Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tatyana Zhdanok, fulltrúi Lett­lands á Evrópuþinginu, er rússnesk að uppruna. Hún flutti ræðu sem fór fyrir brjóstið á stjórnendum þingsins. Setti hún ofan í við þingfulltrúa fyrir að nota slagorð úkraínskra þjóðernissinna  til að lýsa yfri stuðningi við þarlend stjórnvöld. Tengdi hún slagorðin við þekktan úkraínskan þjóðernissinna og samverkamann þýskra nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Hún gagnrýndi einnig málflutning um það sem væri að gerast í í Donbass héraði í austurhluta landsins. Þetta þótti stjórnendum þingsins greinilega ekki boðlegt og var fulltrúi Lettlands því  rekinn úr ræðustól.
Tatyana Zhdanok, fulltrúi Lett­lands á Evrópuþinginu, er rússnesk að uppruna. Hún flutti ræðu sem fór fyrir brjóstið á stjórnendum þingsins. Setti hún ofan í við þingfulltrúa fyrir að nota slagorð úkraínskra þjóðernissinna til að lýsa yfri stuðningi við þarlend stjórnvöld. Tengdi hún slagorðin við þekktan úkraínskan þjóðernissinna og samverkamann þýskra nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Hún gagnrýndi einnig málflutning um það sem væri að gerast í í Donbass héraði í austurhluta landsins. Þetta þótti stjórnendum þingsins greinilega ekki boðlegt og var fulltrúi Lettlands því rekinn úr ræðustól.
Mynd / Skjáskot af útsendingu frá Evrópuþinginu
Fréttaskýring 2. mars 2022

Þingmaður Lettlands á Evrópuþinginu rekinn með valdi úr ræðustól í umræðum um Úkraínu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Evrópuþingið ræddi samskipti ESB við Rússland á fundi sínum þann 16. febrúar síðastliðinn. Eins og við var að búast var eitt helsta umræðuefnið í umræðunni helgað hernaðarógn Rússa við Úkraínu. Ekki virðast þó allar skoðanir eiga upp á pallborðið hjá Evrópuþinginu er þetta mál varðar og var einn þingfulltrúi rekinn úr ræðustól fyrir mál­flutning sem þótti óþægilegur.

Flestir Evrópuþingmenn höfðu í umræðunum sýnt samhug sinn með Úkraínu. Lögðu menn þar áherslu á þann samhug og sumir þeirra hrópuðu slagorðin; – „Dýrð sé Úkraínu!“

Tatyana Zhdanok, fulltrúi Lett­lands á þinginu, flutti í kjölfar þessarar uppákomu ræðu sem kom þingheimi óþægilega á óvart og olli nokkru uppnámi. Zhdanok lýsti þá úr ræðustól yfir hneykslun sinni á því að leyfilegt væri að kveða upp slagorð nasistasamstarfsmannsins Stepan Bandera úr ræðustóli Evrópuþingsins. Hún efaðist einnig um umræðuefnið – hernaðarógn Rússa við Úkraínu – enda væru úkraínskir stjórnmálamenn jafnvel farnir að afneita þessari ógn og gera lítið úr henni.

Starfsmaður Evrópuþingsins mætt­ur á svæðið til að leiða fulltrúa Lett­lands á brott úr ræðustól.
Maðurinn sem fólk vill ekki láta bendla sig við

Stepan Andriyovych Bandera, sem Zhdanok vitnaði til á Evrópu­þinginu, var úkraínskur stjórnmála­maður sem fæddist í Galisíu, austurríska hluta Ungverjalands, árið 1909. Kannski ekki skrítið að það þætti óþægilegt á Evrópuþinginu og að slagorðið sem þar heyrðist hrópað væri tengt við þennan mann. Hann lést árið 1959, þá 50 ára að aldri, í Vestur-Þýskalandi.

Bandera var samkvæmt Wiki­pedia kenningasmiður hern­aðar­­­arms hægriöfga­sam­taka úkraínskra þjóðernis­sinna (Організація Українських Наці­о­налістів - OUN).

Hugmyndafræði OUN hefur helst þótt samsvara ítölskum fasisma. Bandera var einnig sagður leiðtogi og hugmynda­fræðingur úkra­ínskra ofurþjóðernissinna sem bendlaðir voru við þátttöku í hryðjuverkastarfsemi. Bandera starfaði með þýskum nasistum þegar ráðist var inn í Sovétríkin í seinni heimsstyrjöldinni og tók þátt í því þegar úkraínskir þjóðernissinnar (OUN) lýstu yfir sjálfstæði Úkraínu 30. júní 1941. Slagorð þeirra var „Glory to Ukraine! Glory to the heroes!“ sem var upphaflega notað sem slagorð í frelsisstríðinu í Úkraínu á árunum 1917 til 1921.

Vildi upplýsa um veruleikann í Donbass

Tatyana Zhdanok hélt síðan áfram og vildi upplýsa þingheim um staðreyndir sem afhjúpuðu grimmdar­verk hersins í Úkraínu í Donbass héraði í austurhluta landsins þar sem meirihluti íbúa er rússnesku­mælandi. Um þetta sagði hún:

„Þessar staðreyndir hafa verið skráðar af SÞ, ÖSE og öðrum alþjóðastofnunum,“ sagði lettneski stjórnmálamaðurinn. Hún dró síðan upp mynd sem hún sýndi þingfulltrúum af litlum dreng, sem lést í í drónaárás í Donetsk og sagði:

„Þetta eru börn sem voru drepin í Donbass. Undanfarin átta ár hafa 152 börn verið drepin og 146 særst. Nýjasta harmleikurinn er ... fjögurra ára drengur sem lét lífið og foreldrar hans báðu okkur að segja: „Hættið að drepa börn Donbass!“

Rekinn með valdi úr ræðustól

Tatyana Zhdanok fékk hins vegar ekki að ljúka ræðu sinni. Fundar­s­tjórinn bað þingmanninn um að yfirgefa ræðustólinn með því að segja að slíkur áróður væri ekki leyfður.

Var starfsmaður þingsins svo sendur á vettvang og hrifsaði hann í myndina af Zhdanok og leiddi hana á brott úr ræðustóli. 

Skylt efni: Úkraína | Lettland

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...