Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þegar Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og fjölskylda stofnaði Geitfjársetrið var búfjártegundin í útrýmingarhættu.
Þegar Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og fjölskylda stofnaði Geitfjársetrið var búfjártegundin í útrýmingarhættu.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 1. september 2022

Geitafjársetur í tíu ár

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Geitfjársetrið á Háafelli fagnaði áratuga löngu starfsafmæli í byrjun ágúst.

Af því tilefni opnaði fjölskyldan á Háafelli búið fyrir gesti og bauð upp á geitaskoðun og kruðerí. Afurðir geita voru til smakks og prófunar og Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, færði fjölskyldunni tvö kirsuberjatré. Í máli sínu sagði Anna María að Geitfjárræktarfélagið hafi notið góðs af ötulu starfi Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur við að fjölga íslenska geitastofninum og kynna hann fyrir landsmönnum og erlendum gestum.

„Það var og er ekki auðvelt verkefni að koma á fót starfsemi sem byggist á geitfjárrækt, tegund búfjár sem fáir þekktu til, sem varð fyrir allmiklum fordómum og að auki í útrýmingarhættu með u.þ.b. 800 einstaklinga á öllu landinu fyrir 10 árum. Hvílík bjartsýni, frumkvæði, hugkvæmni og hugrekki,“ sagði Anna María meðal annars.

Skylt efni: geitur | geitfjárrækt | Háafell

Flaggar ólíkum fánum daglega
Líf og starf 10. júní 2025

Flaggar ólíkum fánum daglega

Ólafur Sverrisson fánasafnari á 214 ólíka fána, bæði þjóðfána ásamt fánum sem ti...

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn
Líf og starf 10. júní 2025

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn

Landsmótið í skólaskák fór fram helgina 3.–4. maí. Mótið á um 50 ára sögu og er ...

Brot af glötuðum heimi og kennimörk fasismans
Líf og starf 6. júní 2025

Brot af glötuðum heimi og kennimörk fasismans

Þórhildur Ólafsdóttir sendi fyrr á árinu frá sér bókina Með minnið á heilanum se...

Óheppni spilarinn
Líf og starf 5. júní 2025

Óheppni spilarinn

Í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni sem fram fór 11.–13. apríl hitti ég ...

Kjörgripir búnaðarsögu í hundraðavís
Líf og starf 2. júní 2025

Kjörgripir búnaðarsögu í hundraðavís

Búminjasafnið Lindabæ á tíu ára afmæli nú í sumar. Safnið lætur gera upp sjaldgæ...

Harmonikunni fagnað á Klaustri
Líf og starf 29. maí 2025

Harmonikunni fagnað á Klaustri

Um sjómannadagshelgina verður haldin harmoniku- og alþýðutónlistarhátið á Kirkju...

Goðsögnin Ivanchuk
Líf og starf 26. maí 2025

Goðsögnin Ivanchuk

Í síðasta pistli fjallaði ég um Reykjavíkurskákmótið, í boði Kviku eignastýringa...

Framtíðarborgin og viðnám hefðarinnar
Líf og starf 23. maí 2025

Framtíðarborgin og viðnám hefðarinnar

Feneyjatvíæringurinn í arkitektúr hófst í síðustu viku. Íslendingar taka nú þátt...