Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Guðrún Bjarnadóttir með Flóru- og blómaspilið.
Guðrún Bjarnadóttir með Flóru- og blómaspilið.
Líf og starf 6. júlí 2022

Grasnytjar og þjóðtrú

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á síðasta ári gaf Guðrún Bjarnadóttir, eigandi Hespuhússins í Ölfusi, út Flóruspilið sem er stokkur með myndum og texta sem spila má með veiðimann.

Hugmyndin með spilinu er að auka plöntuþekkingu þjóðarinnar.

Guðrún segir að móttökur á spilinu hafi farið fram úr væntingum og að hún hafi því ákveðið að gefa spilið út aftur með þrettán nýjum tegundum. „Með Flóruspilinu er hugmyndin að fólk geti fræðst um grasnytjar og þjóðtrú jurtanna í leiðinni.

Hugmyndin er að gefa út stokk á ári um flóruna í eitt til tvö ár í viðbót og halda svo jafnvel áfram með fræðsluspil í öðrum flokkum. Satt best að segja eru möguleikarnir óendanlegir.“

Blómaspilið er einföld barnaútgáfa af Flóruspilinu þar sem spilað er samstæðuspil með jurtunum.

Að sögn Guðrúnar eru ung börn mjög móttækileg fyrir upplýsingum og eru fljót að læra tegundaheitin út frá myndunum. Blómaspilið er á íslensku, ensku og pólsku í sama stokki en Flóruspilið er á þessum tungumálum í aðskildum stokkum. Spilið og stokkinn skreytir falleg mynd eftir listamanninn Eggert Pétursson.

Skylt efni: Flóruspilið

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...