Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Reinebringen í Noregi.
Reinebringen í Noregi.
Mynd / Ferdinand Stöhr - Unsplash
Fréttir 1. febrúar 2022

Allt að 550 prósenta hækkun rafmagnsverðs í Noregi

Haustið 2021 bárust fréttir af því frá Noregi að rafmagnsverð væri þá orðið hærra en nokkru sinni áður í sögunni. Í frétt RÚV var þá haft eftir Gísli Kristjánssyni, fréttaritara í Noregi, að talað væri um allt að tíföldun á verði frá árinu 2020. Einnig að verðið sveiflaðist svo mikið að venjulegt fólk sundlaði við að horfa á rafmagnsmælana.

Ástæða þessa háa orkuverðs er ríkjandi orkukreppa og stórhækkanir á raforkuverði á meginlandi Evrópu sem Norðmenn tengjast beint í gegnum samþykkta orkupakka frá ESB.

Árið 2020 var meðal „spottverð“ á Nord Pool raforkuverinu hins vegar óvenju lágt, eða 11,6 aurar NKR á kílóvattstund. Þetta var lægsta ársverð sem skráð hafði verið í kauphöllinni. Það þýddi að meðalheimili í Suður-Noregi voru að borga mun minna fyrir orkuna en í meðalári vegna offramboðs.

Nær 430–550% hækkun á raforkuverði til heimila í Noregi á 12 mánuðum

Þegar tölur frá Statisk sentralbyräd í Noregi frá 15. nóvember 2021 eru skoðaðar sést að orkuverð með flutningskostnaði (heildarverð til heimila fyrir orku, netleigu og gjöld) hafði hækkað hrikalega og var 147 aurar (NKR). Þá var verð á kílówattstund 26,6% hærra en meðalverð á öðrum ársfjórðungi og 101,6% hærra en 12 mánuði þar á undan. Rafmagnið sjálft var þá 76,3 aurar á kWst. Hafði það hækkað um 49,9% frá öðrum ársfjórðungi og hvorki meira né minna en 429,9% fá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Til viðbótar rafrokuverðinu kom svo netleiga eða flutningur og opinber gjöld.

Þegar skoðað er rafmagnsverð til heimila eftir tegund samnings og nýir fastverðssamningar með allt að 1 árs gildistíma fyrir utan gjöld, nam hækkunin á 12 mánaða tímabili 336,5% og upp í 550,8% þegar talað er um samninga tengda raforkuverði.Ef svo er skoðað það sem kallað er „viðskiptaaflsverð” án gjalda og þá til iðnaðar utan stóriðjuvera, námu hækkanirnar á tólf mánaða tímabili til 15. nóvember 2021 hvorki meira né minna en 614,1%.

Næsta uppfærsla á þessu árs­fjórðungs­verði Statisk sentral­byräd verður 14. febrúar næst­kom­andi.

Orkupakkarnir skipta miklu máli

Þriðji orkupakkinn var samþykkur á Alþingi Íslendinga þann 2. september 2019. 46 þingmenn greiddu atkvæði með innleiðingu orkupakkans og 13 voru á móti. Þessi samþykkt var grundvöllur þess að grænt ljós yrði gefið á innleiðingu hans í hinum aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, þ.e. Noregi og Liechtenstein.
Mikil átök urðu um þessa innleiðingu á Íslandi og fylgdust Norðmenn grannt með þeirri framvindu enda var samningnum ætlað að festa enn frekar í sessi regluverk um sameiginlegan orkumarkað í Evrópu. Þetta skipti Norðmenn enn meira máli en Íslendinga þar sem þeir voru þegar tengdir þeim orkumarkaði með rafstrengjum til meginlands Evrópu.

Allt frá innleiðingu orkupakka 3 í Noregi hafa deilur haldið áfram og þær jukust til mikilla muna eftir að orkukreppa og stórhækkun orkuverðs fór að gera vart við sig fyrir alvöru í Noregi eftir óvenju hagstæða stöðu á fyrri hluta árs 2020. Lágt raforkuverð þá mátti rekja til góðs aðgengis að orku ásamt minni raforkunotkun en venjulega.

Mjög mikil rigning og snjór í fjöllunum og góð vindskilyrði gáfu mikla orkuframleiðslu. Auk þess var árið 2020 hlýjasta ár sem mælst hefur og því notað minna rafmagn til upphitunar. Ofan á þetta var takmörkuð afkastageta á strengjum til nágrannalanda sem dró úr möguleikum á útflutningi á umframafli.

Síðan hefur allt farið á verri veg.

Skylt efni: Noregur | raforka | rafmagnsverð

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...