Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Endalok menningarinnar
Skoðun 13. febrúar 2015

Endalok menningarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um miðjan janúar varð mér litið undir rúmið í svefnherberginu heima hjá mér og brá heldur betur í brún. Sama dag keypti ég mér róbóta sem ryksugar þegar ég er að heiman.

Eftir að hafa horft á afrakstur þessa snilldarheimilistækis gat ég ekki annað en deilt gleði minni með samstarfsfólki mínu. Ég lýsti því hvernig róbótinn, sem er tvítyngdur, talaði til mín með blíðlegri kvenmannsrödd og leiðbeindi mér um það hvernig ég ætti að koma því í hleðslu og svo í gang. „Please charge me merci.“ Loksins komin snyrtileg kona á heimilið.

Viðbrögðin voru samt önnur en ég átti von á. Nánasti samstarfsmaður minn horfði á mig forviða. „Veistu ekki að bæði Stephen Hawking og Bill Gates hafa lýst áhyggjum yfir því að með aukinni sjálfvirkni véla sé hætta á að þær taki yfir áður en langt um líður? Með því að taka svona róbóta inn á heimilið ertu að stíga skref í átt að þeirri þróun sem kom svo vel fram í kvikmyndinni The Terminator þar sem Arnold Schwarzenegger lék vélmenni og boðaði endalok menningarinnar eins og við þekkjum hana.“

Skiljanlega brá mér við þessi orð og það rifjaðist upp fyrir mér að skömmu eftir að ég keypti flatskjá hrundi íslenska efnahagskerfið og reyndar stórs hluta heimsins líka.

Öllum nýjungum og ekki síst á tæknisviði fylgir ábyrgð. Skömmu eftir að örbylgjuofninn kom á markað fóru að berast alls konar sögur sem bentu til þess að um væri að ræða stórvarasamt apparat.

Matur sem eldaður var í örbylgjuofni átti meðal annars að valda krabbameini, blóðþynningu og gyllinæð. Einnig gat verið stórhættulegt að standa of nærri ofninum vegna þess að örbylgjuofnar senda frá sér geisla sem grilla fólk að innan, gera það geislavirkt eða sjálflýsandi.

Í Bandaríkjunum gekk saga  um gamla konu sem ætlaði að þurrka persneska köttinn sinn eftir bað með því að setja hann í örbylgjuofninn og stilla á lágan hita. Í annarri útgáfu af sögunni segir frá manni sem er úti að ganga með hundinn sinn þegar hann lendir í úrhellisrigningu. Maðurinn kemur heim og skellir hvutta í örbylgjuofninn og stillir á vægan hita og grillar Snata.
Í enn einni útgáfu af sögunni segir frá fjölskyldu í úthverfi sem fær sextán ára unglingsstúlku til að passa tæplega ársgamalt barn á meðan fólkið fer á árshátíð. Stúlkan var víst ekki sú skarpasta í barnapíubransanum og eftir að hafa sett barnið í bað stakk hún því inn í örbylgjuofninn til að þurrka það. Barnið var því nokkuð „well done“ þegar foreldarnir komu heim.

Næst ætla ég að fá mér afþurrkunardróna sem svífur um heima hjá mér og þurrkar af þegar ég er í vinnunni.

Skylt efni: Stekkur

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...