Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Köttur sem ber kraga með bjöllum utan um hálsinn, en slíkur búnaður getur minnkað veiðiafköst katta á smáfuglum. Ný samþykkt Bláskógabyggðar um kattahald er m.a. ætlað að vernda fuglalíf.
Köttur sem ber kraga með bjöllum utan um hálsinn, en slíkur búnaður getur minnkað veiðiafköst katta á smáfuglum. Ný samþykkt Bláskógabyggðar um kattahald er m.a. ætlað að vernda fuglalíf.
Mynd / Aðsend
Fréttir 28. ágúst 2024

Kettir mega ekki vera á flækingi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt nýjar reglur um kattahald í þéttbýli sveitarfélagsins.

Þar kemur m.a. fram að köttum skal haldið þannig að þeir valdi ekki hávaða, ónæði, óhollustu eða óþrifnaði. Ef köttur veldur nágrönnum eða öðrum ítrekuðu ónæði, óþrifum eða tjóni, þá beri eiganda eða umráðamanni að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Eigandi eða umráðamaður kattar skal greiða það tjón sem köttur hans veldur.

Markmið samþykktarinnar um kattahald í sveitarfélaginu er að stuðla að því að eigendur og umráðamenn katta fari vel með þá, tryggi þeim góða vist, sjái til þess að þeir séu ekki á flækingi og að af þeim stafi hvorki ónæði né tjón. Markmiðið er einnig að stuðla að verndun fuglalífs.

Í gjaldskrá Bláskógabyggðar vegna kattahalds kemur fram að gjald vegna handsömunar kattar greiðist við afhendingu kr. 12.500. Að auki skal greiða daggjald 3.000 kr. fyrir hvern dag fyrir þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi kattar, þ.m.t. útkall dýraeftirlitsmanns, fóðrun og auglýsingar.

Skylt efni: Bláskógabyggð | kettir

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...