Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Uppbygging vindorku verður æ erfiðari í þéttbýlu Þýskalandi. Hún á aðeins eftir að ganga ef sveitarfélög og íbúar fá hluta af arðinum af framleiðslunni. Ég sé einnig tækifæri í þessu fyrir Ísland að styðja við aukna framleiðslu á endurnýjanlegri orku með beinni þátttöku sveitarfélaga og íbúa þeirra. Því skyldi ekki tilheyra á íslenskum bóndabæ ein eða tvær vindrafstöðvar við hliðina á súrheysturni og útihúsum?
Uppbygging vindorku verður æ erfiðari í þéttbýlu Þýskalandi. Hún á aðeins eftir að ganga ef sveitarfélög og íbúar fá hluta af arðinum af framleiðslunni. Ég sé einnig tækifæri í þessu fyrir Ísland að styðja við aukna framleiðslu á endurnýjanlegri orku með beinni þátttöku sveitarfélaga og íbúa þeirra. Því skyldi ekki tilheyra á íslenskum bóndabæ ein eða tvær vindrafstöðvar við hliðina á súrheysturni og útihúsum?
Lesendarýni 27. maí 2021

Tækifæri fyrir Ísland og Þýskaland?

Höfundur: Dietrich Becker, sendiherra Þýskalands á Íslandi

Ísland og Þýskaland eru landfræðilega mjög ólík lönd. Ísland er 103.000 ferkílómetrar og þar eru um 360.000 íbúar, veðurfarið er hráslagalegt og fjarlægðir miklar. Þýskaland er um 357.500 ferkílómetrar – aðeins um þrefalt stærra en Ísland – en þar eru 222 sinnum fleiri íbúar og í landinu er hjarta iðnaðar í Evrópu og orkunotkunin er í samræmi við það. Bæði lönd deila sameiginlegum markmiðum, byggðum á sameiginlegum gildum. Það á sérstaklega við um loftslagsverndina.

Áskoranir í tengslum við hana eru mjög mismunandi í löndunum tveimur. Íslendingar þurfa að ná niður kolefnisútbæstri í vöruflutningum á landi og einkum og sér í lagi hjá flug- og skipaflotunum, að fiskveiðiflotanum meðtöldum. Samtímis vilja bæði Þjóðverjar og Íslendingar vernda náttúruna sem allra best.

Aðdáunarvert er hvernig íslensk fyrirtæki eru orðin leiðandi á heimsmarkaði á vissum sviðum. Þessir tæknileiðtogar, fiskveiðarnar og ferðaþjónustan tryggja mikil lífsgæði á Íslandi.  Andspænis áskorunum loftslagsbreytinga er erfitt að finna réttu leiðina – á milli þess að viðhalda efnahaginum og verndunar loftslags og náttúru – og það kallar á umræður í okkar opnu samfélögum. Ísland og Þýskaland hafa þegar tekið risaskref í átt að verndun loftslagsins: Ísland með uppbyggingu hitaveitna sem reynst hefur hárrétt ákvörðun í sögulegu ljósi. Þessi hugrakka ákvörðun borgar sig núna. Þýskaland hefur drifið áfram uppbyggingu vind- og sólarorku og ákveðið að hætta að nota kolaorkuver í náinni framtíð. Þýskaland hefur náð miklum árangri í að byggja upp vind- og nýlega sólarorku. Þegar árið 2020 var meira en helmingur þýskrar raforkuframleiðslu úr endurnýjanlegum orkugjöfum: 247 teravattstundir samtals (þar af vindorka 131 teravattstund, sólarorka 51 teravattstund, lífmassi 45 teravattstundir, vatnsorka 18 teravattstundir). Heildar raforkuframleiðsla Íslendinga nam  19 teravattstundum. 

Nauðsynleg umskipti í iðnaði 

Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og litlar náttúruauðlindir er Þýskaland ein af leiðandi iðnaðarþjóðum heims. Ísland hefur einnig hag af því að flytja inn iðnaðarvörur þaðan. Miklar breytingar eiga sér nú stað í þýskum iðnaði vegna markmiðsins um að ná kolefnishlutleysi árið 2050 í síðasta lagi. Iðnaðurinn, stál- og málmiðnaður, sem og efnaiðnaðurinn þurfa að snúa sér að endurnýjanlegum orkugjöfum, burt frá kolum og olíu. Þessi umskipti eru einnig hagsmunamál fyrir Ísland sem finnur sérstaklega mikið fyrir loftslagsbreytingum.

Frá sjónarmiði þýskra stjórn­valda og þýsks iðnaðar er greiningin ótvíræð: Mikilvægasti þáttur umskipta í þýskum iðnaði verður grænt vetni, vetni framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum. Rafmagnsþörfin mun aukast mjög mikið vegna vetnisframleiðslu og samgangna með rafmagni. Frekari uppbygging nálgast efnisleg og pólitísk endimörk. Þýskaland heldur áfram að byggja upp endurnýjanlegar orkulindir, en verður árið 2050 að treysta eftir sem áður á umtalsverðan innflutning á orku í formi rafmagns, vetnis og afleiðum þeirra. 

Hverjir eru réttu samstarfsaðilarnir?

Hvorki Ísland né Þýskaland geta lagt niður iðnaðarframleiðslu sína. Þýskaland mun í framtíðinni þurfa að flytja inn vetni framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þýskaland verður að spyrja sig hverjir séu réttu og traustustu samstarfsaðilarnir í þessu samhengi. Þegar er komið á samstarf við Marokkó, Ástralíu, Síle, en einnig Saudi-Arabíu og Rússland. Ég er þeirrar skoðunar Ísland sé betri samstarfsaðili. Ég sé Ísland fyrir mér sem samstarfsaðila í þróun tækni og sambyggðra kerfa fyrir vetnisviðskipti. Ísland hefur sem háþróað land með sína eigin tækni tækifæri til að verða í fararbroddi þeirra landa sem skipta yfir í vetnisframleiðslu og -notkun, þar með talið á sjó og í lofti. En tíminn er naumur því annars verða önnur lönd fremst í flokki.

Til þess að gera ferðaþjónust­una sjálfbæra – stærsta áskorunin fyrir Ísland – þarf nýja tækni í flugsamgöngum. Vegna nálægðar sinnar við endurnýjanlegar orkulindir er Keflavík í kjörstöðu til að innleiða notkun vetnis í flugsamgöngum. Það gleddi mig til að mynda ef þýskir og íslenskir verkfræðingar myndu standa að fyrstu vetnisknúnu flugvélinni. Þetta er aðeins dæmi. Önnur eru: Skipavélar knúnar með ammóníum eða efnarafölum, dreifð vetnisframleiðsla fyrir vöruflutninga á landi. Í þessum efnum gætu Ísland og Þýskaland einnig verið samstarfsaðilar.

Uppbygging raforkuframleiðslu er lífsnauðsynleg ef stíga á skrefin til vetnisframleiðslu og tæknilegrar forystu. 

Erfiðar ákvarðanir til að vernda loftslagið

Uppbygging raforkuframleiðslu er lífsnauðsynleg ef stíga á skrefin til vetnisframleiðslu og tæknilegrar forystu. Við verðum öll að nýta okkur tækniþekkingu og -möguleika til að gera eins vel og unnt er til að vernda loftslagið. Þetta er einnig spurning um samstöðu með löndum sem hafa ekki lengur möguleika á að byggja upp endurnýjanlega orku frekar eða hafa ekki tækniþekkingu eða fé til þess að gera það.

Ég þekki umræðuna á Íslandi um áliðnaðinn. Já, það þarf að spyrja sig hvort ekki eigi að draga úr notkun áls um allan heim? En frá hnattrænu sjónarmiði finnst mér áliðnaðurinn á Íslandi, með sínum háu stöðlum, vera æskilegri en í öðrum löndum. Þetta gildir einnig um framleiðslu vetnis. Íslenskt vetni getur t.d. hjálpað til við að gera kolanotkun í stáliðnaði óþarfa. Það þarf ekki nýja Kárahnjúkavirkjun til að auka rafmagnsframleiðslu. Í Þýskalandi tókst að fá marga mismunandi aðila að rafmagnsframleiðslunni. Uppbygging vindorku verður æ erfiðari í þéttbýlu Þýskalandi. Hún á aðeins eftir að ganga ef sveitarfélög og íbúar fá hluta af arðinum af framleiðslunni. Ég sé einnig tækifæri í þessu fyrir Ísland að styðja við aukna framleiðslu á endurnýjanlegri orku með beinni þátttöku sveitarfélaga og íbúa þeirra. Því skyldi ekki tilheyra á íslenskum bóndabæ ein eða tvær vindrafstöðvar við hliðina á súrheysturni og útihúsum?

„Enginn er eyland“ eins og titill á vinsælli þýskri skáldsögu hljóðaði, eða í dag öllu heldur:

„Það er aðeins eitt andrúmsloft“. Jöklarnir á Íslandi bráðna ekki vegna útblásturs Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum, heldur vegna útblásturs í Bandaríkjunum, Kína og Evrópu, iðnaðarins á heimsvísu. En þau lífsgæði sem Íslendingar njóta væru óhugsandi án iðnaðar í öðrum löndum. Við sitjum öll í einum báti og verðum að horfa til þeirra sem hafa getuna til að bjarga okkur frá því að sökkva. Eru Þýskaland og Ísland ekki skuldbundin til þess að vinna að því saman? Ég vil segja: Já!

 

Dietrich Becker,
sendiherra Þýskalands á Íslandi

Íslandsmót í rúningi
Lesendarýni 18. október 2024

Íslandsmót í rúningi

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hyggst endurvekja Íslandsmeistaramótið í r...

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi
Lesendarýni 15. október 2024

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi

Árið 1981 voru samtök fag- og stéttarfélaga frjótækna í Evrópu stofnuð í Strasbo...

Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Lesendarýni 9. október 2024

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Á meðan trén vaxa ræða skógarbændur framtíðina. „Það er víst lítið annað að gera...

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á ...

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd ti...

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið
Lesendarýni 2. október 2024

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið

Íslenskur landbúnaður hefur gegnt lykilhlutverki í þróun samfélagsins frá landná...

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara