Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Yfirbyggða reiðgerðið í Breiðholti hefur slegið í gegn, það er nánast í notkun frá morgni fram á kvöld alla daga.
Yfirbyggða reiðgerðið í Breiðholti hefur slegið í gegn, það er nánast í notkun frá morgni fram á kvöld alla daga.
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 7. mars 2022

Yfirbyggt reiðgerði tekið í notkun við almenna ánægju

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Yfirbyggt reiðgerði sem reist var í hesthúsahverfinu Breiðholti ofan Akureyrar hefur vakið mikla lukku meðal þeirra sem þar halda hross. Hestamannafélagið Léttir kostaði smíði gerðisins, efniskostnaður var um 7 milljónir króna, en gerðið er um 200 fermetrar að stærð.

Sjálfboðaliðar í Létti lögðu fram mikla vinnu við smíðina. Öllum félagsmönnum býðst að nýta gerðið endurgjaldslaust og hafa hestamenn óspart nýtt sér þennan möguleika en fyrir tilkomu þess var engin aðstaða innandyra fyrir hestamenn í hverfinu.

„Það er mikil og almenn ánægja með reiðgerðið og má segja að andinn í hverfinu hafi lyfst í hæstu hæðir,“ segir Svanur Stefánsson, sem sæti á í stjórn Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri.

„Fólk var með hross sín í eigin girðingum á klaka og svelli og það er alls ekki boðleg aðstaða til að þjálfa hross. Þetta reiðgerði hefur gert heilmikið fyrir hverfið og óhætt að fullyrða að það er vel nýtt. Nánast alltaf er einhver að nota það frá morgni fram eftir kvöldi og aldursbilið er breitt, hér eru krakkar niður í 9 ára og fólk komið yfir sjötugt.“

Breiðholt er annað af tveimur hesthúsahverfum á Akureyri og það eldra. Þar eru um 100 hesthús og mikill fjöldi hesta. Það er fullbyggt og þegar svo var komið var annað hverfi byggt upp í Lögmannshlíð. Þar eru nú öll ný hesthús byggð og þar er reiðhöllin staðsett og mikið nýtt. Svanur segir að Breiðhyltingar noti reiðhöllina vel, en það kosti smá bras að fara yfir, með hross í kerru eða ríðandi ef þau eru tamin. „Þetta reiðgerði gerir mikið fyrir þá sem eru með hross í tamningu og þjálfun,“ segir hann, en reiðgerðið var tekið í notkun í lok síðastliðins árs.

Góður kostur
Svanur Stefánsson í stjórn Hestamannafélagsins Léttis og Blær frá Sigríðarstöðum. Að baki þeim sést í reiðgerðið sem slegið hefur í gegn meðal þeirra sem halda hross í hesthúsahverfinu Breiðholti ofan Akureyrar.

Svanur segir að ýmsar vangaveltur um inniaðstöðu á Breiðholtssvæðinu hafi verið meðal hestamanna áður en reiðgerðið var reist. Rætt hefði verið um að byggja reiðskemmu sem vissulega hefði verið góður kostur en dýrari.

Segir Svanur að yfirbyggða reiðgerðið hafi orðið fyrir valinu en ekki þarf að greiða af slíku gerði gatnagerðargjöld og fasteignagjöld og því umtalsvert ódýrara í rekstri en skemma. „Menn voru líka að hugsa um að þetta kæmi ekki um of við pyngju hestamannafélagsins,“ segir Svanur og telur að reiðgerðið sé góður kostur.

Allir vildu taka þátt

Hafist var handa við að reisa gerðið síðsumars og sá félagið um að greiða efniskostnað, en fjöldi sjálfboðaliða tók þátt í byggingaframkvæmdum.

„Það voru allir boðnir og búnir að leggja hönd á plóg, sáu fyrir sér að nýta gerðið þegar það væri komið upp og vildu eiga sinn þátt í verkinu. Þeir sem ekki lögðu til vinnu með hamar og sög mættu með kaffi og kleinur.

Stemningin var þannig að allir vildu vera með og taka þátt. Það var svo gaman að sjá hvað mikil gleði fylgdi þessu verkefni, menn voru ánægðir með að hittast og vinna að einhverju uppbyggilegu,“ segir Svanur. „Þetta verkefni þjappaði mönnum saman.“

Nánast alltaf í notkun

Seglið var sett yfir skömmu fyrir jól og þá var mikil og góð mæting, enda verkefnið á lokametrum.

„Við náðum að klára þetta verk­efni og opna reiðgerðið skömmu fyrir áramót og það er engu logið þegar ég segi að gerðið er nánast alltaf í notkun.

Það er mikill munur yfir harðasta veturinn þegar allt er á kafi í snjó eða svell og klaki yfir að geta komist aðeins inn fyrir á þurrt og gott undirlag. Þetta skiptir okkur sem erum með hross í Breiðholtshverfi miklu máli og hefur jákvæð áhrif á stemninguna,“ segir hann.

Tjöldin dregin frá
Líf og starf 18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Áhugaleikhúsin fara nú að hefja leikinn enda haustið að skella á. Mikið verður u...

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu
Líf og starf 17. september 2024

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu

Helgina 24.–25. ágúst sl. fór Landskeppni Smalahundafélags Íslands, SFÍ, fram að...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 16. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka sig taki og gæta þess að velta sér ekki um of upp úr ra...

Nýting hrats og hýðis
Líf og starf 16. september 2024

Nýting hrats og hýðis

Heilmikið fellur til árlega af ávaxta- og grænmetshýði og nú sérstaklega berjahr...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins, eða öllu heldur haustsins, að líta dagsins ljó...

Ullarvika á Suðurlandi
Líf og starf 11. september 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Að Ullarvikunni standa Feldfj...

Sandlóa
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðló...

Berjaflóra Íslendinga
Líf og starf 10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Ber eru nú í óðaönn að stinga upp kollinum og alltaf notalegt að fara eins og ei...