Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ráðherra slær ryki í augun á bændum!
Lesendarýni 1. mars 2019

Ráðherra slær ryki í augun á bændum!

Höfundur: Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu
Sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra leggur til að við afnemum leyfisveitingakerfi sem við reiðum okkur á til að verja heilbrigði búfjárstofna okkar og heilnæmi matvæla. Þetta er samkvæmt frumvarpi sem hann kynnti 20. febrúar sl.
 
Um leið og hann reynir að fullvissa okkur um að ekkert sé annað í stöðunni þá slær hann ryki í augun á mönnum og segir að farið verði í heilmiklar aðgerðir samhliða þessu. 
 
Aðgerðir sem vel á minnst væri flestar auðvelt að fara í án þess að afnema leyfisveitingakerfið.
 
Þetta eru líka aðgerðir sem við höfum enga vissu fyrir því að virki eða séu varanlegar.
 
Í stað þess að narta sífellt af íslenskum bændum ættu stjórnvöld frekar að sjá sér hag í því að gefa frekar í þegar kemur að íslenskri landbúnaðarframleiðslu.
 
Þetta eru staðreyndir sem skipta máli:
  • Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein stærsta ógn við lýðheilsu í heiminum. Sú ógn hefur farið ört vaxandi.
  • Ísland hefur frábæra stöðu. Viljum við í alvörunni fórna henni til þess eins að stórkaupmenn Íslands geti grætt meiri pening á íslenskum neytendum?
  • Búfjársjúkdómar sem hingað til lands bárust með misráðnum innflutningi hafa ýmist verið upprættir eða þeim haldið í skefjum með markvissu varnarstarfi af hálfu bænda.

Okkur er sagt að aðrir og mikilvægari hagsmunir trompi allt það sem hér hefur verið rakið. Það gæti haft svo svakalega slæm áhrif á sjávarútveginn ef að stjórnvöld myndu reyna að taka slaginn með landbúnaðinum.
 
Fólk verður að hafa okkur sauðfjárbændur afsakaða. Okkur sem höfum upplifað stöðugan tekjusamdrátt á einu mesta hagvaxtarskeiði þjóðarinnar. Hafið okkur afsakaða meðan við neitum að taka þátt í því að vera þröngvað enn nær bjargbrúninni á meðan við horfum á kvótagreifana á snekkjum úti á sjóndeildarhringnum!
 
Allt það sem við höfum barist fyrir, allt það sem við höfum unnið fyrir og allt það sem við skuldum næstu kynslóðum má ekki verða kastað á glæ til þess eins að þeir allra ríkustu á Íslandi verði enn ríkari!
 
Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu.
Áhrif beitar á uppskeru og kolefnisspor kindakjöts
Lesendarýni 19. september 2024

Áhrif beitar á uppskeru og kolefnisspor kindakjöts

Í Bændablaðinu 2.11. 2023 var fjallað um bindingu CO2 vegna framleiðslu kindakjö...

Skýrsla um raunveruleikann
Lesendarýni 18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Ástandið í íslenskum landbúnaði er víðs vegar þungt og mannskapurinn er þreyttur...

Tollar og tómatar
Lesendarýni 16. september 2024

Tollar og tómatar

Eins og sólin sest í vestri er nokkuð árvisst að upp komi umræða um tolla á land...

Skógrækt og skemmtun
Lesendarýni 4. september 2024

Skógrækt og skemmtun

Þegar líður að hausti breytist yfirbragð skóganna í stórkostlega haustlitasinfón...

Hernaði skógræktar gegn náttúru landsins verður að linna
Lesendarýni 3. september 2024

Hernaði skógræktar gegn náttúru landsins verður að linna

Almenningur hefur að undanförnu fylgst agndofa með í fjölmiðlum hvernig fyrirtæk...

Vandar þú valið við fatakaup?
Lesendarýni 2. september 2024

Vandar þú valið við fatakaup?

Háhraða tískuiðnaðurinn (e. ultra fast fashion) tekur allt sem er slæmt við hrað...

Líforkuver á Dysnesi
Lesendarýni 23. ágúst 2024

Líforkuver á Dysnesi

Í síðustu viku opnaði ég nýjan vef Líforku. Opnun vefsvæðisins er hluti samstarf...

Íslandsmeistaramót í hrútadómum
Lesendarýni 16. ágúst 2024

Íslandsmeistaramót í hrútadómum

Starfsemin á Sauðfjársetrinu á Ströndum hefur gengið mjög vel í sumar og aðsókn ...