Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sônia Guajajara, ráðherra frumbyggja í Brasilíu, tók þátt í fjölmennri kröfugöngu við upphaf COP30, þar sem m.a. var krafist tafarlausra aðgerða til verndar Amazon-svæðinu.
Sônia Guajajara, ráðherra frumbyggja í Brasilíu, tók þátt í fjölmennri kröfugöngu við upphaf COP30, þar sem m.a. var krafist tafarlausra aðgerða til verndar Amazon-svæðinu.
Mynd / Hermes Caruzo - COP30
Fréttir 21. nóvember 2025

Fáein skref í rétta átt

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Talið er að COP30 marki upphaf að afgerandi áratug í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, þar sem loftslagsskuldbindingar verði að breytast í aðgerðir á vettvangi.

Þrítugasta þing aðildarríkja loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) hefur staðið yfir í Belém í Brasilíu undanfarna daga (10.–21. nóvember). Sem fyrr hefur verið rætt um hvernig draga megi úr losun, vernda skóga, styrkja aðlögunarfjármögnun og viðvörunarkerfi, svo fátt eitt sé nefnt.

Skýrsla Umhverfisstofnunar SÞ um losunarbil 2025, sem gefin var út í aðdraganda COP30, sýnir núverandi skuldbindingar verða til þess að hlýni á jörðinni um 2,3–2,5 °C í lok aldarinnar. Hlýnun mun líklega fara yfir 1,5 °C þegar á næsta áratug og forgangsverkefnið nú að forða frekari hlýnun eins og nokkur kostur er. Því er krafa á COP-þjóðunum um að skila meiri niðurskurði í losun, einkum í geirum sem losa mikið CO2 , svo sem í orku, iðnaði og flutningum.

Vísindamenn við Potsdamháskóla telja að binda þurfi um tíu milljarða tonna CO2 árlega og draga miklu hraðar úr losun, eigi að vera nokkur von um að halda hlýnun á bilinu 1,6-1,8 °C.

Þegar þetta er ritað er COP30 senn að ljúka og verið að takast á um endanlegar samþykktir. Þó er ekki beinlínis að vænta stórra ákvarðana heldur fremur áherslu á og útfærslu aðgerða meðal þátttökuríkjanna.

Nokkuð áunnist

Fyrstu dagar COP30 fóru í að ná lendingu í setningu svonefndra aðlögunarvísa.

Mannmörg kröfuganga Global Climate March krafðist þess að COP30 myndi samþykkja tafarlausar aðgerðir til verndar m.a. Amazonsvæðunum.

Á þriðja degi þingsins lýstu fulltrúar Kólumbíu því yfir að landið væri hið fyrsta innan Amazon þar sem skógarsvæðið væri nú algerlega laust við olíu- og námuvinnslu.

Á leiðtogafundi 14. nóvember var kynnt svokölluð Belém-yfirlýsing, en að henni standa m.a. 35 þjóðir og alþjóðlegar stofnanir. Yfirlýsingin felur í sér umhverfis-, efnahagsleg og félagsleg markmið um að endurmóta hnattrænt landslag, knýja fram tækninýjungar og koma á sjálfbæru líkani um hagvöxt. Skuldbinda þjóðirnar sig til sameiginlegrar viðleitni og samræmdra aðgerða sem flýti fyrir orkuumskiptum, nútímavæðingu iðnaðar og auki tækifæri fyrir þróunarríki innan græna hagkerfisins.

Fulltrúar Suður-Kóreu tilkynntu á ráðstefnunni þá ákvörðun að loka öllum kolaorkuverum landsins fyrir árið 2040. Suður-Kórea gengur nú til liðs við „Powering Pastkolabandalagið“, hóp um 60 þjóða og 120 ríkisstjórna, fyrirtækja og stofnana, sem skuldbinda sig til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis í áföngum.

Norræna ráðherranefndin kynnti yfirlýsingu sína um matvæli og lífhagkerfi í tengslum við loftslagsbreytingar. Lögð er áhersla á möguleika fæðukerfa og lífhagkerfis til að sporna við loftslagsbreytingum, bæði með mótvægisaðgerðum og aðlögun.

Fjármagn skiptir sköpum

Umræðu um fjármögnun loftslagsaðgerða og -varna hefur borið einna hæst á COP30. Unnið hefur verið að áætlun um allt að 1,3 billjóna dollara árlegrar loftslagsfjármögnunar til þeirra sem mest þurfa á því að halda. Talið er að þróunarríki muni þurfa um 310 milljarða dollara árlega til að takast á við loftslagsbreytingar og aðlaga sig breyttu veðurfari.

Skylt efni: COP30

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...