Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mannakjöt fyrir jólin
Menning 19. desember 2023

Mannakjöt fyrir jólin

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið gaf Magnús Jochum Pálsson, meistaranemi í ritlist, út sína fyrstu ljóðabók sem hlaut nafnið Mannakjöt.

Magnús Jochum Pálsson.

Hrífur bókin lesandann með sér á ferð um þær dökku hliðar mannkyns sem við öll könnumst við að einhverju leyti.

Segir höfundur kveikjuna að bókinni kjötframleiðslu og slátrunaraðferðir, en frekari hugmyndavinna leiddi hann svo að tengslum mannslíkamans sem kjöts og þeirri neikvæðu firringu og neyslu sem frá okkur kemur. Tengir eitt ljóðanna við lensku nútímans sem felur í sér að segja frá alls konar áföllum og af breyskri hegðan sinni.

Segir þar frá manni, sem í almenningsvagni tekur upp á því að fletta ofan af sjálfum sér, bæði í andlegri og líkamlegri merkingu, hamfletta sig. Fer svo að fólkið sem situr með honum í vagninum er farið að þreifa á líffærum hans til þess að upplifa að fullnustu þau áföll sem maðurinn hefur orðið fyrir.

Lýsir höfundur bókinni sem dystópískri framtíðarsýn þar sem allt fer til fjandans, gegnum- gangandi tengingar þar sem allt fer úr böndunum.

Mannakjöt vekur lesandann til umhugsunar og málar sterka hugræna upplifun í bland við skemmtilegan leik að orðum. Var Magnús Jochum Pálsson annað tveggja skálda er hlutu Nýræktarstyrk íslenskra bókmennta nú í ár, sem veittur er til að hvetja nýhöfunda til frekari dáða.

Listaverk úr íslensku byggi
Líf og starf 29. janúar 2026

Listaverk úr íslensku byggi

Listamaðurinn og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead undirbýr sýningu í HAKK gallery...

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...