Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Systkinin í Árholti, þau Guðrún Gunnarsdóttir (Gurra) og Jón Gunnarsson. Með þeim á myndinni eru Jóhanna Heiður Kristjánsdóttir og Sævar Örn Guðmundsson. /Atli Vigfússon
Systkinin í Árholti, þau Guðrún Gunnarsdóttir (Gurra) og Jón Gunnarsson. Með þeim á myndinni eru Jóhanna Heiður Kristjánsdóttir og Sævar Örn Guðmundsson. /Atli Vigfússon
Líf og starf 20. mars 2014

Glæsileg fjárhús vígð í Árholti á Tjörnesi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Það var mikið um dýrðir í Árholti á Tjörnesi laugardaginn 8. mars þegar Jón Gunnarsson bóndi bauð fólki að skoða glæsileg ný fjárhús sem hafa verið í byggingu síðan í haust og eru nú tilbúin til notkunar. Um er að ræða allt að 400 kinda hús með gjafagrindum og var ekki annað að sjá en að ærnar kynnu mjög vel við sig á nýja staðnum.

Jón bóndi hefur staðið í framkvæmdunum, en með hjálp vina og vandamanna hefur gengið mjög vel undanfarið að ganga frá húsinu að innan. Hann er að vonum mjög ánægður með þessa byggingu, sem gjörbreytir allri vinnuaðstöðu í Árholti og veitir honum möguleika á því að fjölga fénu. Mun hann þó áfram nýta eldri fjárhúsin og því er plássið orðið mikið sem hann hefur fyrir bústofninn.

Mjög margt fólk kom í Árholt í tilefni dagsins og voru systur Jóns með veitingar þ.e. heita súpu með ýmsu góðgæti og konfekt sem fólk kunni vel að meta. 

6 myndir:

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...