Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Listamaðurinn Herdís Arna
Listamaðurinn Herdís Arna
Menning 17. apríl 2023

Með hækkandi sól

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Á dögunum fóru fram vetrardagar Akraness þar sem menning var í hámæli. Boðið var m.a. upp á flotþerapíu, erindi um lífríki borgfirsku ánna, kyrrð og íhugun í Akraneskirkju og karókíkvöld svo eitthvað sé nefnt.

Gestir Akraness nutu því heldur betur örvunar allra skynfæra enda buðu Vetrardagarnir einnig upp á nokkurt úrval sýninga áhugaverðra listamanna. Meðal þeirra var Herdís Arna Hallgrímsdóttir, grafískur hönnuður, sem var við nám og störf á vesturströnd Bandaríkjanna.

Þessi fyrsta sýning Herdísar hérlendis Fyrst vetur, svo vor, var málverkasýning innblásin af komandi vori, blómum framtíðar og hækkandi sól – eins og hún sjálf komstaðorði.Einkenndinokkur hluti verkanna mínímalískan stíl nútímans og gaman að sjá færni listamannsins, sérstaklega í mannamyndum.

Seldist helmingur mynda hennar á Vetrardögunum og verður gaman að fylgjast með þessum upprennandi listamanni. Aðspurð segir Herdís að hún hafi ákveðið að láta slag standa, tekið áskorun um að ganga í það að setja upp sýningu og gekk eftir að húsnæði var auðfengið og því ekkert að vanbúnaði. Fannst henni nauðsynlegt að fagna hækkandi sól eftir langan vetur og sér fyrir sér að næsta sýning verði fyrr en síðar.

Hefur Herdís augastað á Vökudögum Akraness sem haldnir eru í októberlok og ættu þá áhugasamir aldeilis að fylgjast með, þá ekki síst þeir sem langar að gefa persónulegt listaverk í jólagjöf!

Uppskipun á áburði
Líf og starf 15. apríl 2025

Uppskipun á áburði

Einn af vorboðunum er innflutningur á tilbúnum áburði til túnræktar.

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan
Líf og starf 15. apríl 2025

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan

Bryndís Bolladóttir vakti fyrst athygli vegna hönnunar sinnar á Kúlunni, hljóðde...

Glæsileg vörn
Líf og starf 15. apríl 2025

Glæsileg vörn

Við sögðum í síðasta briddsþætti frá snjallri sagnvenju á Norðurlandamóti bridds...

Í lok vertíðar
Líf og starf 14. apríl 2025

Í lok vertíðar

Eftir því sem líða fer að sumri ljúka áhugaleikhús landsins sýningum sínum, en a...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. apríl 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gengur nú inn í tímabil þar sem gott er að vinna að nýjum hugmyndum ...

Bæjarnöfn á ská og skjön
Líf og starf 11. apríl 2025

Bæjarnöfn á ská og skjön

Nöfn íslenskra bæja og býla til sveita eru fjölskrúðug, svo ekki sé dýpra í árin...

Prjónavetri lýkur
Líf og starf 10. apríl 2025

Prjónavetri lýkur

Íslenskur prjónaiðnaður hættir aldrei að vera móðins enda hefur Listasafn Sigurj...

Falleg sumarpeysa
Líf og starf 9. apríl 2025

Falleg sumarpeysa

Falleg peysa fyrir sumarið, prjónuð úr DROPS Muskat eða DROPS Belle sem er á 30%...