Sveitarstjórarnir (f.v.) Sylvía Karen Heimisdóttir, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Aldís Hafsteinsdóttir, Hrunamannahreppi, Ásta Stefánsdóttir, Bláskógabyggð, og Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, Grímsness- og Grafningshreppi, leiða „Sveitarfélög ársins 2025“ skv. BSRB og Gallup.
Sveitarstjórarnir (f.v.) Sylvía Karen Heimisdóttir, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Aldís Hafsteinsdóttir, Hrunamannahreppi, Ásta Stefánsdóttir, Bláskógabyggð, og Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, Grímsness- og Grafningshreppi, leiða „Sveitarfélög ársins 2025“ skv. BSRB og Gallup.
Mynd / samband.is
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins 2025“.

Útnefning Sveitarfélaga ársins er á grunni niðurstaðna viðhorfskönnunar félagsfólks bæjarstarfsmannafélaga og stéttarfélaga innan BSRB og var könnunin gerð í samstarfi við Gallup. Veitt er viðurkenning fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga.

Í öðru sæti varð Grímsnesog Grafningshreppur, því þriðja Hrunamannahreppur og fjórða Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Árlega eru veitt verðlaun og viðurkenning fyrir sveitarfélögin sem verma fjögur efstu sætin og fá þau sæmdarheitið Sveitarfélag ársins.

Þetta er fjórða árið í röð sem könnun af þessu tagi er gerð og hefur Bláskógabyggð fengið viðurkenningu á hverju ári. Frá upphafi hafa sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu raðað sér í flest efstu sætin. Er könnunin sögð veita mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi og stjórnun. Mælingin nái yfir fjölbreytta þætti og fáist heilsteypt mynd af innra starfsumhverfi sveitarfélaganna.

Tilgangurinn með könnuninni er að hvetja stjórnendur sveitarfélaga til að veita starfsumhverfi meiri athygli og ráðast í umbótaverkefni þar sem þess er þörf. Einnig er ætlunin að niðurstöðurnar skapi almenna umræðu um starfsumhverfi og stjórnun á vinnustöðum, félagsfólki stéttarfélaganna til hagsbóta. Ekki síst er tilgangurinn að veita góðum vinnustöðum viðurkenningu fyrir að hlúa vel að starfsfólki.

Skylt efni: Bláskógabyggð

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...