Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bolinder-Munktell – gekk fyrir hvaða olíu sem var
Fræðsluhornið 3. febrúar 2015

Bolinder-Munktell – gekk fyrir hvaða olíu sem var

Höfundur: Vilmundur Hansen

Af þeim þremur skandinavísku fyrirtækjum sem hafa verið ríkjandi á dráttarvélamarkaði, Valmet/Valtra, Volvo og Bolinder-Munktell, var það síðastnefnda stofnað fyrst.

Stofnandi fyrirtækisins var prestssonurinn Theofrom Munktell frá Eskiltuna í Södemanlandi í Mið-Svíþjóð. Theofrom stofnaði Munktell vélaverkstæðið árið 1832. Verkstæðið var í fyrstu lítið en vegnaði vel og óx hratt og ekki leið á löngu þar til verkstæðið var farið að framleiða lestarvagn, þá fyrstu í landinu.

Árið 1913 setti hann svo fyrstu traktorana á markað með stórri tveggja strokka vél sem gekk fyrir nánast hvaða olíu sem er og meira að segja tjöru sem var blönduð alkóhóli. Vélin var fljótlega minnkuð um helming en vó samt sem áður 4,2 tonn.

Bræðurnir Carl og Jean Bolinder hófu framleiðslu á mótorum á 9. áratug 18. aldar. Um tíma smíðuðu bræðurnir bæði stórar vélar fyrir skip og minni fyrir farartæki á landi. Minni vélarnar voru tveggja strokka, þóttu grófar og gengu fyrir margs konar olíu eins og Munktell.
Eftirspurn eftir dráttar­vélum var mikil enda landið stórt og landbúnaður mikill.

Samruni í kreppunni

Í kreppu milli­stríðs­ár­anna runnu fyrir­tækin saman í Bolinder-Munktell. Eftir það sérhæfði Bolinder sig í smíði véla en Munktell í framleiðslu á dráttarvélum. Fyrsti traktorinn eftir samrunann kom á markað árið 1935, Bolinder-Munktell 20, tveggja strokka, 32 hestöfl og með breytilegum snúningshraða sem var nýjung á þeim tíma.

Rekstur fyrirtækisins gekk illa á árum seinni heimsstyrjaldar og árið 1950 keypti Volvo reksturinn og kallaðist fyrirtækið Bolinder-Munktell-Volvo til ársins 1973 þegar nafninu var breytt í Volvo BM og 1995 í Volvo.

Frá árinu 1959 voru dráttarvélar frá Bolinder-Munktell-Volvo leiðandi í öryggis­málum og þótti þar standa helsta keppinaut sínum, hinum finnska Valmet, langt framar.

Árið 1966 kom T800-týpan á markað sem var eitt hundrað hestöfl og gríðarlega öflug dráttar­vél á sínum tíma og hugsuð fyrir Bandaríkja­markað. Í stað Bolinder-Munktell vélar var vélin frá Volvo en samt sem áður framleidd af Bolinder-Munktell.

Árið 1978 gerðu Volvo og Valmet með sér samkomulag um framleiðslu dráttarvéla í sameiningu. Nokkrum árum síðar hætti Volvo í  traktorsbisness og seldi fyrirtækinu Scantrac framleiðsluréttinn sem starfaði áfram í samvinnu við Valmet. Frá 2001 hafa þær dráttarvélar verið framleiddar undir nafninu Valtra.

Bolinder-Munktell á Íslandi

Ekki hafa fundist neinar upplýsingar um að Bolinder-Munktell-dráttarvélar hafi verið fluttar til Íslands en í auglýsingu frá Gunnari Árnasyni á Suðurlandsbraut í Morgunblaðinu frá 1. mars 1960 eru Bolinder-Munktell auglýstar sem bátavélar.

Skylt efni: Tæki | Dráttarvél

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...