Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Geimseyra
Á faglegum nótum 28. desember 2017

Geimseyra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Himingeimurinn, stjörnurnar, fjarlægðin, vísindaskáldsögur, garðyrkja í geimnum og möguleikar á könnun geimsins hafa vakið áhuga minn allt frá því ég var barn og horfði á lendinguna á tunglinu í svarthvítu sjónvarpi í Árnanesi í Nesjum.

Mér er minnisstætt þegar ég gekk úti á hlaði með ömmu minni, fædd 1882, og hún leit til himins og sagði: „Villi minn, hugsa sér að ég er fædd í torfkofa og núna eru menn á tunglinu.“

Frá því að menn fóru að skjóta tólum og tækjum út í geiminn hefur smám saman verið að safnast saman alls konar tæknidót á sporbaug um jörðina. Geimrusl sem annað slagið, ef heppni er með okkur, brennur upp þegar það fer í gegnum gufuhvolfið.

Mönnuðum geimförum fylgir óhjákvæmilega annars konar úrgangur. Lífrænn úrgangur sem til skamms tíma hefur verið sturtað óhindrað út í geiminn þar sem hann þótti of þungur til að flytja aftur til jarðarinnar.

Samkvæmt NASA skilar geimfari sem er í geimstöð í ár af sér um 80 kílóum af saur. Þvag er endurunnið og notað sem drykkjarvatn. Í dag er saurinn þurrkaður og fluttur aftur til jarðarinnar með geimskutlunni.

Þrátt fyrir að hluti saursins sem losað var út í geiminn hafi brunnið upp í gufuhvolfinu og hafi stundum frá jörðu litið út eins og stjörnuhrap eða óskastjarna festist hluti hans á sporbaug um jörðina. Og er nú svo komið að þunnt saurlag, sem við skulum velsæmis vegna kalla seyrulag, umliggur jörðina í sporbaugshæð úti í geimnum.

Rithöfundurinn Sir Arthur C. Clarke, sem þekktastur er fyrir bækurnar 2001: A Space Odyssey, sem Stanley Kubrick gerði samnefnda bíómynd eftir, Rendezvous with Rama og Childhood’s End. Margar af sögum Clarke fjölluðu um geimferðir en hann birti einnig fjölda greina um möguleika geimferða og tækni henni tengdri.

Ein þessara greina nefndist Toilets of the Gods og fjallaði um það áhugaverða efni, losun lífræns úrgangs í geimnum. Í greininni segir Clarke að eftir nokkur ár af mönnuðum geimferðum hafi vísindamenn farið að rannsaka geimrusl með því að hirða hluta af því og flytja til jarðar. Það sem kom þeim á óvart var að hlutirnir sem fluttir voru til jarðar eftir að hafa hringsólað umhverfis hana í nokkur ár voru að stórum hluta þaktir þunnu lagi af seyru eða saur sem hefur verið sturtað úr mönnuðum geimförum.

Í framhaldi af þessu fabúlerar Clarke um það hvort lífið á jörðinni gæti hafa kviknað út frá saur sem vitsmunaverur frá öðrum plánetum hafi losað út á ferðum sínum um geiminn. Lífrænt efni úr saurnum hefur svo borist til jarðarinnar og fyrir tóma tilviljun eða handleiðslu guðanna á tíma sem var lífinu hagkvæmt.

Til að tilgátan gangi upp verður að gera ráð fyrir að líf hafi kviknað áður í óravíddum geimsins og þeim milljónum pláneta sem þar eru og þar hafi þróast vitsmunaverur sem hafi lagt í geimferðir. Tilgátan gerir semsagt ráð fyrir að lífið á jörðinni sé ekki sjálfsprottið heldur aðkomið með geimverusaur úr óravíddum geimsins.

Sé þetta rétt þurfum við að endurskoða sköpunarsöguna verulega, hvort sem hún byggist á vísindum eða trú. Líklega erum við eftir allt saman bara seyra úr geimnum.

Gleðilegt nýtt ár.

 

Skylt efni: Geimseyra | rannsóknir

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...