Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Angus- og Limósínblendingar hafa yfirburði yfir Gallowayblendinga
Gamalt og gott 12. desember 2014

Angus- og Limósínblendingar hafa yfirburði yfir Gallowayblendinga

Í jólablaði Bændablaðsins fyrir 15 árum fjallar Þórólfur Sveinsson, starfsmaður RALA á Möðruvöllum, um nautgriparækt og nautakjötsframleiðslu sérstaklega. Fyrirsögnin er afgerandi: Nautakjötsframleiðsla með Angus eða Limósínblendingum skilar meiri framlegð til bóndans og ánægðari neytendum

Þar segir meðal annars : „Í útdrætti af niðurstöðum úr kjötblendingsverkefninu á Möðruvöllum sem kynnt var á veitingahúsinu Greifanum á Akureyri um daginn komu fram miklir yfirburðir Limósín- og Angusblendinganna í samanburði við íslensku nautgripina. Væntingarnar sem gerðar voru í upphafi hafa fyllilega staðist og jafnvel gott betur. Ávinningurinn af einblendingsræktun þessara kjötkynja með íslenskum mjólkurkúm virðist vera mun meiri en sést hefur í erlendum tilraunum með þarlendum mjólkurkúakynjum.

Í sambærilegri tilraun sem gerð var á Möðruvöllum fyrr á þessum áratug virðast Limósín- og Angusblendingarnir einnig hafa talsverða yfirburði fram yfir Galloway blendinga í vaxtarhraða og fóðurnýtingu. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum Matvælarannsókna á Keldnaholti (Matra) virðast kjötgæðin einnig vera meiri í blendingunum. í skynmati sem metur safa, meyrni, fínleika og heildaráhrif kjötsins með sérþjálfuðum smökkurum bar Anguskjötið af, bæði í kvígum kvíga, en kvígur og uxar eru talin hafa svipaðan vöxt og fóðurnýtingu.“

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...