Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Köttur sem ber kraga með bjöllum utan um hálsinn, en slíkur búnaður getur minnkað veiðiafköst katta á smáfuglum. Ný samþykkt Bláskógabyggðar um kattahald er m.a. ætlað að vernda fuglalíf.
Köttur sem ber kraga með bjöllum utan um hálsinn, en slíkur búnaður getur minnkað veiðiafköst katta á smáfuglum. Ný samþykkt Bláskógabyggðar um kattahald er m.a. ætlað að vernda fuglalíf.
Mynd / Aðsend
Fréttir 28. ágúst 2024

Kettir mega ekki vera á flækingi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt nýjar reglur um kattahald í þéttbýli sveitarfélagsins.

Þar kemur m.a. fram að köttum skal haldið þannig að þeir valdi ekki hávaða, ónæði, óhollustu eða óþrifnaði. Ef köttur veldur nágrönnum eða öðrum ítrekuðu ónæði, óþrifum eða tjóni, þá beri eiganda eða umráðamanni að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Eigandi eða umráðamaður kattar skal greiða það tjón sem köttur hans veldur.

Markmið samþykktarinnar um kattahald í sveitarfélaginu er að stuðla að því að eigendur og umráðamenn katta fari vel með þá, tryggi þeim góða vist, sjái til þess að þeir séu ekki á flækingi og að af þeim stafi hvorki ónæði né tjón. Markmiðið er einnig að stuðla að verndun fuglalífs.

Í gjaldskrá Bláskógabyggðar vegna kattahalds kemur fram að gjald vegna handsömunar kattar greiðist við afhendingu kr. 12.500. Að auki skal greiða daggjald 3.000 kr. fyrir hvern dag fyrir þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi kattar, þ.m.t. útkall dýraeftirlitsmanns, fóðrun og auglýsingar.

Skylt efni: Bláskógabyggð | kettir

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...