Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
„Hestastopp“ á Brú er mjög vinsælt, bæði hjá ferðaþjónustunni og ferðamönnum á eigin vegum. Á góðum degi eru oft um 30-40 rútur sem stoppa á planinu, ásamt 200 bílaleigubílum. Hestarnir eru mikið myndaðir og margir kaupa hestaköggla og gefa þeim, þó það séu alltaf einhverjir innan um sem gefa alls konar óþverra.
„Hestastopp“ á Brú er mjög vinsælt, bæði hjá ferðaþjónustunni og ferðamönnum á eigin vegum. Á góðum degi eru oft um 30-40 rútur sem stoppa á planinu, ásamt 200 bílaleigubílum. Hestarnir eru mikið myndaðir og margir kaupa hestaköggla og gefa þeim, þó það séu alltaf einhverjir innan um sem gefa alls konar óþverra.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Bláskógabyggð, sem er staðsettur rétt við veginn upp að Gullfossi, eru með bílaplan við veginn þar sem ferðamenn geta stoppað til að klappa nokkrum hrossum, tekið myndir af þeim og gefið þeim hestaköggla, sem fást í sjálfsala á planinu.

Sjálfsalinn á Brú er mjög vel merktur, en þar er hægt að kaupa hestaköggla til að gefa hestunum.

Það eru þó ekki allir sem virða það, því mörgum dettur í hug að gefa hestunum alls kyns draslmat líka.

„Það er með ólíkindum hvað fólki dettur í hug að reyna að koma í hrossin. Þá erum við ekki bara að tala um brauð, kökur, kex, epli og gulrætur, heldur einnig hnetur, snakk, egg, kjöt, roast beef samlokur og í rauninni allt sem það finnur í bílunum hjá sér. Það eru ekki bara erlendir ferðamenn sem haga sér svona, Íslendingar eru oft ekkert skárri,“ segir Margeir óhress.

Hann segir að hrossin hafi ekki vit á því hvað sé gott fyrir þau og hvað ekki en sumt af því sem verið er að gefa þeim getur beinlínis verið þeim lífshættulegt.

Margeir segir að hann geti gefið einum hesti 4-5 brauðsneiðar, honum að meinalausu, en ef t.d. 100 manns koma með eina brauðsneið og gefa, þá sé hesturinn dauður.

„Meltingarvegur hrossa getur auðveldlega stíflast ef þau éta eitthvað óhollt eða í óhóflegu magni en það getur dregið þau til dauða á nokkrum klukkutímum.

Með því að bjóða upp á hestaköggla til sölu og vona að það sé ekki verið að gefa þeim neitt annað, þá eru hrossin að fá fóður sem er þeim ætlað og við höfum yfirsýn yfir það magn sem þau fá,“ segir Margeir og bætir við:

„Það er þó allt of algengt að hestunum sé gefinn alls konar óþverri með tilheyrandi hættu fyrir þau.“

Skylt efni: Bláskógabyggð

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...