Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Við Egilsstaði í Fljótsdal.
Við Egilsstaði í Fljótsdal.
Mynd / HKr.
Skoðun 10. október 2019

Bændasamtökin taka breytingum

Höfundur: Guðrún S. Tryggvadóttir formaður Bændasamtaka Íslands, gst@bondi.is

Umhverfi og samfélag breytist hratt og þeir sem ekki aðlagast dragast aftur úr. Öll tökumst við á við daglegar áskoranir í okkar störfum, hvort heldur sem er úti í fjósi, á skrifstofunni eða í námi.

Fyrir tveimur vikum tilkynntu stjórnendur Bændasamtakanna um breytingar sem varða framtíðarskipulag þeirra. Eftir að búnaðar­gjald lagðist af og samdráttur varð í öðrum tekjustofnum BÍ varð ljóst að endurskipulagningar var þörf. Ákveðið var að endurmeta stöðuna og nýta tækifærið til að ná skýrari sýn á Bændasamtökin og hlutverk þeirra. Um leið og fundin var leið til þess að reka samtökin í breyttu umhverfi erum við að undirbúa þau til framtíðar litið. Markmið samtakanna verður eftir sem áður hagsmunabarátta fyrir bændur en ekki síður að leiða landbúnaðinn í átt til sjálfbærari þróunar.

Tölvudeild Bændasamtakanna, sem sér um rekstur tölvukerfa og forritaþróun, mun færast yfir til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) um næstu áramót. Á sama tíma verður fjármálasvið samtakanna sameinað skrifstofurekstri Hótels Sögu sem er dótturfélag BÍ líkt og RML.

Tilgangur breytinganna er að leita hagræð­ingar og samlegðaráhrifa í rekstri samtakanna og dótturfélaga. Ástæðurnar eru einkum breyttar aðstæður í rekstri sem öll aðildarfélög BÍ, sem áður nutu tekna af búnaðargjaldi, eru að fást við. Fjármálaumsýsla samtakanna, þ.e. bókhald, reikningagerð, launagreiðslur og önnur tengd verkefni, mun eftir breytinguna fara fram í sameinaðri deild sem sinnir slíkum verkefnum fyrir samtökin, dótturfélög og mörg aðildarfélög. Tölvuþjónustan og forritaþróun mun án efa efla starfsemi RML og þar verður haldið áfram að smíða og viðhalda hugbúnaði sem bændur nota í sínum rekstri.

Bændasamtökin verða á eftir líkari öðrum hagsmunasamtökum í atvinnulífinu hérlendis, sem eru fyrst og fremst í hagsmunabaráttu og kynningarstarfi. Það mun taka tíma að aðlagast nýju sniði á rekstri BÍ en það er sannfæring mín að sú leið sem nú er farin eigi eftir að koma vel út fyrir félagsmenn. Takmarkið er að verkefnin standi sterkari á eftir, bæði öflugri þjónusta við bændur og hagsmunabarátta.

Sterk og öflug samtök til framtíðar

Breytingarnar á Bændasamtökunum ganga í gegn á sama tíma og endurskoðun á sér stað á félagskerfi bænda í heild sinni. Í framhaldi af ákvörðun síðasta Búnaðarþings var skipuð nefnd sem falið var það hlutverk að koma með hugmyndir að því hvernig við getum þróað félagskerfið okkar til frambúðar, einfaldað það og gert það skilvirkara. Við einfaldlega verðum að ná að nýta fjármuni og mannauð sem er í félagskerfi bænda betur en við gerum í dag. Við verðum líka að verja tímanum okkar í jákvæð uppbyggjandi verkefni í stað þess að vera í stanslausri varnarbaráttu fyrir tilvist landbúnaðarins. Lausnin felst í því að sækja fram og byggja upp.

Formannafundur á næsta leiti

Félagskerfisnefndin kemur til með að kynna vinnu sína á formannafundi sem haldinn verður 24.–25. október næstkomandi. Í framhaldi af honum gefst aðildarfélögum kostur á að fá kynningu frá nefndinni heima í héraði þar sem vænta má samræðu um það hvernig bændur sjá framtíðina fyrir sér. Það er okkur öllum nauðsynlegt að geta tekið ákvarðanir á næsta Búnaðarþingi um það hvernig við ætlum að takast á við breytta tíma.

Það er algjört lykilatriði að við náum að þétta raðirnar til þess að verða ennþá sterkari í hagsmunabaráttunni. 

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...