Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fé á fjalli.
Fé á fjalli.
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 31. janúar 2019

Af samningum og stöðu sauðfjárbænda

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, unnsteinn@bondi.is

Fram undan er kosning meðal sauðfjárbænda um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði þeirra.  Við munum á næstu dögum funda með okkar félagsmönnum og kynna efni samningsins.  Haldnir verða sex kynningarfundir dagana 5.–7. febrúar. Við höfum fengið ýmiss konar viðbrögð frá bændum við samningunum. Menn eru enn að meta samninginn og afla sér frekari upplýsinga um ýmsar útfærslur í honum.  Okkar félagsmenn munu síðan taka afstöðu til samningsins í rafrænni kosningu sem verður haldin í febrúar.

Samanburður á uppsafnaðri sölu innanlands á dilkakjöti fyrir árin 2016, 2017 og 2018. 

Það má ekki gleyma því að það er ekkert í þessari endurskoðun sem hefur bein áhrif á afurðaverð.  Sú fækkun sem þegar er orðin og á eftir að verða í gegnum aðlögunarsamninga skiptir máli til að skapa jafnvægi milli markaða.  Árið 2016 voru hér framleidd 9.300 tonn af lambakjöti og í haust voru framleidd um 9.000 tonn. Miðað við ásetning haustsins verður framleiðsla á lambakjöti á komandi hausti um 8.500–8.700 tonn. Þessi samdráttur í framleiðslu mun skapa jafnvægi á mörkuðum og stuðla að bættri afkomu bænda.

Sala á dilkakjöti 2018 var ágæt, alls voru seld 6.433 tonn innanlands og er söluaukning milli ára 3,7%. Útflutningur á kindakjöti var 3.797 tonn á síðasta ári, sem er 7,9% samdráttur frá því sem það var árið áður. Veiking krónunnar undir lok árs kom sér vel fyrir útflutninginn og síðan eru erlendir markaðir að þróast í rétta átt. Góð innanlandssala og mikill útflutningur gera það að verkum að um áramót voru birgðir af lambakjöti 4.400 tonn en voru á sama tíma árið áður 5.300 tonn. Það er jákvætt að sjá að við erum að halda okkar markaðshlutdeild á innanlandsmarkaði, það er okkur mjög mikilvægt.  Hin vegar er mikil óvissa fram undan á kjötmarkaði á Íslandi í kjölfar aukins innflutnings á kjötafurðum.

Reiknað meðalverð sláturleyfishafa árið 2018 með viðbótargreiðslum samkvæmt útreikningum Landssamtaka sauðfjárbænda.

Það er ánægjulegt að nú hafa fjórir sláturleyfishafar tilkynnt greiðslu á uppbót á afurðaverð haustsins 2018. Ég hef trú á því að við séum farin að spyrna okkur upp frá botninum, nú er bara spurning hvað það gerist hratt. 

KS og SKVH ehf. hækkuðu afurðaverð á lambakjöti um 6,04% á innlegg í september og október og 10% á innlegg í ágúst frá áður auglýstu verði. Eftir hækkun er reiknað meðalverð KS og SKVH ehf. 419 kr/kg.

SAH afurðir ehf. hækkuðu afurðaverð á dilkakjöti um 12% frá áður auglýstu verði.  Eftir þessa hækkun er reiknað meðalverð SAH afurða ehf. 395 kr/kg.  

Sláturfélag Vopnafjarðar greiddi 45 kr/kg álag á allt innlagt lambakjöt frá áður auglýstu verði. Eftir hækkun er reiknað meðalverð SV 400 kr/kg

Haustið 2018 var meðal afurðaverð yfir allt landið 387 kr/kg.  Eftir þessar hækkanir er reiknað meðalverð komið upp í 405 kr/kg.  Afurðaverð hefur þannig hækkað um 4,7% frá því sem það var með uppbótum haustið 2017. Reiknað meðalverð haustið 2015 var 637 kr/kg (framreiknað út frá vísitölu neysluverðs).  Afurðaverð þarf því að hækka um 57% til að ná því verði. 

Það er auðvitað jákvætt að sjá afurðaverð hækka og fyrirheit um að aðstæður á mörkuðum séu að þróast í rétta átt gefur tilefni til bjartsýni.  Hins vegar þarf enn verulega hækkun afurðaverðs til að ná aftur því verði sem hér var verið að borga áður en afurðaverð hrundi.  Samanburður við nágrannalöndin er okkur ekki sérlega hagfelldur.  Franskir bændur fá t.d. um þessar mundir 914 kr/kg frá sinni afurðastöð og meira að segja bændur í Rúmeníu fá greitt hærra afurðaverð en á Íslandi. 

Staða margra bænda er þannig að menn eru ekki að biðja um launahækkun fyrir sín störf, eins og aðrar starfsstéttir landsins þessa dagana, heldur frekar að þeir fái greidd einhver laun fyrir sín störf.  Þetta er veruleiki sauðfjárbænda á Íslandi í dag. Í endurskoðuðum samningi er að finna mikilvæg verkfæri sem munu m.a. hjálpa okkur að tryggja jafnvægi á mörkuðum og þar með stuðla að bættri afkomu sauðfjárbænda. 

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...