Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Angus- og Limósínblendingar hafa yfirburði yfir Gallowayblendinga
Gamalt og gott 12. desember 2014

Angus- og Limósínblendingar hafa yfirburði yfir Gallowayblendinga

Í jólablaði Bændablaðsins fyrir 15 árum fjallar Þórólfur Sveinsson, starfsmaður RALA á Möðruvöllum, um nautgriparækt og nautakjötsframleiðslu sérstaklega. Fyrirsögnin er afgerandi: Nautakjötsframleiðsla með Angus eða Limósínblendingum skilar meiri framlegð til bóndans og ánægðari neytendum

Þar segir meðal annars : „Í útdrætti af niðurstöðum úr kjötblendingsverkefninu á Möðruvöllum sem kynnt var á veitingahúsinu Greifanum á Akureyri um daginn komu fram miklir yfirburðir Limósín- og Angusblendinganna í samanburði við íslensku nautgripina. Væntingarnar sem gerðar voru í upphafi hafa fyllilega staðist og jafnvel gott betur. Ávinningurinn af einblendingsræktun þessara kjötkynja með íslenskum mjólkurkúm virðist vera mun meiri en sést hefur í erlendum tilraunum með þarlendum mjólkurkúakynjum.

Í sambærilegri tilraun sem gerð var á Möðruvöllum fyrr á þessum áratug virðast Limósín- og Angusblendingarnir einnig hafa talsverða yfirburði fram yfir Galloway blendinga í vaxtarhraða og fóðurnýtingu. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum Matvælarannsókna á Keldnaholti (Matra) virðast kjötgæðin einnig vera meiri í blendingunum. í skynmati sem metur safa, meyrni, fínleika og heildaráhrif kjötsins með sérþjálfuðum smökkurum bar Anguskjötið af, bæði í kvígum kvíga, en kvígur og uxar eru talin hafa svipaðan vöxt og fóðurnýtingu.“

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...