Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Kjötvinnsla. Atvinnuvegaráðherra hefur boðað niðurfellingu á undanþáguheimild sláturhúsa og kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum til samstarfs og sameiningar.
Kjötvinnsla. Atvinnuvegaráðherra hefur boðað niðurfellingu á undanþáguheimild sláturhúsa og kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum til samstarfs og sameiningar.
Mynd / smh
Fréttir 20. febrúar 2025

Frumvarp vekur furðu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Frumvarp sem ætlað er að vinda ofan af breytingum sem gerðar voru á búvörulögum í fyrra mun ekki fara í samráðsferli. Ráðherra telur afturköllun undanþáguheimildar ekki hafa áhrif á ríkissjóð.

Á þriðjudag lagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum. Með því er lagt til að felldar verði á brott þær umdeildu breytingar sem gerðar voru á lögunum í fyrra. Þær fólu í sér undanþáguheimild sláturhúsa og kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum til samstarfs og sameiningar.

Í greinargerð með frumvarpinu er forsaga málsins rakin frá ferli þess inn á þingi, athugasemda Samkeppniseftirlitsins og annarra aðila eftir lagasetninguna til dóms sem kveðinn var upp í nóvember sl. Þar var undanþágan dæmd ólögmæt vegna formsatriða, á þeim rökum að frumvarpið hafi ekki fengið rétta þinglega meðferð á Alþingi.

Hinu nýja frumvarpi nú er ætlað að vinda ofan af breytingunum. „Með frumvarpinu er brugðist við þeirri stöðu sem upp er komin og þeim ábendingum sem ráðuneytinu hafa borist í kjölfar þess að Alþingi samþykkti lög nr. 30/2024,“ segir í greinargerðinni.

Fer ekki í samráðsferli

Frumvarpið mun ekki fara í gegnum samráðsgátt stjórnvalda og því gefst hagaðilum og almenningi ekki kostur á að senda inn umsagnir um fyrirhugaðar breytingar.

Samkvæmt samþykkt ríkisstjórnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og þings ályktunartillagna gilda þær reglur að almenningi og hagsmunaaðilum skulu kynnt áform í opnu samráði og kostur gefinn á umsögnum og ábendingum. Þetta eigi þó ekki við ef sérstök rök mæla gegn því.

Boðar nýtt frumvarp

Þar stendur jafnframt að í undirbúningi sé nýtt frumvarp.

„Samhliða því stendur yfir vinna við nýtt lagafrumvarp sem miðar að því að tryggja að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en gengur og gerist í nágrannalöndum, líkt og markmið var með frumvarpi matvæla ráðherra frá 14. nóvember 2023 og í samræmi við landbúnaðarstefnu til ársins 2040,“ segir í greinargerðinni.

Við þá vinnu verði teknar til skoðunar athugasemdir sem borist höfðu atvinnuveganefnd við vinnslu fyrra frumvarps.

Telur að breytingin kalli ekki á útgjöld ríkissjóðs

Atvinnuvegaráðherra telur að ef frumvarpið verði óbreytt að lögum muni það ekki kalla á aukin útgjöld ríkissjóðs, en í greinargerð er tiltekið að ráðuneytið búi ekki að upplýsingum um heildaráhrif þeirra laga sem samþykkt voru í fyrra.

„Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins hafa félög ráðist í aðgerðir á grundvelli laganna og m.a. var samruni sláturfélaga á Norðurlandi fyrirhugaður,“ segir í greinargerðinni en þar er vísað í kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska.

Í áhrifakafla greinargerðar ráðherra er einnig tilgreint að áhrif þeirra breytinga sem lagðar eru til með frumvarpinu hafi lítil sem engin áhrif á stöðu kynjanna.

Aftur á byrjunarreit

Niðurfelling undanþáguheimildarinnar skapar óvissu meðal bænda að mati Trausta Hjálmarssonar, formanns Bændasamtaka Íslands.

„Það vekur furðu að ríkisvaldið ákveði að fara þessa leið þegar megintilgangur þess lagaákvæðis sem er fyrirhugað að fella úr gildi hafi verið að skila sér í bæði hærra afurðaverði til bænda og betra verði til neytenda,“ segir hann.

Hagræðing sem átti að skapast vegna fyrri laga hefði komið fram í haust en er nú fyrir bí. „Þess utan, ólíkt því sem segir í umræddu frumvarpi ráðherra um niðurfellingu, þá ætti hagræðingin af þeim lögum sem fyrirhugað er að fella úr gildi ekki að koma í ljós fyrr en við næstu sláturtíð, það er haustið 2025. Slíkt lá í augum uppi frá upphafi. Með þessu frumvarpi ráðherra lendum við bændur enn á ný á byrjunarreit og algjör óvissa um hvaða tæki ný ríkisstjórn ætlar að færa okkur til hagræðingar í rekstri fyrirtækja í okkar eigu,“ segir Trausti.

Skylt efni: búvörulög

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.