Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Köttur sem ber kraga með bjöllum utan um hálsinn, en slíkur búnaður getur minnkað veiðiafköst katta á smáfuglum. Ný samþykkt Bláskógabyggðar um kattahald er m.a. ætlað að vernda fuglalíf.
Köttur sem ber kraga með bjöllum utan um hálsinn, en slíkur búnaður getur minnkað veiðiafköst katta á smáfuglum. Ný samþykkt Bláskógabyggðar um kattahald er m.a. ætlað að vernda fuglalíf.
Mynd / Aðsend
Fréttir 28. ágúst 2024

Kettir mega ekki vera á flækingi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt nýjar reglur um kattahald í þéttbýli sveitarfélagsins.

Þar kemur m.a. fram að köttum skal haldið þannig að þeir valdi ekki hávaða, ónæði, óhollustu eða óþrifnaði. Ef köttur veldur nágrönnum eða öðrum ítrekuðu ónæði, óþrifum eða tjóni, þá beri eiganda eða umráðamanni að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Eigandi eða umráðamaður kattar skal greiða það tjón sem köttur hans veldur.

Markmið samþykktarinnar um kattahald í sveitarfélaginu er að stuðla að því að eigendur og umráðamenn katta fari vel með þá, tryggi þeim góða vist, sjái til þess að þeir séu ekki á flækingi og að af þeim stafi hvorki ónæði né tjón. Markmiðið er einnig að stuðla að verndun fuglalífs.

Í gjaldskrá Bláskógabyggðar vegna kattahalds kemur fram að gjald vegna handsömunar kattar greiðist við afhendingu kr. 12.500. Að auki skal greiða daggjald 3.000 kr. fyrir hvern dag fyrir þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi kattar, þ.m.t. útkall dýraeftirlitsmanns, fóðrun og auglýsingar.

Skylt efni: Bláskógabyggð | kettir

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...