að senda inn skriflegar spurningar með því að smella á hnappinn „chat” fyrir miðju neðst á síðunni. Spurningarnar birtast einungis þeim sem fara með kynninguna og munu þau svara þeim í þeirri röð sem þær berast.

Athugið að einungis er pláss fyrir 100 tengingar á meðan kynningunni stendur. Fari fjöldinn yfir það berst viðkomandi tilkynning um að ekki sé hægt að tengjast fundinum. Upptaka verður gerð aðgengileg á vefnum eins fljótt og hægt er í framhaldi fundar.

Horft til miðlægs kvótamarkaðar

Verkefni RHA fólst í því að skoða mögulegar útfærslur á viðskiptum með greiðslumark og gera grein fyrir líklegum kostum og göllum hverrar leiðar fyrir sig. Bæði er átt við kosti og galla út frá hagfræðilegu og samfélagslegu sjónarhorni. Í greinargerðinni eru reifaðir helstu kostir og gallar fyrrverandi kerfa og þau áhrif sem leiðirnar hafa haft í för með sér á fjölda og stærð býla, mannfjöldaþróun, verðlag á greiðslumarki o.fl. Í greinargerðinni er litið yfir þau viðskiptaform sem hafa verið með kvóta hérlendis, sem og hvernig þessum málum er háttað í ESB, Svíþjóð, Noregi og Nýfundnalandi og Labrador (Kanada).

Tillaga RHA gerir ráð fyrir kvótamarkaði líkt og þeim sem var starfræktur frá 2010-2016. Hins vegar er gert ráð fyrir ákveðnu þaki á greiðslumarki til hvers og eins. Einnig eru skoðaðar þrjár nánari útfærslur; a) kvótamarkaður með þaki og svæðisskiptingu, b) kvótamarkaður með þaki, svæðisskiptingu og kröfum um eignarhald og c) tvö aðskilin kerfi; stór- og fjölskyldubú.

Greinargerðin er aðgengileg hér í heild sinni:

Greiðslumark mjólkur - Tillögur og leiðir vegna sölu og kaupa

Skylt efni: kúabúskapur | greiðslumark | LK |

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...