Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
„Hestastopp“ á Brú er mjög vinsælt, bæði hjá ferðaþjónustunni og ferðamönnum á eigin vegum. Á góðum degi eru oft um 30-40 rútur sem stoppa á planinu, ásamt 200 bílaleigubílum. Hestarnir eru mikið myndaðir og margir kaupa hestaköggla og gefa þeim, þó það séu alltaf einhverjir innan um sem gefa alls konar óþverra.
„Hestastopp“ á Brú er mjög vinsælt, bæði hjá ferðaþjónustunni og ferðamönnum á eigin vegum. Á góðum degi eru oft um 30-40 rútur sem stoppa á planinu, ásamt 200 bílaleigubílum. Hestarnir eru mikið myndaðir og margir kaupa hestaköggla og gefa þeim, þó það séu alltaf einhverjir innan um sem gefa alls konar óþverra.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Bláskógabyggð, sem er staðsettur rétt við veginn upp að Gullfossi, eru með bílaplan við veginn þar sem ferðamenn geta stoppað til að klappa nokkrum hrossum, tekið myndir af þeim og gefið þeim hestaköggla, sem fást í sjálfsala á planinu.

Sjálfsalinn á Brú er mjög vel merktur, en þar er hægt að kaupa hestaköggla til að gefa hestunum.

Það eru þó ekki allir sem virða það, því mörgum dettur í hug að gefa hestunum alls kyns draslmat líka.

„Það er með ólíkindum hvað fólki dettur í hug að reyna að koma í hrossin. Þá erum við ekki bara að tala um brauð, kökur, kex, epli og gulrætur, heldur einnig hnetur, snakk, egg, kjöt, roast beef samlokur og í rauninni allt sem það finnur í bílunum hjá sér. Það eru ekki bara erlendir ferðamenn sem haga sér svona, Íslendingar eru oft ekkert skárri,“ segir Margeir óhress.

Hann segir að hrossin hafi ekki vit á því hvað sé gott fyrir þau og hvað ekki en sumt af því sem verið er að gefa þeim getur beinlínis verið þeim lífshættulegt.

Margeir segir að hann geti gefið einum hesti 4-5 brauðsneiðar, honum að meinalausu, en ef t.d. 100 manns koma með eina brauðsneið og gefa, þá sé hesturinn dauður.

„Meltingarvegur hrossa getur auðveldlega stíflast ef þau éta eitthvað óhollt eða í óhóflegu magni en það getur dregið þau til dauða á nokkrum klukkutímum.

Með því að bjóða upp á hestaköggla til sölu og vona að það sé ekki verið að gefa þeim neitt annað, þá eru hrossin að fá fóður sem er þeim ætlað og við höfum yfirsýn yfir það magn sem þau fá,“ segir Margeir og bætir við:

„Það er þó allt of algengt að hestunum sé gefinn alls konar óþverri með tilheyrandi hættu fyrir þau.“

Skylt efni: Bláskógabyggð

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...