Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Systkinin í Árholti, þau Guðrún Gunnarsdóttir (Gurra) og Jón Gunnarsson. Með þeim á myndinni eru Jóhanna Heiður Kristjánsdóttir og Sævar Örn Guðmundsson. /Atli Vigfússon
Systkinin í Árholti, þau Guðrún Gunnarsdóttir (Gurra) og Jón Gunnarsson. Með þeim á myndinni eru Jóhanna Heiður Kristjánsdóttir og Sævar Örn Guðmundsson. /Atli Vigfússon
Líf og starf 20. mars 2014

Glæsileg fjárhús vígð í Árholti á Tjörnesi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Það var mikið um dýrðir í Árholti á Tjörnesi laugardaginn 8. mars þegar Jón Gunnarsson bóndi bauð fólki að skoða glæsileg ný fjárhús sem hafa verið í byggingu síðan í haust og eru nú tilbúin til notkunar. Um er að ræða allt að 400 kinda hús með gjafagrindum og var ekki annað að sjá en að ærnar kynnu mjög vel við sig á nýja staðnum.

Jón bóndi hefur staðið í framkvæmdunum, en með hjálp vina og vandamanna hefur gengið mjög vel undanfarið að ganga frá húsinu að innan. Hann er að vonum mjög ánægður með þessa byggingu, sem gjörbreytir allri vinnuaðstöðu í Árholti og veitir honum möguleika á því að fjölga fénu. Mun hann þó áfram nýta eldri fjárhúsin og því er plássið orðið mikið sem hann hefur fyrir bústofninn.

Mjög margt fólk kom í Árholt í tilefni dagsins og voru systur Jóns með veitingar þ.e. heita súpu með ýmsu góðgæti og konfekt sem fólk kunni vel að meta. 

6 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...