Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Angus- og Limósínblendingar hafa yfirburði yfir Gallowayblendinga
Gamalt og gott 12. desember 2014

Angus- og Limósínblendingar hafa yfirburði yfir Gallowayblendinga

Í jólablaði Bændablaðsins fyrir 15 árum fjallar Þórólfur Sveinsson, starfsmaður RALA á Möðruvöllum, um nautgriparækt og nautakjötsframleiðslu sérstaklega. Fyrirsögnin er afgerandi: Nautakjötsframleiðsla með Angus eða Limósínblendingum skilar meiri framlegð til bóndans og ánægðari neytendum

Þar segir meðal annars : „Í útdrætti af niðurstöðum úr kjötblendingsverkefninu á Möðruvöllum sem kynnt var á veitingahúsinu Greifanum á Akureyri um daginn komu fram miklir yfirburðir Limósín- og Angusblendinganna í samanburði við íslensku nautgripina. Væntingarnar sem gerðar voru í upphafi hafa fyllilega staðist og jafnvel gott betur. Ávinningurinn af einblendingsræktun þessara kjötkynja með íslenskum mjólkurkúm virðist vera mun meiri en sést hefur í erlendum tilraunum með þarlendum mjólkurkúakynjum.

Í sambærilegri tilraun sem gerð var á Möðruvöllum fyrr á þessum áratug virðast Limósín- og Angusblendingarnir einnig hafa talsverða yfirburði fram yfir Galloway blendinga í vaxtarhraða og fóðurnýtingu. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum Matvælarannsókna á Keldnaholti (Matra) virðast kjötgæðin einnig vera meiri í blendingunum. í skynmati sem metur safa, meyrni, fínleika og heildaráhrif kjötsins með sérþjálfuðum smökkurum bar Anguskjötið af, bæði í kvígum kvíga, en kvígur og uxar eru talin hafa svipaðan vöxt og fóðurnýtingu.“

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f