Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
„Fiskveiðistjórnunarkerfi sem er svo niðurnjörvað að það heimili ekki svigrúm upp á 1% þegar 712 útgerðir smábáta eiga í hlut getur ekki talist best fiskveiðistjórnunarkerfi  í heimi,“ segir Örn Pálsson.
„Fiskveiðistjórnunarkerfi sem er svo niðurnjörvað að það heimili ekki svigrúm upp á 1% þegar 712 útgerðir smábáta eiga í hlut getur ekki talist best fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi,“ segir Örn Pálsson.
Mynd / VH
Fréttir 14. febrúar 2023

Afturför til ólympískra veiða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða við svæðaskiptingu strandveiða. Landssamband smábátaeigenda telur frumvarpið afturför og auka slysahættu.

Í frumvarpinu er lagt til að aflaheimildum til strandveiða verði skipt á fjögur landsvæði líkt og gert var áður en núverandi fyrirkomulag var sett á árið 2018.

Ætlunin er að skipting aflaheimilda fari eftir fjölda báta sem skráðir eru á hvert svæði. Þegar leyfilegum heildarafla hvers tímabils á viðkomandi svæði verður náð skal Fiskistofa stöðva veiðar á því svæði.

Neikvætt skref

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að í greinargerð sem fylgir frumvarpsdrögunum komi fram að landssambandið sé á móti breytingunum og einnig önnur minni samtök smábátaeigenda.

„Við teljum þetta almennt vera neikvætt skref aftur á bak til þess tíma þegar ólympískar veiðar voru stundaðar á landsvísu og skapi aukna slysahættu og hafi önnur neikvæð áhrif á aðstæður til strandveiða.

Fiskgengd á grunnslóð misjöfn milli ára

Í máli Arnar kemur fram að allt mæli með því að viðhalda því sem smábátaeigendur hefðu aðlagast og að líta verði til þess að veður og fiskgengd á grunnslóð sé afar misjöfn milli ára.

„Á síðustu tveimur árum hafi hvort tveggja verið með miklum ágætum og því með ólíkindum að ekki hafi verið tekið tillit til þess. Árið 2022 skilaði rúmum 11 þúsund tonnum af þorski sem leiddi til þess að ekki hafi verið heimilt að róa frá og með 25. júlí til loka ágúst. Stöðvun olli því að heildarþorskafli fiskveiðiársins varð 2.500 tonnum minni, hefði endað í 242.719 tonnum en ekki 240.219 tonnum.

Fiskveiðistjórnunarkerfi sem er svo niðurnjörvað að það heimili ekki svigrúm upp á 1% þegar 712 útgerðir smábáta eiga í hlut getur ekki talist besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Í ljósi þessa á matvælaráðherra að setja frumvapsdrögin niður í skúffu og leggja þess í stað til að Alþingi felli burt ákvæðið um að Fiskistofu sé skylt að stöðva strandveiðar þegar ákveðnum afla verði náð.

Það myndi tryggja 48 daga til strandveiða sem allir strand- veiðisjómenn kalla eftir og yrði til að auka sátt þjóðarinnar til stjórnkerfis fiskveiða.“

Í frumvarpinu eru svæðin ekki skilgreind þar sem ákvæði er um að ráðherra skuli með reglugerð kveða nánar um skiptingu landsvæða og aflaheimilda á tímabil og landsvæði. Umsagnarfrestur er til og með 15. febrúar 2023.

Skylt efni: strandveiði

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...