Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Listamaðurinn Herdís Arna
Listamaðurinn Herdís Arna
Menning 17. apríl 2023

Með hækkandi sól

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Á dögunum fóru fram vetrardagar Akraness þar sem menning var í hámæli. Boðið var m.a. upp á flotþerapíu, erindi um lífríki borgfirsku ánna, kyrrð og íhugun í Akraneskirkju og karókíkvöld svo eitthvað sé nefnt.

Gestir Akraness nutu því heldur betur örvunar allra skynfæra enda buðu Vetrardagarnir einnig upp á nokkurt úrval sýninga áhugaverðra listamanna. Meðal þeirra var Herdís Arna Hallgrímsdóttir, grafískur hönnuður, sem var við nám og störf á vesturströnd Bandaríkjanna.

Þessi fyrsta sýning Herdísar hérlendis Fyrst vetur, svo vor, var málverkasýning innblásin af komandi vori, blómum framtíðar og hækkandi sól – eins og hún sjálf komstaðorði.Einkenndinokkur hluti verkanna mínímalískan stíl nútímans og gaman að sjá færni listamannsins, sérstaklega í mannamyndum.

Seldist helmingur mynda hennar á Vetrardögunum og verður gaman að fylgjast með þessum upprennandi listamanni. Aðspurð segir Herdís að hún hafi ákveðið að láta slag standa, tekið áskorun um að ganga í það að setja upp sýningu og gekk eftir að húsnæði var auðfengið og því ekkert að vanbúnaði. Fannst henni nauðsynlegt að fagna hækkandi sól eftir langan vetur og sér fyrir sér að næsta sýning verði fyrr en síðar.

Hefur Herdís augastað á Vökudögum Akraness sem haldnir eru í októberlok og ættu þá áhugasamir aldeilis að fylgjast með, þá ekki síst þeir sem langar að gefa persónulegt listaverk í jólagjöf!

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...