Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Farmall – 70 ára á Íslandi
Á faglegum nótum 6. mars 2015

Farmall – 70 ára á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eins og kom fram í síðasta Bændablaði komu fyrstu Farmall A dráttarvélarnar til landsins árið 1945 eða fyrir 70 árum með flutningaskipinu Gyda.

International Harvester sem fram­leiddi Farmall var um tíma einn stærsti dráttar­véla­framleið­andi í Bandaríkjunum enda fyrirtækið duglegt við að sameinast og yfirtaka aðra fram­leiðendur. IH var svo aftur tekið yfir af Case árið 1984.

Mogul og Titan

Til ársins 1910 framleiddi IH stórar og klunnalegar dráttarvélar sem vógu allt að 10 tonn og seldust ekki nema í meðallagi. Árið 1910 hóf IH aftur á móti framleiðslu á minni og liprari vélum sem kölluðust Mogul og Titan og seldust í nokkur þúsund eintökum. Líkt og aðrir dráttar­vélaframleið­endur á þessum tíma var samkeppnin við Fordson traktorana erfið.

Sjö ára hönnun

Árið 1924 var fyrsti Farmallinn fram­leiddur. Vinsældir hans jukust hratt enda um alhliða traktor að ræða sem hentaði fyrir minni og meðalstór býli. Farmallvélar voru grábláar að lit með rauðum hjólum til ársins 1936. Eftir það var hægt að fá appelsínugulan eða alrauðan Farmall. Hugmyndin með að hafa traktorana í skærum litum var að menn gætu séð þá langt að og vitað hvaða tegund þeir væru.

Annar mest seldi traktorinn í Bandaríkjunum

Farmall H sem var í framleiðslu frá 1939 til 1954 er önnur mest selda dráttarvélin í sögu Bandaríkjanna og seldist í rúmlega 420.000 eintökum. Einungis Ford hefur selst betur, rúmlega 524.000 stykki.

Farmallinn kemur til Íslands

Farmall Cub nafnið varð frægt á Íslandi við upphaf vél­væðingar í land­búnaði enda mikill fjöldi slíkra véla í sveitum lands­ins um miðja síðustu öld.

Þóroddur Már Árnason, vélvirki í Nes­kaupsstað, hefur tekið saman gögn um fyrstu Farmallana sem komu til landsins. Í fyrstu sending­unni árið 1945 voru 25 vélar með þyngdar­klossum og reimskífu og kostuðu vélarnar 5.960 krónur. Öllum vélunum fylgdi sláttuvél og flestum plógur. Rúmum helmingi vélanna fylgdi diskaherfi. Plógnum var lyft með pústinu, og var kúturinn einatt notaður til að lyfta heyýtum sem smíðaðar voru á marga Farmall A.

Með þessum fyrstu Farmall A dráttarvélum hófst drátta­rvéla­væðing íslenskra sveita. Næsta sending, 50 eintök, kom í apríl sama ár. Alls flutti Sambandið inn 174 Farmall­vélar þetta ár. Alls voru fluttar inn 474 Farmall A dráttar­vélar á árunum 1945–1948.

Framleiðsla hafin á ný

Framleiðslunni á vélum með Farmall-nafninu var hætt árið 1981. IH neyddist til að selja landbúnaðardeild sína árið1984 og rann hún saman við Case ári síðar og fylgdi Farmall-nafnið með í kaupunum. Case hefur endurvakið nafnið og hafið framleiðslu á traktorum sem bera nafnið Farmall aftur.
 

Skylt efni: Gamli traktorinn | Farmall

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...