Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu alvarlega vanrækslu á nautgripum á lögbýli á Norðurlandi vestra.

„Við eftirlit sem framkvæmt var með aðstoð lögreglu fundust 29 dauðir nautgripir í gripahúsi. Í kjölfarið aflífuðu starfsmenn stofnunarinnar 21 grip til viðbótar á staðnum sökum slæms ástands, allt gripir sem voru hýstir í húsinu. Aðrir nautgripir, sem hafði verið haldið úti við, voru hýstir yfir nóttina, en síðan voru þeir færðir til slátrunar daginn eftir. Hræjum og skrokkum hefur þegar verið fargað á viðurkenndum urðunarstað“, segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Umráðamaður sviptur heimild til dýrahalds

Þar kemur einnig fram að umráðamaður dýranna hafi verið sviptur heimild til dýrahalds tímabundið, eða þar til dómur fellur í málinu. „Í kæru til lögreglu gerir stofnunin þá kröfu að umráðamaður verði með dómi sviptur heimild til að hafa búfé í umsjá sinni, versla með þau eða sýsla með þau með öðrum hætti. Málið er nú til frekari rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.“

Stjórnvaldsákvarðanir í mars

Matvælastofnun tilkynnti enn fremur um stjórnvaldsákvarðanir á hendur búum og afurðastöðvum í mars. Kjúklingasláturhús á Suðurlandi var sektað vegna brota á dýravelferð sem uppgötvuðust við eftirlit. Kúabú var svipt mjólkursöluleyfi þar sem gæði mjólkur reyndust ófullnægjandi.

Dagsektir voru lagðar á kúabú á Suðurlandi vegna brota á dýravelferð. Of mikill þéttleiki reyndist vera í stíum, klaufhirðu ábótavant og kálfar bundnir. Einnig voru dagsektir lagðar á hrossa- og sauðfjárbú á Norðausturlandi vegna brota á dýravelferð. Þá var sláturhús á Suðvesturlandi sektað vegna brota á dýravelferð vegna fráviks við aflífun á grís. Þetta kemur fram á
Fyrir þinginu liggur nýtt frumvarp um lagareldi. Bjarkey telur það til þess fallið að skapa eins mikla sátt og hægt er. Mynd frá Patreksfirði.
vef Matvælastofnunar.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...