Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Matreiðslumeistarar á Grillinu. Denis Grbic, Kokkur ársins 2016, Sigurður Helgason yfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu og Bocuse d‘Or-fari 2015, Hinrik Örn Lárusson, matreiðslunemi ársins 2015 og Atli Þór Erlendsson Matreiðslumaður ársins 2015.
Matreiðslumeistarar á Grillinu. Denis Grbic, Kokkur ársins 2016, Sigurður Helgason yfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu og Bocuse d‘Or-fari 2015, Hinrik Örn Lárusson, matreiðslunemi ársins 2015 og Atli Þór Erlendsson Matreiðslumaður ársins 2015.
Mynd / TB
Fréttir 3. mars 2016

„Erum með besta veitingastaðinn á landinu“

Höfundur: smh / TB
Keppni um útnefninguna Kokkur ársins fór fram í Hörpu 13. febrúar síðastliðinn. Þá mættust í fimm manna úrslitum kokkar sem unnið höfðu sér þátttökurétt úr tíu manna keppni sem haldin var 8. febrúar. Denis Grbic, matreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, bar sigur úr býtum, en í öðru sæti var Hafsteinn Ólafsson á Nasa og þriðji varð Ari Þór Gunnarsson á Fiskifélaginu. Þetta er annað árið í röð sem matreiðslumeistari af Grillinu hlýtur nafnbótina, en í fyrra sigraði Atli Erlendsson.
 
Fyrirkomulagið á keppninni, sem áður hét Matreiðslumaður ársins, var að faglærðir matreiðslumenn sendu inn í keppnina uppskrift ásamt mynd af réttinum. Valnefnd skipuð fimm faglærðum dómurum völdu nafnlaust þær 10 uppskriftir sem þóttu lofa góðu þar sem mið er tekið af frumleika, nýtingu á hráefni og útliti réttar.
 
Lambið í leyndarkörfunni
 
Keppendur fengu fimm klukkustundir til að elda þriggja rétta matseðil sem samanstóð af forrétti, aðalrétti og eftirrétti. Daginn fyrir úrslitakeppnina var upplýst um hvaða hráefni væru í boði fyrir keppendur, þegar hulunni var svipt af svokallaðri leyndarkörfu. Þar kom í ljós að í forrétt skyldi notað langa, humar, og söl. Í aðalrétt yrði notaður lambahryggur og lambasíða. Í eftirrétt Omnom-súkkulaði, grænt epli og lakkrís. Að auki völdu keppendur sitt eigið grænmeti, mjólkurvörur og þurrvörur. Keppendur skyldu mæta með eigin aðstoðarmann eða matreiðslunema, sem mætti vera 23 ára eða yngri á keppnisdag.
 
Félgagsskapur sigurvegara keppninnar
 
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni eins og áður og byggir á sterkri sögu og hefð. Fyrir keppnina var stofnaður félagsskapur sigurvegara keppninnar frá upphafi, en hópurinn fylgdi keppninni úr hlaði og tók virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd. Yfirdómari keppninnar í ár var Sven Erik Renaa frá Noregi.
 
Samhliða keppnishaldinu var boðið til glæsilegs kvöldverðar þar sem Kokkalandsliðið sá um að matreiða fjögurra rétta máltíð sem borin var fram með ljúffengu víni, en talið er að um 200 manns hafi gætt sér á krásum landsliðsins.  /smh
 
„Erum með besta veitingastaðinn á landinu“
 
Með sigrinum í keppninni um Kokk ársins 2016 vann Denis Grbic sér þátttökurétt í keppni um besta norræna kokkinn sem fram fer í Danmörku í mars. Denis má því ekki slá slöku við æfingar næstu daga. Norræna keppnin er talin með erfiðari kokkakeppnum en síðustu ár hafa matreiðslumenn frá Norðurlöndunum notið mikillar velgengni á alþjóðavettvangi.
 
Denis Grbic,
Kokkur ársins 2016,
Denis byrjaði ungur að hafa áhuga á kokkamennsku og hann segist hafa fengið áhugann hjá foreldrum sínum. „Ég varði miklum tíma í eldhúsinu þegar ég var krakki. Mamma ætlaði alltaf að verða kokkur en þau áform fóru í bið þegar ég fæddist. Eftir grunnskólann fór ég að vinna við byggingarvinnu og lærði að verða múrari. Samhliða náminu vann ég á skyndibitastað en þegar kreppan skall á hætti ég hins vegar í múrverkinu, rétt kominn að sveinsprófinu, og skellti mér í Menntaskólann í Kópavogi í matreiðsluna. Ég fór á samning hjá Hótel Sögu og kláraði sveinsprófið árið 2013. Þá hóf ég störf á Dill og var þar um tíma þar til mér bauðst starf á Grillinu þar sem ég er nú. Ég er því búinn að vera sjö ár í faginu,“ segir Denis. 
 
Stíf keppni í Danmörku
 
Norræna keppnin um kokk ársins á Norðurlöndunum verður haldin í Herning í Danmörku í mars. „Við förum út 6. mars, keppum og komum aftur heim 9. mars. Nú standa yfir æfingar en fyrirkomulagið er þannig að við fáum fjóra klukkutíma í undirbúning og þar til maður skilar forrétti, þar á eftir klukkutíma fyrir aðalrétt og loks 80 mínútur fyrir eftirréttinn. Ólíkt keppninni hér heima er ég einn á báti þar sem ég verð ekki með neinn aðstoðarmann,“ segir Denis en það var Hinrik Örn Lárusson, matreiðslunemi á Grillinu, sem var honum innan handar í Hörpunni á dögunum. Á sama tíma verður þjónakeppni og keppni yngri kokka í Herning. Annar fulltrúi úr Grillinu verður í þjónakeppninni en það er Thelma Björk Hlynsdóttir sem um þessar mundir er við störf á Michelin-staðnum Olo í Helsinki í Finnlandi.
 
Aðspurður um það hvaða þýðingu það hafi fyrir Grillið að vera með hvern verðlaunakokkinn á fætur öðrum í starfsliðinu segir Denis það ekkert vafamál. „Við erum með besta veitingastaðinn á landinu! Þetta er vissulega mjög góð auglýsing fyrir okkur og við finnum fyrir því. Það er fullbókað næstu 3–4 helgar og viðskiptavinahópurinn á örugglega eftir að stækka,“ segir Denis. Hann segist vera mikill aðdáandi norrænnar matargerðar og með það í huga henti samstarf við íslenska bændur mjög vel. „Við erum opnir fyrir öllu samstarfi við bændur. Á Íslandi er eitt flottasta hráefni sem býðst og við erum stoltir af því að geta boðið upp á það besta. Allt sem við fáum og bjóðum hér á Grillinu er í hæsta klassa.“ 
 
Var í hópi flóttamanna sem settust að á Íslandi
 
Denis fluttist hingað til lands með foreldrum sínum frá Króatíu árið 1996. „Við vorum í hópi flóttamanna sem settust að á Ísafirði. Ég var ellefu ára gamall og var strax settur í stíft íslenskunám sem gekk vel. Árin á Ísafirði voru frábær en eftir fjögur ár þar fluttum við suður. Pabbi minn er Serbi en mamma er Króati. Maður reynir að fara reglulega til Króatíu enda á maður þar ættingja og vini,“ segir Denis sem er fjölskyldumaður með konu og tveggja ára dóttur. Aðspurður um það sem er fram undan segir kokkur ársins að það sé að taka þátt í keppninni í Danmörku og síðan einfaldlega að mæta á vaktina á Grillinu. /TB

 

3 myndir:

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.

Samtalið hefst í júní
Fréttir 18. júní 2024

Samtalið hefst í júní

Núverandi búvörusamningar gilda til og með 31. desember 2026. Því ætti nýtt stuð...

Áhrifin að fullu ljós í haust
Fréttir 18. júní 2024

Áhrifin að fullu ljós í haust

Tjón hefur mjög víða orðið hjá sauðfjárbændum á Norðurlandi eftir óveðrið á dögu...

Mikið álag á bændum
Fréttir 18. júní 2024

Mikið álag á bændum

Staðan er þung þar sem tún koma mikið kalin undan vetri. Ótíðin undanfarið hefur...