Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Mannakjöt fyrir jólin
Menning 19. desember 2023

Mannakjöt fyrir jólin

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið gaf Magnús Jochum Pálsson, meistaranemi í ritlist, út sína fyrstu ljóðabók sem hlaut nafnið Mannakjöt.

Magnús Jochum Pálsson.

Hrífur bókin lesandann með sér á ferð um þær dökku hliðar mannkyns sem við öll könnumst við að einhverju leyti.

Segir höfundur kveikjuna að bókinni kjötframleiðslu og slátrunaraðferðir, en frekari hugmyndavinna leiddi hann svo að tengslum mannslíkamans sem kjöts og þeirri neikvæðu firringu og neyslu sem frá okkur kemur. Tengir eitt ljóðanna við lensku nútímans sem felur í sér að segja frá alls konar áföllum og af breyskri hegðan sinni.

Segir þar frá manni, sem í almenningsvagni tekur upp á því að fletta ofan af sjálfum sér, bæði í andlegri og líkamlegri merkingu, hamfletta sig. Fer svo að fólkið sem situr með honum í vagninum er farið að þreifa á líffærum hans til þess að upplifa að fullnustu þau áföll sem maðurinn hefur orðið fyrir.

Lýsir höfundur bókinni sem dystópískri framtíðarsýn þar sem allt fer til fjandans, gegnum- gangandi tengingar þar sem allt fer úr böndunum.

Mannakjöt vekur lesandann til umhugsunar og málar sterka hugræna upplifun í bland við skemmtilegan leik að orðum. Var Magnús Jochum Pálsson annað tveggja skálda er hlutu Nýræktarstyrk íslenskra bókmennta nú í ár, sem veittur er til að hvetja nýhöfunda til frekari dáða.

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...