Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Búvörusamningarnir verða líklega spyrtir við samþykkt tollasamningsins við ESB
Fréttir 9. júní 2016

Búvörusamningarnir verða líklega spyrtir við samþykkt tollasamningsins við ESB

Höfundur: Hörður Kristinsson / Vilmundur Hansen

Ekki náðist að klára vinnu og samþykkja búvörusamningana á Alþingi fyrir þingfrestun. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir að stefnt sé að því að samþykkja samningana fyrir kosningar, eða á haustþingi sem hefst 15. ágúst.

Núverandi samningar renna út um áramót að undanskildum sauðfjársamningi sem gildir að óbreyttu til ársloka 2017.

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bænda­samtakanna, segir það mikil vonbrigði að þingið hafi ekki klárað málið og það setji greinina í óvissu. Styr er innan stjórnarflokkanna um málið og snýst um  að búvörusamningar verði ekki samþykktir nema tollasamningur, sem skrifað var undir við ESB síðastliðið haust, verði samþykktur um leið.

Samþykktur fyrir kosningar?

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðis­flokksins og formaður atvinnuveganefndar, sagði í samtali við Bændablaðið að einhverjir séu þeirrar skoðunar að búvörulögin hafi ekki verið samþykkt vegna þess að sumir sjálfstæðismenn vilji spyrða búvörusamningana og ný tollalög saman en langt frá því að allir séu á þeirri skoðun.

„Mín skoðun er sú að það sé margt í búvörusamningunum sem tengist til dæmis ýmsum hækkunum á tollflokkum í tollasamningnum og því um ákveðið samspil að ræða.

Hvað vinnu í sambandi við búvörusamninginn í atvinnuveganefnd varðar réði ferðinni að mikið var um gestakomur til nefndarinnar vegna hans. Ég reikna með að vinnu vegna umsagna um samninginn ljúki fljótlega og að við náum endanlega utan um málið í framhaldi af því.

Þing kemur aftur saman í ágúst og ég geri ekki ráð fyrir öðru en að búvörusamningurinn verði kláraður þá og samþykktur fyrir kosningar. Við stefnum að minnsta kosti að því og ekkert annað í boði,“ sagði Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis.

Svína- og alifuglabændur óttast afleiðingar tollasamnings

Björgvin Jón Bjarnason, formaður svínabænda, segir að ekki hafi verið farið í heildarmat á hver áhrif tollasamningsins eru. „Á sínum tíma var settur á fót starfshópur um tollasamninga og nýjar aðbúnaðarreglugerðir. Í þeim hópi voru fulltrúar frá Bændasamtökum Íslands, búgreinafélögum svína- og kjúklingabænda og eggjaframleiðendum, Samtökum iðnaðarins, utanríkisráðuneytinu og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Hópurinn skilaði lokaniðurstöðu í lok maí og er málið nú til meðferðar hjá ráðherra.

Ég sé til dæmis ekki að það hafi farið fram heildstætt hagsmunamat áður en ráðist var í að gera tollasamninginn sem mig undrar mikið miðað við umfang samningsins og líkleg áhrif hans. Tollasamningurinn kemur til með að hafa áhrif á fjölda aðila; bænda, iðngreina, verslunarinnar og neytenda.
 

Ég tel að áhrif tollasamningsins á kjötiðnaðinn í landinu séu stórlega vanmetin þar sem innflutningsheimildir vaxa úr 100 tonnum 2016 í 650 tonn 2019. Svínakjöt er mjög fyrirferðarmikið í unnum kjötvörum. Ég sé ekki heldur að samningarnir tryggi það markmið að laga innflutninginn að raunverulegri þörf. Það er því enn fjölmörgum spurningum ósvarað.

Það setur heldur ekki að okkur neina sérstaka kæti yfir því að það sé verið að fórna hagsmunum svína- og kjúklingabænda til að hægt sé að flytja út meira af skyri og lambakjöti. Sömu sögu má reyndar segja um nýgerða búvörusamninga,“ segir Björgvin.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...