Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Auðólfsstaðir
Bærinn okkar 23. júlí 2015

Auðólfsstaðir

Þorsteinn Jóhannsson er fæddur og uppalinn á Auðólfsstöðum og hefur alltaf unnið við búið, en árið 2003 kaupir hann bústofn og land af foreldrum sínum. Síðan hafa þau Ingibjörg  Sigurðardóttir rekið félagsbú þar með þeim. 
 
Býli:  Auðólfsstaðir.
 
Staðsett í sveit:  Langadal, Austur-Húnavatnssýslu.
 
Ábúendur: Þorsteinn Jóhannsson og Ingibjörg Sigurðardóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Eigum einn son, Emil Jóhann (2002). Kettirnir eru tveir, Malla og Yellow. Erum svo með tvo fjárhunda, Týru og Mús.
 
Stærð jarðar? Ræktað land er 56 ha en jörðin er eitthvað rúmlega yfir 1.000 hektarar.
 
Gerð bús? Kúabú með kindur og hross til gamans.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 110 nautgripir, þar af 44 mjólkurkýr, 50 
kindur og 30 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Hefðbundinn dagur byrjar og endar í fjósi, svo eru verkefnin misjöfn þar á milli. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Alltaf skemmtilegt þegar vel gengur, svo er sérstaklega gaman þegar Jens vinnumaður kemur og keyrir skít. Leiðinlegast er að keyra heim rúllur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Sennilega svipaður nema vonandi verður búið að bæta eða breyta mjaltaaðstöðu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í nokkuð góðum höndum en við þurfum samt að passa okkur á að standa saman sem ein heild!
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef við höldum okkar íslensku sérstöðu.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Vonandi getum við haldið áfram að flytja út okkar hreinu landbúnaðarvöru, lambakjöt og skyr.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ef Emil væri spurður þá væri svarið: ekkert.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt í ýmsu formi, grillað, í karrí eða í kjötkássu.
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ekkert sérstakt kemur upp í hugann en gaman var þegar við settum gripi í nýju aðstöðuna í hlöðunni og hættum að vera með þá á hálmi/skít.

6 myndir:

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...