Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Algjört kæruleysi gagnvart sínum nánustu
Á faglegum nótum 17. september 2015

Algjört kæruleysi gagnvart sínum nánustu

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Af og til fæ ég myndir sendar af fólki sem er ekki að hugsa um öryggi sitt og annarra. Þessar myndir eru af ýmsu tagi, en nú fyrir stuttu fékk ég myndir af smölum á fjórhjólum sem allir voru hjálmlausir.
 
Í síðasta forvarnarpistli var áminnt um að fara varlega í smalamennsku og vera í réttum öryggisklæðnaði. Þegar ég, sem er að reyna að hjálpa og vekja athygli á öryggismálum, sé svona get ég ekki neitað því að maður fyllist vonleysi og hugsar; er engin sem les þessar línur frá mér? Það sem mér finnst verst við þetta er að ég veit að það eiga eftir að verða slys. Þá liggur sá slasaði og lætur stjana við sig og leggur fyrir vikið aukna byrði á sína nánustu. Einmitt vegna þess að gæta ekki að eigin öryggi.
 
Nú er hægt að fá viðurkenndan veltiboga á fjórhjól
 
Fyrir um ári síðan skrifaði ég hér um margverðlaunaðan veltiboga á fjórhjól sem framleiddir eru í Nýja-Sjálandi og heita Lifeguard. Fyrir nokkru ók ég fram hjá Jötunn á Selfossi og það fyrsta sem ég sá inn um búðargluggann var Lifeguard veltibogi á fjórhjól. Ég vil hvetja alla þá sem eiga fjórhjól að skoða þennan magnaða búnað.
 
Veltibogi getur skipt sköpum varðandi það hvort ökumaður sem veltir fjórhjóli getur losað sig undan því  ef ökutækið hafnar á hvolfi. 
Til fróðleiks má sjá á vefsíðunni jotunn.is tengil á lítið myndband sem sýnir þennan öryggisbúnað í notkun. Sjálfur keyri ég sjaldan fjórhjól, en mér hefur tekist að velta einu slíku yfir mig og þakkaði þá góðum öryggisklæðnaði sem ég var í.
 
Ekki er sömu sögu að segja frá manni sem hringdi fyrir nokkrum árum í Neyðarlínuna og var búinn að velta hjólinu sínu yfir sig. Þessi aðili var fastur undir hjólinu. Björgunarsveit var kölluð út til að finna manninn. Leitin tók sinn tíma, en samkvæmt lýsingu frá starfsmanni Neyðarlínunnar heyrði hann vel hvernig dró af manninum hægt og rólega meðan á leitinni stóð. Sem betur fer endaði þessi saga vel, en ef þessi maður hefði verið með Lifeguard veltiboga á hjólinu hefði hann annaðhvort átt að geta velt hjólinu af sér eða smokrað sér undan hjólinu. 
 
Þar sem að ég hef kynnt mér vel þennan veltiboga vil ég benda tryggingarfélögum á að miðað við virkni bogans ætti að vera óhætt að gefa a.m.k. 50% afslátt af tryggingum fjórhjóls og ökumannstryggingu sé viðkomandi með veltiboga frá Lifeguard.  
Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...