Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ísafjörður. Tjaldstæðið í Tungudal í Skutulsfirði.
Ísafjörður. Tjaldstæðið í Tungudal í Skutulsfirði.
Mynd / HKr.
Líf og starf 9. júní 2020

Útilegukortið hefur aðdráttarafl og eykur viðskipti á viðkomandi svæði

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Frá árinu 2006 hefur fyrirtækið Útilegukortið ehf. gefið út samnefnt aðgangskort að tjaldstæðum á Íslandi sem það hefur gert samninga við. Þetta hefur mælst afar vel fyrir og hafa mörg verkalýðsfélög niðurgreitt slík kort til sinna félagsmanna. 
 
Markmiðið með stofnun Útilegu­kortsins er að gefa íslenskum og erlendum ferðamönnum kost á því að ferðast um Ísland á ódýran og hagkvæman hátt með gistingu á sérvöldum tjaldsvæðum um landið.
 
Útilegukortið gildir á viðkomandi tjaldsvæðum á meðan tjaldsvæðin eru opin fyrir almenning út árið 2020 en þó ekki lengur en til 15. september. Útilegukortið kostar fullu verði aðeins 19.900 krónur.
 
Niðurgreiðslur verkalýðsfélaga eru misjafnar en nema í sumum tilfellum fast að helmingi þessa gjalds. 
 
Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári þess. Að vísu þurfa gestir að greiða sérstaklega gistináttagjald og fyrir rafmagn á tjaldstæðum ef það er notað. 
 
Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði innan gistináttanna 28 en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.
 
Útilegukortið eykur viðskipti í viðkomandi sveitarfélagi
 
Útilegukortið hefur greinilega haft mikil áhrif á ferðir fólks um landið. Greinilegt er að þau tjaldstæði sem eru skráð á Útilegukortið eru oft ásetnari en önnur. Því fjær höfuðborginni sem tjaldsvæðin eru því mikilvægara virðist vera að þau bjóði fólki upp á að það geti þar nýtt Útilegukortið. Það dregur að fólk sem annars kæmi síður eða alls ekki. 
 
Sveitarfélög sem oft reka þessi tjaldstæði sjá því augljósan hag í að taka þátt í þessu, jafnvel þótt beinar tekjur fyrir leigu á hverju tjaldstæði kunni að vera minni fyrir hvern einstakling en ella. Ástæðan er einföld. Aukin aðsókn að tjaldstæðum dregur fólk að þeim þéttbýliskjörnum sem þar eru í nágrenninu.
 
Ferðafólk sem kemur á þessi tjaldstæði er að sækjast eftir upplifun og það þarf líka að nærast. Koma þess á tjaldstæðin skapar því umtalsverða veltu í þeim samfélögum þar sem þau eru. Þetta hafa sveitarfélög í auknum mæli verið að átta sig á og má greinilega sjá þess merki víða um land. 
 
SUÐURLAND
 
• Kleifarmörk
• Langbrók
• Álfaskeið
• Skjól
• Hella Gaddstaðaflatir
• Stokkseyri
• Þorlákshöfn
• Grindavík
• Sandgerði

VESTURLAND

• Þórisstaðir
• Varmaland
• Traðir, á Eyrunum
• Grundarfjörður
 
VESTFIRÐIR
 
• Grettislaug á Reykhólum
• Drangsnes
• Flókalundur
• Patreksfjörður
• Tungudalur (Ísafjörður)
• Bolungarvík

NORÐURLAND

• Hvammstangi
• Skagaströnd
• Sauðárkrókur
• Siglufjörður
• Ólafsfjörður
• Lónsá
• Heiðarbær
• Kópasker
• Raufarhöfn
• Þórshöfn
• Möðrudalur – Fjalladýrð
 
AUSTURLAND
 
• Seyðisfjörður
• Reyðarfjörður
• Eskifjörður
• Norðfjörður
• Fáskrúðsfjörður
• Stöðvarfjörður

 

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...