Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Austin – elsta hjóladráttarvélin á Íslandi kom til landsins 1920
Á faglegum nótum 16. janúar 2017

Austin – elsta hjóladráttarvélin á Íslandi kom til landsins 1920

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bretinn Herbert Austin hóf framleiðslu á bílum í Worcester-skíri árið 1906 og dráttarvélum 1919. Fyrsta dráttarvélin sem kallaðist Austin Model R líktist hinum bandaríska Forsson í flestu nema því að vélin í Austin var kraftmeiri.

Bifreiðarnar frá Austin seldust vel en vinsældir Austin-dráttarvélanna voru takmarkaðar í heimalandinu. Traktorarnir þóttu dýrir og bilanatíðni þeirra var há. Talsvert af þeim seldist samt til Ástralíu, Suður-Afríku og Suður-Ameríku. Model R var með fjögurra strokka vél sem gekk bæði fyrir bensíni og steinolíu. Traktorinn var tveggja gíra og tæp 30 hestöfl. Um það bil 1500 Austin-traktorar voru framleiddir í Bretlandi og voru þeir allir grænir með rauðum hjólum.

Í heimsstyrjöldinni fyrri var Austin-fyrirtækið stórtækt í framleiðslu á alls kyns stríðstólum fyrir breska herinn og framleiddi meðal annars fallbyssur, hertrukka og flugvélar. Sagt er að á árunum 1914 til 1918 hafi fyrirtækið meðal annars framleitt átta milljón sprengjur, tvö þúsund flugvélar, 2.500 flugvélamótora, 2.000 hertrukka, 480 brynvarðar bifreiðar og 150 sjúkrabíla.

Verksmiðja í Frakklandi

Mestar voru vinsældir Austin-dráttarvélanna í Frakklandi og til að komast í kringum háa innflutningstolla setti fyrirtækið á fót verksmiðju í landinu til að framleiða traktora fyrir Frakklandsmarkað. Rekstur þeirrar verksmiðju gekk reyndar svo vel að árið 1927 var verksmiðjunni í Bretlandi lokað og um tíma voru Austin-dráttarvélar fluttar til Bretlands frá Frakklandi.

Frönsku traktorarnir voru fáanlegir í tveimur breiddum og var sú grennri mikið notuð við vínrækt. Kaupandinn gat einnig valið um hvort vélin væri með járn- eða gúmmídekk. Þegar best gekk voru framleiddar um 2.000 Austin-dráttarvélar á ári í Frakklandi.

Árið 1933 kynnti fyrirtækið til sögunnar nýja og öflugri dráttarvél sem gekk fyrir steinolíu og var 55 hestöfl sem þótti talsvert á þeim tíma.

Í seinni heimsstyrjöldinni og í skjóli hersetu Þjóðverja í Frakklandi tók þýska fyrirtækið Krupp yfir Austin-verksmiðjuna þar í landi. Í framhaldi af yfirtökunni hætti Austin endanlega framleiðslu á dráttarvélum.

Samrumi og Austin Mini

Árið 1952 sameinuðust Austin og Nuffield og úr varð British Motor Corporation sem seinna varð að British Leyland Motor Corporation sem framleiddi meðal annars Austin Mini-bifreiðar.

Austin á Íslandi

Samkvæmt því sem segir á heimasíðu Fornvélafélagsins keypti Búnaðarfélag Íslands hjóladráttarvél af gerðinni Austin til landsins árið 1920 og mun það líklega vera elsta hjóladráttarvélin sem til er á landinu. Dráttarvélin var 20 hestöfl og kostaði um 20.000 krónur. Ætlunin var að nota dráttarvélina til flutninga og komu með henni til landsins sex vagnar. Vélin var einnig notuð við herfingu á Korpúlfsstöðum og síðan við nýræktarstörf.

Skylt efni: Austin | Gamli traktorinn

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Lömbin léttari en í fyrra
Fréttir 10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir sl...

Uppskerubrestur á kartöflum
Fréttir 10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Kartöflubændur við Eyjafjörð hafa lent í skakkaföllum út af hreti í byrjun sumar...

Kæra hótanir
Fréttir 8. október 2024

Kæra hótanir

Tveir einstaklingar hafa verið kærðir til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlit...

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Uppskerubrestur á kartöflum
10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Lómur
9. október 2024

Lómur

Lömbin léttari en í fyrra
10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Kæra hótanir
8. október 2024

Kæra hótanir