Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar
Það er mikið um að vera í Bláskógabyggð því íbúum þar er alltaf að fjölga og þá er mikið um byggingaframkvæmdir í sveitarfélaginu. Nýverið var 1.500 íbúa markinu náð en í dag eru íbúar 1.508 samkvæmt vef Þjóðskrár, þ.e. einstaklingar með lögheimili í Bláskógabyggð.