Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Listamaðurinn Herdís Arna
Listamaðurinn Herdís Arna
Menning 17. apríl 2023

Með hækkandi sól

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Á dögunum fóru fram vetrardagar Akraness þar sem menning var í hámæli. Boðið var m.a. upp á flotþerapíu, erindi um lífríki borgfirsku ánna, kyrrð og íhugun í Akraneskirkju og karókíkvöld svo eitthvað sé nefnt.

Gestir Akraness nutu því heldur betur örvunar allra skynfæra enda buðu Vetrardagarnir einnig upp á nokkurt úrval sýninga áhugaverðra listamanna. Meðal þeirra var Herdís Arna Hallgrímsdóttir, grafískur hönnuður, sem var við nám og störf á vesturströnd Bandaríkjanna.

Þessi fyrsta sýning Herdísar hérlendis Fyrst vetur, svo vor, var málverkasýning innblásin af komandi vori, blómum framtíðar og hækkandi sól – eins og hún sjálf komstaðorði.Einkenndinokkur hluti verkanna mínímalískan stíl nútímans og gaman að sjá færni listamannsins, sérstaklega í mannamyndum.

Seldist helmingur mynda hennar á Vetrardögunum og verður gaman að fylgjast með þessum upprennandi listamanni. Aðspurð segir Herdís að hún hafi ákveðið að láta slag standa, tekið áskorun um að ganga í það að setja upp sýningu og gekk eftir að húsnæði var auðfengið og því ekkert að vanbúnaði. Fannst henni nauðsynlegt að fagna hækkandi sól eftir langan vetur og sér fyrir sér að næsta sýning verði fyrr en síðar.

Hefur Herdís augastað á Vökudögum Akraness sem haldnir eru í októberlok og ættu þá áhugasamir aldeilis að fylgjast með, þá ekki síst þeir sem langar að gefa persónulegt listaverk í jólagjöf!

Saltfiskur fyrir fjóra
Líf og starf 23. maí 2024

Saltfiskur fyrir fjóra

Saltaður þorskur er mjög vinsæll hjá þjóðum Suður-Evrópu og tengist þar um slóði...

Hjón hlutu samfélagsverðlaun
Líf og starf 22. maí 2024

Hjón hlutu samfélagsverðlaun

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt í níunda sinn við setningu Sæluviku Sk...

Þarfasti þjónninn
Líf og starf 22. maí 2024

Þarfasti þjónninn

Bændablaðið fékk til prufu rafmagnaða útgáfu af minnsta Weidemann skotbómulyftar...

Friðrik, Bjarki og Helga Ragna hlutu garðyrkjuverðlaun
Líf og starf 21. maí 2024

Friðrik, Bjarki og Helga Ragna hlutu garðyrkjuverðlaun

Garðyrkjuverðlaun voru veitt á hinni árlegu hátíðarathöfn Garðyrkjuskólans á sum...

Skáldið, framsóknarmaðurinn og fimm granda meldingin
Líf og starf 20. maí 2024

Skáldið, framsóknarmaðurinn og fimm granda meldingin

Þeir voru ekki margir sem komust í slemmu með spil austur-vestur á Kjördæmamótin...

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...