Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Forsíðumyndin af riti Caroline Menda um íslenska forystuféð.
Forsíðumyndin af riti Caroline Menda um íslenska forystuféð.
Fréttir 30. október 2015

Fleiri bækur um íslenskt búfé á erlendum tungumálum

Höfundur: smh
Við sögðum frá því hér í blaðinu í mars síðastliðnum að bók um íslenskt sauðfé á þýsku (Das Islandschaf – die Wollmilchsau) hefði nýverið verið gefin út á Íslandi. Höfundur og útgefandi hennar er Caroline Kerstin Mende, tómstundasauðfjárbóndi með meiru í Nesi í Hegranesinu. 
 
Síðan hefur Caroline gefið út þrjár bækur til viðbótar; enska þýðingu á bókinni um íslenska sauðféð, bók um forystufé á þýsku og bók um hrossaræktarlínur, sömuleiðis á þýsku.
 
Ritið um forystuféð ber heitið Forystufé: Immer einen Schritt voraus – sem útleggst alltaf skrefi á undan á íslensku. Hún segir að þar sé vitnað til forystueiginleikans í þessu fé. „Þetta fé tekur forystu, en heitið vísar líka til andlegra hæfileika forystufjárins. Þessar kindur eru greindastar kindur í heiminum og það eru til ótal merkilegar sögur um forystusauði, -ær eða -hrúta sem héldu til dæmis lífinu í hjörðum sínum og björguðu oft líka mannslífum. 
 
Öllum mikilvægum eiginleikum forystufjár er lýst í máli og myndum. Ég fékk leyfi til að þýða nokkrar sannar sögur úr frægu gömlu bókinni Forystufé eftir Ásgeir Jónsson, auk þess gerði ég könnun meðal tæpra 70 forystufjárbænda um allt land. Niðurstöðurnar eru kynntar í bókinni. Síðast en ekki síst er að finna stórt viðtal við forystufjársérfræðinginn dr. Ólaf Dýrmundsson sem er prýdd skemmtilegum gömlum og nýjum myndum af honum og kindunum hans. Í bókinni eru um 150 ljósmyndir og kort.“
 
Ensk þýðing vegna eftirspurnar
 
Hún segir að þýðing á bókinni um íslenska sauðféð yfir á ensku hafi í raun verið viðbragð við eftirspurn.  „Ég var oft spyrt hvort Das Islandschaf – die Wollmilchsau væri ekki líka til á ensku. Þess vegna ákvað ég að gera hana. Ég var svo heppin að ég fann þýðanda sem er sjálfur sauðfjárbóndi og ræktar íslenskar kindur í Bandaríkjunum. Svo fór enskur sauðfjárbóndi yfir textann, sem er líka einungis með hreinræktaðar íslenskar kindur. Enska útgáfan heitir Icelandic Sheep – Colourful All-Rounders og inniheldur fjórar aukablaðsíður um ullina, þannig að hún er aðeins umfangsmeiri en þýska frum­útgáfan.“
 
Gamlar hrossaræktarlínur
 
„Hrossaræktarritið Alte Zuchtlinien er hins vegar umfangsmikil kynning gömlu hrossaræktunarlínanna Hindisvík, Hornafjarðar, Svaðastaða, Sauðárkróks, Kolkuóss og Kirkjubæjar, auk nokkurra fróðleiksmola í kringum hrossarækt og -uppeldi á Íslandi, stóðréttir, stöðu hestsins í íslensku samfélagi fyrr og nú,“ segir Caroline. „Síðast en ekki síst tjá sig í stuttum pistlum Þórarinn Eymundsson, Guðmundur Sveinsson, Kristbjörg Eyvindsdóttir, Sigurður Matthíasson og Styrmir Árnason um ástæður af hverju línurækt er að mestu aflögð í dag. Bókin hefur verið mjög vinsæl síðan hún kom út í byrjun september, það er búið að selja nú þegar tæp 700 eintök, aðallega til Þýskalands, Sviss og Austurríkis en einnig til Hollands, Danmerkur, Svíþjóðar og Belgíu. Hérna á Íslandi er „söluherferðin“ fyrir þessa bók enn ekki byrjuð því ég er akkúrat að flytja ásamt skepnunum mínum á eyðijörðina Hvammshlíð við Þverárfjall sem ég keypti nýlega og undirbúningurinn er auðvitað umfangsmikill varðandi þessa flutninga.“
 
Nokkur rit í undirbúningi
 
Caroline segir að fleiri rit séu í bígerð. Íslenska útgáfan af fyrstu bókinni Das Islandschaf er á döfinni, svo hand- og orðabók fyrir þýskumælandi vinnufólk í sveitinni og einnig bók um Border Collie hunda á Íslandi, þar sem sérstakir hundapersónuleikar verða kynntir. Á næsta ári fylgja svo bækur um íslenska torfbæi, um íslenska kúakynið og íslensku geitina.
 
Sala gengið vel
 
Hún segir að mjög vel hafi almennt gengið að selja bækurnar. Þýsku sauðfjárbækurnar eru fáanlegar á tæpum 50 stöðum á Íslandi, meðal annars hjá Eymundsson í Reykjavík og á Akureyri, hjá þremur N1-stöðvum, hjá nokkrum sauðfjárbændum með ferðaþjónustu, í sauðfjársetrum, gjafavöruverslunum og svo framvegis. Annars er hægt að panta allar bækurnar beint hjá Caroline í síma 865 8107 eða netfang info@verlag-alpha-umi.de. Ef fimm eða fleiri eintök eru pöntuð veitir hún á milli 15 og 35 prósenta afslátt.

5 myndir:

Skylt efni: bókaútgáfa | Búfé

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...