Broadway setti á svið Gaukshreiðrið þann 12. nóvember 1963 og stóðu sýningar til 25. janúar árið eftir. Þarna eru þau Kirk Douglas og Joan Tetzel í hlutverkum sínum sem McMurphyog Ratchet yfirhjúkrunarkona. Kirk Douglas keypti svo réttinn að bíómyndinni og fór stórleikarinn Jack Nicholsson með hlutverk McMurphy í bíómyndinni sem kom út árið 1975.
Broadway setti á svið Gaukshreiðrið þann 12. nóvember 1963 og stóðu sýningar til 25. janúar árið eftir. Þarna eru þau Kirk Douglas og Joan Tetzel í hlutverkum sínum sem McMurphyog Ratchet yfirhjúkrunarkona. Kirk Douglas keypti svo réttinn að bíómyndinni og fór stórleikarinn Jack Nicholsson með hlutverk McMurphy í bíómyndinni sem kom út árið 1975.
Menning 7. febrúar 2024

Freyvangsleikhúsið

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Freyvangsleikhúsið skellti sér í gerð meistaraverksins alkunna, Gaukshreiðrið, í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar og verður frumsýnt 8. febrúar.

Leikverkið segir sögu indíánahöfðingjans Bromden sem hefur verið lengi á geðsjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Bromden segir frá komu McMurphy nokkurs á deildina og hvaða áhrif hann hafði á sjúklinga og starfsfólk hælisins. McMurphy hafði séð sér leik á borði og leikið sig geðveikan til þess að losna við fangelsisvist. Hann lendir þar í útistöðum við frú Ratchet sem stjórnar þar öllu hælinu með harðri hendi.

Gaukshreiðrið er í raun hrollvekjandi ádeila á kerfið en lýsir á sama tíma einstöku sambandi sjúklinganna og hvernig þeir glíma við harðræði og niðurlægingu yfirvaldsins. Leikverkið inniheldur í senn sorg, gleði, hrylling og illsku svo áhorfendur ættu að búast við að upplifa allan tilfinningaskalann. Verkið lýsir á beinskeyttan hátt aðstæðum og þann uppreisnaranda sem ríkti á 7. áratug síðustu aldar sem og þeirri meðferð sem geðsjúkir bjuggu við og hvernig litið var á geðsjúkdóma á þessum tímum.

Óvanalega mikil aðsókn var í samlestur fyrstu helgina
í desember, en 40 fullorðnar manneskjur mættu á staðinn og ákvað leikstjórinn fyrir vikið að kasta í fleiri hlutverk en áætlað er samkvæmt handriti. (Enda áhugaleikhús fyrir alla.) Fullmannað var einnig í allar stöður listræns teymis og vel það, hvort sem átti við hljóð, sviðsmenn, leikmuni, smíðar o.þ.h. Kom á óvart að lítill áhugi var fyrir búningahönnun, sem endaði í höndum formannsins sjálfs, hennar Jóhönnu, en í samstarfi við sjúkrahúsið og elliheimilið í grenndinni var málunum bjargað.

Aðalhlutverk eru í höndum Freysteins Sverrissonar sem McMurphy og Aðalbjargar Þórólfsdóttur í hlutverki frú Ratchet. Indíánahöfðinginn er Ingólfur Þórsson og helsta grúppa geðsjúklinganna er leikin af því hressilega teymi Helga Þórssyni, Stefáni Guðlaugssyni, Halli Guðjónssyni, Hjálmari Arinbjarnarsyni, Sindri Swan og rúsínan í pylsuendanum er hinn átján ára gamli Svavar Máni Geislason, efnilegur ungur strákur, sem setur nýtt tvist í geðsjúklingahópinn enda langyngstur.

Ljósamaðurinn Eiríkur Frímann Arnarson kemur svo frá Hofsósi en hann hefur getið sér gott orð fyrir einstaka hæfileika á sínu sviði.

Eins og áður sagði verður frumsýning þann16. febrúar, nánar tiltekið klukkan átta, og svo sýnt næstu helgar í framhaldinu, föstudags- og laugardagskvöld klukkan átta.

Miðar fást á Tix.is og í síma 857-5598.

Skylt efni: freyvangsleikhús

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar
Líf og starf 1. mars 2024

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar

Eins og áður hefur verið kynnt hafa alls 14 byggðarlög hérlendis tekið þátt í ve...

Fagleg og fræðandi afmælissýning
Líf og starf 26. febrúar 2024

Fagleg og fræðandi afmælissýning

Hálfrar aldar afmæli Félags tamningamanna var haldið hátíðlegt þann 17. febrúar ...

Bændur ræddu málin í borginni
Líf og starf 26. febrúar 2024

Bændur ræddu málin í borginni

Hátt í tvö hundruð bændur voru saman komnir á Hilton Reykjavík Nordica þann 12. ...

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars
Líf og starf 22. febrúar 2024

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars

Vatnsberinn tekur nú fyrstu skref í því sem mun hafa afar mikil áhrif á líf hans...

Teista
Líf og starf 21. febrúar 2024

Teista

Teista er meðalstór svartfugl sem finnst víða meðfram ströndinni allt árið um kr...

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar
Líf og starf 20. febrúar 2024

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar

Vatnsberinn er óvenju bjartsýnn á komandi vikur og hefur í kollinum hugmyndir að...

Hvanneyrar-pistlar
Líf og starf 19. febrúar 2024

Hvanneyrar-pistlar

Hvanneyri í Borgarfirði er vel þekktur skólastaður. Að stofni til byggðarhverfi ...

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa
Líf og starf 16. febrúar 2024

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa

Einn af meginþáttum þorra er neysla hefðbundinna íslenskra matvæla sem kallast þ...