Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Árni Þór Árnason, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri Austurbakka hf.
Árni Þór Árnason, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri Austurbakka hf.
Fréttir 25. janúar 2018

„Eðlilegt að skoða möguleikana á ræktun kannabis til útflutnings”

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gríðarlegur vöxtur er í framleiðslu á kannabis í heiminum í dag, bæði í lækningaskyni og til einkanota. Fyrirtæki í Kanada eru leiðandi í framleiðslunni í Norður-Ameríku. Íslenskur fjárfestir segir óeðlilegt ef menn skoði ekki möguleikann á þessari ræktun hér á landi til útflutnings.

Árni Þór Árnason, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri Austurbakka hf., þekkir vel til viðskipta, bæði innflutnings og fjárfestinga. Austurbakki, sem var stærsta heildverslun landsins, fór á markað árið 2000 og Árni seldi sinn hlut í fyrirtækinu árið 2005. Hann er einn af stofnendum Agris sem reyndi fyrir sér með leyfisframleiðslu á skyri erlendis með ágætum árangri. Eftir að Árni seldi sinn hlut í Agris hefur hann fengist við annars konar nýsköpun og fjárfestingar bæði hér heima og erlendis.

Ævintýralegur vöxtur

„Vöxturinn í greininni er ævintýralegur í dag og tekju­möguleikarnir miklir en þeir eiga örugglega eftir að dragast sama eftir því sem framleiðslan eykst.

Það sem þarf til að rækta kannabis er vatn og rafmagn. Við höfum nóg af hvoru tveggja og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við getum ræktað kannabis til útflutnings í stórum stíl hér á landi.

Landbúnaður á Íslandi í dag á í erfiðleikum og ræktun á kannabis er að mínu mati góð leið til að efla hann,“ segir Árni.

Úr bitcoin í kannabis

Meðal þess sem Árni hefur verið að fjárfesta í er kannabis­framleiðslufyrirtæki í Kanada. „Heimurinn er alltaf að breytast og sem fjárfestir reyni ég að fylgjast með því sem er að gerast. Í gegnum Austurbakka hf. flutti ég inn meðal annars lækningavörur, lyf, vín og iðnaðarvörur og í fyrra prófaði ég aðeins bitcoin en hætti því fljótlega og setti ágóðann af því í að fjárfesta í kannabisframleiðendum í Kanada.“

Árni segir að fjárfestingin hafi reynst vel og fjór- eða fimmfaldast á einu ári í þremur stærstu fyrirtækjunum. Fyrirtækin heita Canopy Growth, Aurora og Aphria og eru öll á markaði.
Í sjálfu sér hef ég engan áhuga á kannabis og hef ekki prófað það en ég les fjárfestingafréttir og fæ upplýsingar um áhugaverðar fjárfestingar. Hvað kannabis varða sá ég að þar var eitthvað áhugavert í gangi. Í dag hafa um 60% Bandaríkjamanna í 28 ríkjum aðgang að löglegu kannabis, ýmist til lækninga eða einkaneyslu.

Kolóradó-ríki er komið lengst í lögleiðingu kannabis í Bandaríkjunum og fyrsta árið, 2014, sem kannabis var leyfilegt þar til einkanota fékk ríkið um eina milljón dollara í skatttekjur af sölu þess. Í mínum huga og flestra annarra er það borðleggjandi að hið opinbera hagnist af sölunni frekar en einhver glæpastarfsemi.“

Stórfelld framleiðsluaukning

„Í dag framleiða þrjú stærstu kannabisræktunarfyrirtækin í Kanada um 40 tonn á ári og eru með áform um að auka framleiðsluna stórlega á næstu árum. Eitt af þessum kanadísku fyrirtækjum var að setja upp skrifstofu í Danmörku með Norðurlanda-umboð og þar er verið að reisa stórt gróðurhús í Óðinsvé til að rækta kannabis í lækningaskyni. Þýski og spænski markaðurinn hafa líka opnast.

Eitt af stóru vínfyrirtækjunum í heiminum, Constellation Brands, sem á meðal annars Corona-bjór, fjárfesti fyrir skömmu í stærsta kannabisfyrirtækinu í Kanada, Canopy Growth. Mér skilst að þeir séu einnig að velta fyrir sér að setja á markað einhvers konar kannabisbjór.“

Árni segir að í sjálfu sér sé ekki flókið fyrir fólk sem hefur áhuga á fjárfestingum að sjá að í dag borgar sig að fjárfesta í kannabisframleiðslu, hvað svo sem fólki kann að finnast um kannabis sem slíkt. Það er hægt að fjárfesta í vopnaframleiðslufyrirtækjum, vínfyrirtækjum, sígarettu­fyrir­tækjum, spilavítum, svo eitthvað af svokölluðum „sin stocks“ sé nefnt.

„Sjúklingar, til dæmis með alvarlegt krabbamein, segja að kannabisolía og töflur reynist þeim mun betur til að lina þjáningar þeirra en þau ópíumlyf sem eru lögleg og ávísað er af læknum. Í Bretlandi er meira að segja ávísað heróíni til að lina þjáningar en þar er kannabis ólöglegt og svo maður tali nú ekki um ópíumóðavæðinguna sem gengur yfir í Bandaríkjunum.“

Ræktað til útflutnings

„Vöxturinn í kannabisframleiðslu í heiminum í dag er nánast á byrjunarstigi. Fyrirtæki í Kanada, sem er að framleiða tæp níu tonn í dag eins og Aurora, hefur uppi áform um að bæta við aðstöðu til að rækta 100 þúsund tonn á ári. Ástralir eru til dæmis í startholunum í að hefja framleiðslu.

Ég hef aðeins grennslast fyrir um gæða kannabis sem ræktað er ólöglega á Íslandi hjá lögreglunni og mér er sagt að framleiðslan sé mjög góð.

Við í nýsköpunargeiranum höfum stundum haft í flimtingum að kannabisræktun á Íslandi sé nýsköpun sem hefur heppnast vel en sé á sama tíma ólögleg og gerð upptæk.“

Gríðarlegt eftirlit og miklar tekjur

„Ræktun af þessu tagi fylgir gríðarlegt eftirlit. Bæði hvað varðar gæði framleiðslunnar og að ekkert glatist við framleiðsluna sem ekki á að fara úr húsi. Í Kanada er fleiri hundruð fyrirtækjum á ári neitað um leyfi til að framleiða kannabis þar sem þau standast ekki gæða- eða öryggiskröfur.

Satt best að segja þykir mér óeðlilegt ef menn skoði ekki möguleikann á þessari ræktun hér á landi og selt það sem Pure Icelandic,“ segir Árni og hlær.

„Á sama tíma og greiddur er skattur af hagnaðinum við framleiðsluna er um gjaldeyrisöflun að ræða. Tekjurnar af framleiðslunni gætu verið gríðarlegar ef vel tekst til og ekki veitir af að auka tekjur ríkissjóðs hér á landi og til dæmis bæta skólakerfið og aðstöðu eldra fólks.“

Skylt efni: Nýsköpu | kannabis | útflutningur

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...