Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tatyana Zhdanok, fulltrúi Lett­lands á Evrópuþinginu, er rússnesk að uppruna. Hún flutti ræðu sem fór fyrir brjóstið á stjórnendum þingsins. Setti hún ofan í við þingfulltrúa fyrir að nota slagorð úkraínskra þjóðernissinna  til að lýsa yfri stuðningi við þarlend stjórnvöld. Tengdi hún slagorðin við þekktan úkraínskan þjóðernissinna og samverkamann þýskra nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Hún gagnrýndi einnig málflutning um það sem væri að gerast í í Donbass héraði í austurhluta landsins. Þetta þótti stjórnendum þingsins greinilega ekki boðlegt og var fulltrúi Lettlands því  rekinn úr ræðustól.
Tatyana Zhdanok, fulltrúi Lett­lands á Evrópuþinginu, er rússnesk að uppruna. Hún flutti ræðu sem fór fyrir brjóstið á stjórnendum þingsins. Setti hún ofan í við þingfulltrúa fyrir að nota slagorð úkraínskra þjóðernissinna til að lýsa yfri stuðningi við þarlend stjórnvöld. Tengdi hún slagorðin við þekktan úkraínskan þjóðernissinna og samverkamann þýskra nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Hún gagnrýndi einnig málflutning um það sem væri að gerast í í Donbass héraði í austurhluta landsins. Þetta þótti stjórnendum þingsins greinilega ekki boðlegt og var fulltrúi Lettlands því rekinn úr ræðustól.
Mynd / Skjáskot af útsendingu frá Evrópuþinginu
Fréttaskýring 2. mars 2022

Þingmaður Lettlands á Evrópuþinginu rekinn með valdi úr ræðustól í umræðum um Úkraínu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Evrópuþingið ræddi samskipti ESB við Rússland á fundi sínum þann 16. febrúar síðastliðinn. Eins og við var að búast var eitt helsta umræðuefnið í umræðunni helgað hernaðarógn Rússa við Úkraínu. Ekki virðast þó allar skoðanir eiga upp á pallborðið hjá Evrópuþinginu er þetta mál varðar og var einn þingfulltrúi rekinn úr ræðustól fyrir mál­flutning sem þótti óþægilegur.

Flestir Evrópuþingmenn höfðu í umræðunum sýnt samhug sinn með Úkraínu. Lögðu menn þar áherslu á þann samhug og sumir þeirra hrópuðu slagorðin; – „Dýrð sé Úkraínu!“

Tatyana Zhdanok, fulltrúi Lett­lands á þinginu, flutti í kjölfar þessarar uppákomu ræðu sem kom þingheimi óþægilega á óvart og olli nokkru uppnámi. Zhdanok lýsti þá úr ræðustól yfir hneykslun sinni á því að leyfilegt væri að kveða upp slagorð nasistasamstarfsmannsins Stepan Bandera úr ræðustóli Evrópuþingsins. Hún efaðist einnig um umræðuefnið – hernaðarógn Rússa við Úkraínu – enda væru úkraínskir stjórnmálamenn jafnvel farnir að afneita þessari ógn og gera lítið úr henni.

Starfsmaður Evrópuþingsins mætt­ur á svæðið til að leiða fulltrúa Lett­lands á brott úr ræðustól.
Maðurinn sem fólk vill ekki láta bendla sig við

Stepan Andriyovych Bandera, sem Zhdanok vitnaði til á Evrópu­þinginu, var úkraínskur stjórnmála­maður sem fæddist í Galisíu, austurríska hluta Ungverjalands, árið 1909. Kannski ekki skrítið að það þætti óþægilegt á Evrópuþinginu og að slagorðið sem þar heyrðist hrópað væri tengt við þennan mann. Hann lést árið 1959, þá 50 ára að aldri, í Vestur-Þýskalandi.

Bandera var samkvæmt Wiki­pedia kenningasmiður hern­aðar­­­arms hægriöfga­sam­taka úkraínskra þjóðernis­sinna (Організація Українських Наці­о­налістів - OUN).

Hugmyndafræði OUN hefur helst þótt samsvara ítölskum fasisma. Bandera var einnig sagður leiðtogi og hugmynda­fræðingur úkra­ínskra ofurþjóðernissinna sem bendlaðir voru við þátttöku í hryðjuverkastarfsemi. Bandera starfaði með þýskum nasistum þegar ráðist var inn í Sovétríkin í seinni heimsstyrjöldinni og tók þátt í því þegar úkraínskir þjóðernissinnar (OUN) lýstu yfir sjálfstæði Úkraínu 30. júní 1941. Slagorð þeirra var „Glory to Ukraine! Glory to the heroes!“ sem var upphaflega notað sem slagorð í frelsisstríðinu í Úkraínu á árunum 1917 til 1921.

Vildi upplýsa um veruleikann í Donbass

Tatyana Zhdanok hélt síðan áfram og vildi upplýsa þingheim um staðreyndir sem afhjúpuðu grimmdar­verk hersins í Úkraínu í Donbass héraði í austurhluta landsins þar sem meirihluti íbúa er rússnesku­mælandi. Um þetta sagði hún:

„Þessar staðreyndir hafa verið skráðar af SÞ, ÖSE og öðrum alþjóðastofnunum,“ sagði lettneski stjórnmálamaðurinn. Hún dró síðan upp mynd sem hún sýndi þingfulltrúum af litlum dreng, sem lést í í drónaárás í Donetsk og sagði:

„Þetta eru börn sem voru drepin í Donbass. Undanfarin átta ár hafa 152 börn verið drepin og 146 særst. Nýjasta harmleikurinn er ... fjögurra ára drengur sem lét lífið og foreldrar hans báðu okkur að segja: „Hættið að drepa börn Donbass!“

Rekinn með valdi úr ræðustól

Tatyana Zhdanok fékk hins vegar ekki að ljúka ræðu sinni. Fundar­s­tjórinn bað þingmanninn um að yfirgefa ræðustólinn með því að segja að slíkur áróður væri ekki leyfður.

Var starfsmaður þingsins svo sendur á vettvang og hrifsaði hann í myndina af Zhdanok og leiddi hana á brott úr ræðustóli. 

Skylt efni: Úkraína | Lettland

Upprunamerki matvæla skipta máli
Fréttaskýring 7. maí 2024

Upprunamerki matvæla skipta máli

Þegar kemur að því að versla matvæli horfa neytendur mikið til upprunalands fram...

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...