Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, Vidar Helgesen, Hákon krónprins, norski sendiherrann Tone Allers og forstjóri Sahara Forest Project, Joakim Hauge, smakka á fyrstu agúrkuuppskerunni í nýju gróðurhúsunum í eyðimörkinni í Jórdaníu.
Loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, Vidar Helgesen, Hákon krónprins, norski sendiherrann Tone Allers og forstjóri Sahara Forest Project, Joakim Hauge, smakka á fyrstu agúrkuuppskerunni í nýju gróðurhúsunum í eyðimörkinni í Jórdaníu.
Mynd / Anders Nybø og Sahara Forest Project
Fræðsluhornið 10. október 2017

Grænt og vænt í eyðimörkinni

Höfundur: ehg / Det norske kongehuset
Í jórdönsku eyðimörkinni eru nú gróðurhús á stærð við fjóra fótboltavelli sem fyrirtækið Sahara Forest Project stýrir. Þar áætla þeir að framleiða um 10 þúsund lítra af ferskvatni á hverjum degi og uppskera um 130 þúsund kíló af grænmeti á ári. 
 
Verkefnið, sem Sahara Forest Project, stýrir byrjaði sem tilraunaverkefni í Katar árið 2012. Hér er grunnhugsunin einföld: Taktu eitthvað sem er meira en nóg af eins og eyðimörk og saltvatn og notaðu það til að framleiða eitthvað sem er not fyrir, eins og orku, mat og ferskvatn. Hin stóru gróðurhús í eyðimörkinni og reksturinn í kringum þau eru drifin áfram af sólarorku og flutningur á saltvatni inn í eyðimörkina er grundvöllur til þess að starfrækja verkefnið. 
 
Hér má sjá inn í eitt af gróðurhúsunum og lítur vel út í eyðimörkinni.
 
Saltvatnið lykillinn að framleiðslunni
 
Saltvatnið er notað til að nýta sólarorkuna á sem árangursríkastan hátt. Það er notað til að kæla niður gróðurhúsin á þeim tímum sem er mjög hátt hitastig utandyra og þá þarf að vökva helmingi minna. Saltvatnið nýtist einnig til að framleiða ferskvatn fyrir vökvunarkerfin og til drykkjarvatns og saltið sem verður eftir er útbúið til notkunar. Fyrir utan gróðurhúsin er ræktaður matur og fóður með hjálp af sömu tækni fyrir niðurkælingu og áveitur. 
 
Reynsluverkefnið í Katar leiddi af sér góðar niðurstöður með góðri uppskeru, umframorku og salt sem hægt var að selja. Markmiðið er að koma á fót fleiri sambærilegum verkefnum á öðrum þurrum svæðum sem eru ekki nýtt í dag og gera eyðimörkina græna að nýju. Það er meðal annars gert með nýja verkefninu í Jórdaníu. 
 
Svæðið í heild er á við fjóra knattspyrnuvelli að stærð. 
 
Landgræðsla og uppgufunarstöð
 
Aðalskrifstofur Sahara Forest Project eru í Noregi en utanríkisráðuneytið þar í landi, loftslags- og umhverfisráðuneytið og Yara styrkja verkefnið ásamt fleiri erlendum fjárfestum. 
 
Þegar verkefnið var vígt kom Hákon krónpins Noregs á staðinn ásamt konungnum af Jórdaníu, Abdullah II.
 
„Það er mjög áhrifamikið að sjá að þeir ná að framleiða bæði mat, drykkjarvatn og orku í þessu eyðimerkurlandslagi. Þetta er svæði sem áður var ekki nýtt til neins. Ef maður hugsar um áhrif verkefnisins þá getur það verið innlegg í baráttunni við loftslagsbreytingarnar, það getur búið til græna vinnustaði og leyst mikilvægar áskoranir fyrir komandi kynslóðir,“ sagði Hákon krónprins við opnunina. 
 
Reksturinn, sem var opnaður í Aqaba í byrjun september, samanstendur af tveimur gróðurhúsum sem geta niðurkælt saltvatn, þar eru landgræðslusvæði í kring og uppgufunarstöð fyrir salt. Í verkefninu verða framleiddir 10 þúsund lítrar af ferskvatni á hverjum degi með notkun á sólarorku og áætlað er að hægt verði að framleiða um 130 þúsund kíló af grænmeti árlega. Einnig verður rannsóknarsetur á svæðinu fyrir frekari þróun á umhverfistækni. 
 
 

Skylt efni: ferskvatn | grænmeti | eyðimörk

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...