Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gaman verður að sjá Fólkið í blokkinni á sviði Freyvangs. Þarna má sjá þau Karen Ósk Kristjánsdóttur, Svein Brimar Jónsson, Aðalbjörgu Þórólfsdóttur, Ingólf Þórsson, Helga Þórsson og svo sést glitta í hljómsveitarmeðlimi alla: Atla Rúnarsson, Bergsvein Þórsson, Björn Hreinsson og Bjarma Gunnarsson.
Gaman verður að sjá Fólkið í blokkinni á sviði Freyvangs. Þarna má sjá þau Karen Ósk Kristjánsdóttur, Svein Brimar Jónsson, Aðalbjörgu Þórólfsdóttur, Ingólf Þórsson, Helga Þórsson og svo sést glitta í hljómsveitarmeðlimi alla: Atla Rúnarsson, Bergsvein Þórsson, Björn Hreinsson og Bjarma Gunnarsson.
Menning 17. febrúar 2023

Fólkið í blokkinni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Meistarar Freyvangsleikhússins hafa nú tekið sér fyrir hendur gamanleikinn Fólkið í blokkinni eftir hinn sívinsæla Ólaf Hauk Símonarson.

Fjallar verkið um sprenghlægilegar, þó raunsannar sögur sem allir geta ímyndað sér sem einhvern tíma hafa verið búsettir í blokk. Ákveða íbúar blokkarinnar að setja upp söngleik þar sem þau sjálf eru í aðalhlutverkum og má nefna Hárfinn hárfína, forsvarsmann hljómsveitarinnar Sóna, sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn og hefur almennt allt á hornum sér.

Robbi húsvörður: Jón Friðrik Benónýsson, Valerí: Aðalbjörg Þórólfsdóttir auk Helga Þórssonar sem Hárfinns hárfína.

Skarpar og skemmtilegar mannlýsingar eru í hávegum hafðar og atburðarásin eftir því kostuleg. Formaður Freyvangsleikhússins, hún Jósý, Jóhanna Sigurbjörg Ingólfsdóttir, segir okkur að mikið stuð sé á sviðinu, hljómsveit og almennur hressleiki.

Frumsýningin verður þann 24. febrúar í Freyvangi og miðasala hjá tix.is og í síma 857-5598. Sýnt verður í átta skipti, klukkan 20.00, föstudaga og laugardaga frá frumsýningu þar til 18. mars næstkomandi og miðaverð er kr. 3500.

Skylt efni: freyvangsleikhús

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...